Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

Þessir ferðamenn fylgdust áhugasamir með loka undirbúningi þingfundarins.
Þessir ferðamenn fylgdust áhugasamir með loka undirbúningi þingfundarins. mbl.is/Hari

Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samninganefndir Íslands og Danmerkur undirrituðu samninginn um sambandslögin sem tóku gildi 1. desember 1918, en í honum var kveðið á um að Danmörk og Ísland væru frjáls og fullvalda ríki í sambandi um einn og sama konung.

Haldinn verður sérstakur hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum í tilefni dagsins, en á dagskránni er eitt mál; tillaga formanna stjórnmálaflokkanna um verkefni í þágu barna og ungmenna og um rannsóknir er stuðli að sjálfbærni auðlinda hafsins og nýtt hafrannsóknaskip.

Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að gott hljóð sé í starfsfólki þjóðgarðsins fyrir fundinn í dag. „Þetta verður glæsileg samkoma,“ segir Einar. Undirbúningur við gerð fundarpallsins auk ýmissa annarra verkefna í tengslum við fundinn hefur gengið vel og hafa margir lagt hönd á plóg til þess að allt gangi sem best fyrir sig, að sögn Einars.

Búist er við nokkrum þúsundum gesta, en opinn aðgangur er á fundinn, sem hefst klukkan 14. Þó eru ekki gerðar væntingar til fjölmennis á borð við það sem sótti kristnitökuhátíðina heim, segir þjóðgarðsvörður. Þá hafa ferðamenn á Þingvöllum sýnt undirbúningi og efni fundarins töluverðan áhuga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert