Áhrif hvalveiða verði tekin út

Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag.
Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag. mbl.is/Valli

Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Þegar horft er til efnahagsáhrifa verði að líta til þess hvort ábati af hvalveiðum vegi þyngra fyrir þjóðarbúið en þau neikvæðu áhrif sem veiðarnar hafa á ímynd Íslands.

Hvalveiðitímabilið nú er það síðasta á fimm ára tímabili, sem hófst árið 2013 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, úthlutaði kvóta til Hvals hf. Katrín segir að ekki verði tekin ákvörðun um úthlutun nýrra leyfa fyrr en að slíkri úttekt lokinni. Henni yrði því lokið áður en næsta hvalveiðitímabil myndi hefjast.

Hlustum ekki á þjóðir sem drepa menn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir aðspurður að ekki sé auðvelt að segja til um hvort ábati Íslendinga af hvalveiðum vegi þyngra í efnahagslegu tilliti en áhrifin af neikvæðri umfjöllun um veiðarnar á alþjóðavettvangi.

Hann bendir þó á að háværar raddir hafi verið uppi um það árið 2013, þegar hvalveiðar voru hafnar að nýju, að áhrif ákvörðunarinnar á ferðaþjónustu yrðu slæm. „Komur ferðamanna til landsins hafa í millitíðinni margfaldast, þannig að ég á erfitt með að sjá að þær hrakspár hafi gengið eftir,“ segir Bjarni.

Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni ...
Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni að ríkisstjórnarfundi loknum. mbl.is/Valli

Þá þýði ekki aðeins að líta til jákvæðra og neikvæðra afleiðinga af því að hætta veiðum heldur einnig mikilvægis þess fyrir sjálfstæða þjóð að taka sínar eigin ákvarðanir á grundvelli laga og alþjóðlegra skuldbindinga en láta ekki þrýsta sér til að taka ákvarðanir vegna þess að einhverjir aðrir vilja það.

„Síst af öllu finnst mér að við eigum að hlusta á þjóðir sem eru með svo margt á samviskunni sem er alvarlegra en hvalveiðar,“ segir Bjarni og nefnir í því skyni Bandaríkin, sem reglulega beiti Ísland þrýstingi vegna hvalveiða á alþjóðavettvangi en aflífi fólk með reglulegu millibili.

„Við eigum að hlusta á skoðanir þrýstihópa og alþjóðasamfélagsins, en þeir ráða ekki niðurstöðunni.“

Enn óvíst með steypireyðina

Deilt er um hvort hvalur sem veiddur var og dreginn á land í Hvalfirði fyrir rúmri viku hafi verið steypireyður, sem er friðaður, eða blendingur, afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Steypireyðurin er friðuð og  sekt liggur við því að veiða hana. Engin lög ná hins vegar utan um blendinga og er veiði á þeim því lögleg.

„Það er auðvitað stranglega bannað að skjóta hval af verndaðri tegund og við því eru viðurlög,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Við bíðum niðurstöðunnar úr þessari DNA-rannsókn og við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.

17 erlendir sérfræðingar telja dýrið steypireyði

Erlendir hvalasérfræðingar og dýraverndunarsamtök hafa í erlendum miðlum slegið því á föstu að dýrið sé steypireyður en talsmenn Hvals hf. segja dýrið blending og sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur sagt að svo líti út fyrir, af myndum að dæma. DNA-greining mun leiða hið sanna í ljós en þó ekki fyrr en með haustinu.

17 erlendir hvalasérfræðingar sendu í dag frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir teldu að dýrið hafi í raun verið steypireyður ekki blendingur, en yfirlýsingin var send fyrir hönd hópsins Stop whaling in Iceland.

Ein þeirra, dr. Marianne Rasmussen, stýrir hvalarannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík, og bréfið er merkt skólanum. Marianne er þó eini vísindamaðurinn við íslenska stofnun sem ritar undir bréfið, sem finna má í heild sinni hér að neðan.

Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og ...
Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Ljósmynd/Hard To Port
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »

Fór mun betur en á horfðist

19:27 Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum vegna tilkynningar um snjóflóð í Tindafjöllum. Þar var staddur um 20 manna hópur úr björgunarsveitinni Ársæli sem var í fjallamennskunámskeiði og lentu tveir björgunarsveitarmenn í flóðinu en hvorugur slasaðist. Meira »

Vegum lokað – ekkert ferðaveður

19:21 Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.00. Meira »

Tvær rútur lentu utan vegar

19:04 Tvær rút­ur hafa farið út af veg­in­um á Kjal­ar­nesi síðustu klukku­stund­ina. Búið er að loka veg­in­um um Kjal­ar­nes en ekk­ert ferðaveður er á þeim slóðum. Meira »

Vísað frá borði að beiðni yfirvalda

18:15 Lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli þurftu að vísa farþega frá borði úr flugvél WOW air sem átti að fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 16:00 í dag. Var það vegna beiðni flugfélagsins eftir að bandarísk yfirvöld höfðu samband og létu vita af því að farþeginn hefði ekki heimild til að koma til Bandaríkjanna. Meira »

Tölva Hauks á leið til landsins

17:24 Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látið lífið í Afrin-héraði í Sýrlandi í fyrra, greinir frá því á vefsíðu sinni að tölva Hauks sé komin til Evrópu fyrir tilstilli Ögmundar Jónassonar. Hún reiknar með því að tölvan komi til Íslands fljótlega. Meira »

Ekið aftan á lögreglubíl á vettvangi

16:57 Ekið var á lögreglubíl á vettvangi slyss á Strandarheiði á Reykjanesbraut í morgun en mikil hálka var á svæðinu. Lögregla biðlar til ökumanna að sýna tillitssemi á slysstöðum og draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir frekari slys. Meira »

Kannabisolíu blandað saman við veip-vökva

16:20 Lögreglan á Suðurnesjum fann meint fíkniefni, lyf og stera í húsleit í umdæminu sem gerð var nýverið að fenginni heimild. Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og -sala með þeim hætti að kannabisolíu væri blandað saman við veip-vökva og hann seldur í ágóðaskyni. Meira »

Unglingar á hálum ís

15:57 Lögreglan á Vestfjörðum hafði í dag afskipti af unglingum við leik á ísilögðum Pollinum í Skutulsfirði. Henni þykir rétt að minna á hættuna sem getur skapast við leik á hafís. Meira »

Klósettferðin á BSÍ kostar 200 krónur

14:25 Gjaldtaka hófst í vikunni fyrir notkun salernisaðstöðu á BSÍ. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í haust og að tilgangurinn sé fyrst og fremst að tryggja hreinlæti. 200 krónur kostar að fara á salernið en frítt er fyrir börn. Meira »

Borðum okkur ekki í gröfina!

13:56 „Það fjalla mjög margir þættir í sjónvarpi um lífsstíl og við liggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niðurstaðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter.“ Meira »

„Auðvitað kvikna viðvörunarljós“

11:59 „Rauð ljós kvikna út um allt, eðlilega,“ segir Gunn­ar Hrafn Birg­is­son, doktor í klín­ískri sál­fræði, um bréfaskrif Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til Guðrún­ar Harðardótt­ur, systurdóttur Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Meira »

Slagsmál í BT opnuðu augun

11:55 Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. Meira »

Hægt að skella sér á skíði

11:53 Skíðasvæðin á Dalvík, Oddskarði og Siglufirði eru opin í dag en lokað í Hlíðarfjalli og Tindastól. Í Bláfjöllum er búið að leggja gönguskíðabraut og eins verður hægt að fara á gönguskíði á troðinni braut í Heiðmörk eftir hádegi. Á Ísafirði er lokað í Tungudal en opið í Seljalandsdal. Meira »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...