Áhrif hvalveiða verði tekin út

Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag.
Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag. mbl.is/Valli

Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Þegar horft er til efnahagsáhrifa verði að líta til þess hvort ábati af hvalveiðum vegi þyngra fyrir þjóðarbúið en þau neikvæðu áhrif sem veiðarnar hafa á ímynd Íslands.

Hvalveiðitímabilið nú er það síðasta á fimm ára tímabili, sem hófst árið 2013 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, úthlutaði kvóta til Hvals hf. Katrín segir að ekki verði tekin ákvörðun um úthlutun nýrra leyfa fyrr en að slíkri úttekt lokinni. Henni yrði því lokið áður en næsta hvalveiðitímabil myndi hefjast.

Hlustum ekki á þjóðir sem drepa menn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir aðspurður að ekki sé auðvelt að segja til um hvort ábati Íslendinga af hvalveiðum vegi þyngra í efnahagslegu tilliti en áhrifin af neikvæðri umfjöllun um veiðarnar á alþjóðavettvangi.

Hann bendir þó á að háværar raddir hafi verið uppi um það árið 2013, þegar hvalveiðar voru hafnar að nýju, að áhrif ákvörðunarinnar á ferðaþjónustu yrðu slæm. „Komur ferðamanna til landsins hafa í millitíðinni margfaldast, þannig að ég á erfitt með að sjá að þær hrakspár hafi gengið eftir,“ segir Bjarni.

Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni ...
Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni að ríkisstjórnarfundi loknum. mbl.is/Valli

Þá þýði ekki aðeins að líta til jákvæðra og neikvæðra afleiðinga af því að hætta veiðum heldur einnig mikilvægis þess fyrir sjálfstæða þjóð að taka sínar eigin ákvarðanir á grundvelli laga og alþjóðlegra skuldbindinga en láta ekki þrýsta sér til að taka ákvarðanir vegna þess að einhverjir aðrir vilja það.

„Síst af öllu finnst mér að við eigum að hlusta á þjóðir sem eru með svo margt á samviskunni sem er alvarlegra en hvalveiðar,“ segir Bjarni og nefnir í því skyni Bandaríkin, sem reglulega beiti Ísland þrýstingi vegna hvalveiða á alþjóðavettvangi en aflífi fólk með reglulegu millibili.

„Við eigum að hlusta á skoðanir þrýstihópa og alþjóðasamfélagsins, en þeir ráða ekki niðurstöðunni.“

Enn óvíst með steypireyðina

Deilt er um hvort hvalur sem veiddur var og dreginn á land í Hvalfirði fyrir rúmri viku hafi verið steypireyður, sem er friðaður, eða blendingur, afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Steypireyðurin er friðuð og  sekt liggur við því að veiða hana. Engin lög ná hins vegar utan um blendinga og er veiði á þeim því lögleg.

„Það er auðvitað stranglega bannað að skjóta hval af verndaðri tegund og við því eru viðurlög,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Við bíðum niðurstöðunnar úr þessari DNA-rannsókn og við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.

17 erlendir sérfræðingar telja dýrið steypireyði

Erlendir hvalasérfræðingar og dýraverndunarsamtök hafa í erlendum miðlum slegið því á föstu að dýrið sé steypireyður en talsmenn Hvals hf. segja dýrið blending og sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur sagt að svo líti út fyrir, af myndum að dæma. DNA-greining mun leiða hið sanna í ljós en þó ekki fyrr en með haustinu.

17 erlendir hvalasérfræðingar sendu í dag frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir teldu að dýrið hafi í raun verið steypireyður ekki blendingur, en yfirlýsingin var send fyrir hönd hópsins Stop whaling in Iceland.

Ein þeirra, dr. Marianne Rasmussen, stýrir hvalarannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík, og bréfið er merkt skólanum. Marianne er þó eini vísindamaðurinn við íslenska stofnun sem ritar undir bréfið, sem finna má í heild sinni hér að neðan.

Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og ...
Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Ljósmynd/Hard To Port
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm á vegum Landspítalans og SÁÁ fyrir fólk á aldrinum 15-64 ára sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á þessum aldri eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

í gær Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »