Áhrif hvalveiða verði tekin út

Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag.
Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag. mbl.is/Valli

Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Þegar horft er til efnahagsáhrifa verði að líta til þess hvort ábati af hvalveiðum vegi þyngra fyrir þjóðarbúið en þau neikvæðu áhrif sem veiðarnar hafa á ímynd Íslands.

Hvalveiðitímabilið nú er það síðasta á fimm ára tímabili, sem hófst árið 2013 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, úthlutaði kvóta til Hvals hf. Katrín segir að ekki verði tekin ákvörðun um úthlutun nýrra leyfa fyrr en að slíkri úttekt lokinni. Henni yrði því lokið áður en næsta hvalveiðitímabil myndi hefjast.

Hlustum ekki á þjóðir sem drepa menn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir aðspurður að ekki sé auðvelt að segja til um hvort ábati Íslendinga af hvalveiðum vegi þyngra í efnahagslegu tilliti en áhrifin af neikvæðri umfjöllun um veiðarnar á alþjóðavettvangi.

Hann bendir þó á að háværar raddir hafi verið uppi um það árið 2013, þegar hvalveiðar voru hafnar að nýju, að áhrif ákvörðunarinnar á ferðaþjónustu yrðu slæm. „Komur ferðamanna til landsins hafa í millitíðinni margfaldast, þannig að ég á erfitt með að sjá að þær hrakspár hafi gengið eftir,“ segir Bjarni.

Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni ...
Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni að ríkisstjórnarfundi loknum. mbl.is/Valli

Þá þýði ekki aðeins að líta til jákvæðra og neikvæðra afleiðinga af því að hætta veiðum heldur einnig mikilvægis þess fyrir sjálfstæða þjóð að taka sínar eigin ákvarðanir á grundvelli laga og alþjóðlegra skuldbindinga en láta ekki þrýsta sér til að taka ákvarðanir vegna þess að einhverjir aðrir vilja það.

„Síst af öllu finnst mér að við eigum að hlusta á þjóðir sem eru með svo margt á samviskunni sem er alvarlegra en hvalveiðar,“ segir Bjarni og nefnir í því skyni Bandaríkin, sem reglulega beiti Ísland þrýstingi vegna hvalveiða á alþjóðavettvangi en aflífi fólk með reglulegu millibili.

„Við eigum að hlusta á skoðanir þrýstihópa og alþjóðasamfélagsins, en þeir ráða ekki niðurstöðunni.“

Enn óvíst með steypireyðina

Deilt er um hvort hvalur sem veiddur var og dreginn á land í Hvalfirði fyrir rúmri viku hafi verið steypireyður, sem er friðaður, eða blendingur, afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Steypireyðurin er friðuð og  sekt liggur við því að veiða hana. Engin lög ná hins vegar utan um blendinga og er veiði á þeim því lögleg.

„Það er auðvitað stranglega bannað að skjóta hval af verndaðri tegund og við því eru viðurlög,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Við bíðum niðurstöðunnar úr þessari DNA-rannsókn og við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.

17 erlendir sérfræðingar telja dýrið steypireyði

Erlendir hvalasérfræðingar og dýraverndunarsamtök hafa í erlendum miðlum slegið því á föstu að dýrið sé steypireyður en talsmenn Hvals hf. segja dýrið blending og sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur sagt að svo líti út fyrir, af myndum að dæma. DNA-greining mun leiða hið sanna í ljós en þó ekki fyrr en með haustinu.

17 erlendir hvalasérfræðingar sendu í dag frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir teldu að dýrið hafi í raun verið steypireyður ekki blendingur, en yfirlýsingin var send fyrir hönd hópsins Stop whaling in Iceland.

Ein þeirra, dr. Marianne Rasmussen, stýrir hvalarannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík, og bréfið er merkt skólanum. Marianne er þó eini vísindamaðurinn við íslenska stofnun sem ritar undir bréfið, sem finna má í heild sinni hér að neðan.

Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og ...
Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Ljósmynd/Hard To Port
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Haugabræla“ á færeysku miðunum

16:23 „Þetta var barningur en þó lentum við í smá hrotu þar sem hægt var að hífa tvisvar á dag. Verst að það var haugabræla þessa sömu daga en það tjáði ekkert að hugsa um það.“ Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK Meira »

Hnúfubakur á svamli við hafnarbakkann

15:15 „Þetta var alveg magnað. Þetta er „once in a lifetime-dæmi“, alveg ótrúlegt,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours Wildlife Adventures, sem náði myndskeiði af hnúfubaki að svamla í sjónum við hafnarbakkann á Skarfabakka. Meira »

Í síðasta sinn fyrir þremur dómurum

15:04 Síðasta málið var flutt fyrir þremur dómurum í Hæstarétti í dag. Samkvæmt nýrri dómsstólaskipan sem tók gildi við árbyrjun er kveðið á um að fimm eða sjö dómarar skipi dóm þegar mál fara fyrir Hæstarétt. Var málið sem flutt var í dag áfrýjað til Hæstaréttar fyrir gildistöku breytinganna. Meira »

Úrvinnslu samræmdra prófa lokið

14:47 Menntamálastofnun hefur lokið úrvinnslu samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir í haust. Niðurstöðurnar eru þær að yfir landið allt fengu nemendur í fjórða bekk að meðaltali 6,1 í einkunn í íslensku og 6,8 í einkunn í stærðfræði. Í sjöunda bekk fengu nemendur að meðaltali 6,4 í einkunn í íslensku og 5,9 í stærðfræði. Meira »

Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar

14:46 Rekstrartekjur Landsvirkjunar hækkuðu um 5,7 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Voru tekjur fyrirtækisins 44,3 milljarðar á tímabilinu, að því er segir í níu mánaða uppgjöri Landsvirkjunar. Meira »

Lakari eldvarnir hjá ungu fólki

12:57 Fólk á aldrinum 25 til 34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

12:36 „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt jökulánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi ...Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir a[ð] mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákonar Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðabækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshreppi og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...