Áhrif hvalveiða verði tekin út

Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag.
Katrín Jakobsdóttir á ríkisstjórnarfundi á Snæfellsnesi í dag. mbl.is/Valli

Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Þegar horft er til efnahagsáhrifa verði að líta til þess hvort ábati af hvalveiðum vegi þyngra fyrir þjóðarbúið en þau neikvæðu áhrif sem veiðarnar hafa á ímynd Íslands.

Hvalveiðitímabilið nú er það síðasta á fimm ára tímabili, sem hófst árið 2013 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, úthlutaði kvóta til Hvals hf. Katrín segir að ekki verði tekin ákvörðun um úthlutun nýrra leyfa fyrr en að slíkri úttekt lokinni. Henni yrði því lokið áður en næsta hvalveiðitímabil myndi hefjast.

Hlustum ekki á þjóðir sem drepa menn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir aðspurður að ekki sé auðvelt að segja til um hvort ábati Íslendinga af hvalveiðum vegi þyngra í efnahagslegu tilliti en áhrifin af neikvæðri umfjöllun um veiðarnar á alþjóðavettvangi.

Hann bendir þó á að háværar raddir hafi verið uppi um það árið 2013, þegar hvalveiðar voru hafnar að nýju, að áhrif ákvörðunarinnar á ferðaþjónustu yrðu slæm. „Komur ferðamanna til landsins hafa í millitíðinni margfaldast, þannig að ég á erfitt með að sjá að þær hrakspár hafi gengið eftir,“ segir Bjarni.

Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni ...
Það fór vel á með Lilju Alfreðsdóttur og Bjarna Benediktssyni að ríkisstjórnarfundi loknum. mbl.is/Valli

Þá þýði ekki aðeins að líta til jákvæðra og neikvæðra afleiðinga af því að hætta veiðum heldur einnig mikilvægis þess fyrir sjálfstæða þjóð að taka sínar eigin ákvarðanir á grundvelli laga og alþjóðlegra skuldbindinga en láta ekki þrýsta sér til að taka ákvarðanir vegna þess að einhverjir aðrir vilja það.

„Síst af öllu finnst mér að við eigum að hlusta á þjóðir sem eru með svo margt á samviskunni sem er alvarlegra en hvalveiðar,“ segir Bjarni og nefnir í því skyni Bandaríkin, sem reglulega beiti Ísland þrýstingi vegna hvalveiða á alþjóðavettvangi en aflífi fólk með reglulegu millibili.

„Við eigum að hlusta á skoðanir þrýstihópa og alþjóðasamfélagsins, en þeir ráða ekki niðurstöðunni.“

Enn óvíst með steypireyðina

Deilt er um hvort hvalur sem veiddur var og dreginn á land í Hvalfirði fyrir rúmri viku hafi verið steypireyður, sem er friðaður, eða blendingur, afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Steypireyðurin er friðuð og  sekt liggur við því að veiða hana. Engin lög ná hins vegar utan um blendinga og er veiði á þeim því lögleg.

„Það er auðvitað stranglega bannað að skjóta hval af verndaðri tegund og við því eru viðurlög,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Við bíðum niðurstöðunnar úr þessari DNA-rannsókn og við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.

17 erlendir sérfræðingar telja dýrið steypireyði

Erlendir hvalasérfræðingar og dýraverndunarsamtök hafa í erlendum miðlum slegið því á föstu að dýrið sé steypireyður en talsmenn Hvals hf. segja dýrið blending og sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur sagt að svo líti út fyrir, af myndum að dæma. DNA-greining mun leiða hið sanna í ljós en þó ekki fyrr en með haustinu.

17 erlendir hvalasérfræðingar sendu í dag frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir teldu að dýrið hafi í raun verið steypireyður ekki blendingur, en yfirlýsingin var send fyrir hönd hópsins Stop whaling in Iceland.

Ein þeirra, dr. Marianne Rasmussen, stýrir hvalarannsóknarsetri Háskóla Íslands á Húsavík, og bréfið er merkt skólanum. Marianne er þó eini vísindamaðurinn við íslenska stofnun sem ritar undir bréfið, sem finna má í heild sinni hér að neðan.

Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og ...
Dýrið sem annaðhvort er hreinræktuð steypireyður eða afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Ljósmynd/Hard To Port
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »

„Týpískt íslenskt haustveður“

20:15 „Þetta verður týpískt íslenskt haustveður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um leiðindaveðrið sem spáð er á morgun. Í nótt má búast við hvassviðri sunna og suðvestanlands, en í fyrramálið bætir í vind um allt land. Á Meira »

Leikur sér að bragðlaukum Norðmanna

20:00 Kokkurinn Atli Már Yngvason opnaði nýverið veitingastaðinn Kötlu í Ósló og hefur hlotið einróma lof matargagnrýnenda. „Við opnuðum núna 28. ágúst og það er búið að vera opið í tvo mánuði og troðfullt á hverjum degi,“ segir Atli um opnun Kötlu. Meira »

Sendu inn tilboð en heyrðu ekki meira

19:45 Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir borgina aldrei hafa verið haft samband við sig, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn tilboði. Meira »

„Tjónið að mínu mati augljóst“

19:00 „Þetta mál er búið að taka ansi langan tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfja­sali og eig­andi Apó­teks Vest­ur­lands. Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apó­teki Vest­ur­lands fjór­ar og hálfa millj­ón í bæt­ur vegna sam­keppn­is­brota. Meira »

Skólarnir breyti samfélagi

18:45 Líklegt er að á næstu áratugum verði viðamiklar breytingar á íslensku skólakerfi þar sem hefðbundin mörk skólastiga breytast eða mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir að ræða þurfi lengingu skólaskyldu. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni en íslensk heimili. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »

Kattafló fannst á hundi hér á landi

15:52 Kattafló fannst á innfluttum hundi í einangrunarstöð fyrir gæludýr í vikunni og var greiningin staðfest af sníkjudýrafræðingum á tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Gripið verður til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsins. Meira »

Gríðarlegt álag á bráðamóttöku

15:45 Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítala er forgangsraðað eftir bráðleika vegna gríðarlegs álags sem er nú á spítalanum. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...