Þyrla flutti slasaðan hestamann

Konan var flutt með þyrlu á Landspítala til skoðunar. Frá …
Konan var flutt með þyrlu á Landspítala til skoðunar. Frá vettvangi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir á Vesturlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um klukkan fjögur í dag vegna konu sem hafði fallið af hestbaki í reiðtúr við Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við slysstað og var konan borin um borð og flutt á spítala til skoðunar. Þær upplýsingar fengust frá talsmanni Landsbjargar að konan væri ekki lífshættulega slösuð, en með falláverka.

Flestar björgunarsveitir á Vesturlandi, frá Akranesi og upp á Snæfellsnes, voru kallaðar út vegna slyssins, sem átti sér stað nokkra kílómetra frá vegi.

Tvær sveitir voru komnar á staðinn áður en þyrla Landhelgisgæslunnar mætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert