287 þúsund gestir á aldarafmælishátíð

Hátíðarfundur á Þingvöllum 18. júlí 2018.
Hátíðarfundur á Þingvöllum 18. júlí 2018. mbl.is/​Hari

Alls sóttu 287 þúsund gestir 459 viðburði aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Kostnaður við afmælishátíðina var 260 milljónir króna sem skiptust niður á árin 2017 og 2018, 60 milljónir á árinu 2017 og 200 milljónir á árinu 2018. Fjárhagsáætlun tók mið af fjárheimildum. Þetta kemur fram í skýrslu afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.  

Viðburðirnir voru fjölbreyttir og fóru fram um land allt hér á landi og á erlendri grundu. Alls voru haldnir 80 viðburðir erlendis og flestir í Kaupmannahöfn í Danmörku og í Berlín í Þýskalandi. 

Afmælisnefnd gerði skuldbindandi samninga að upphæð 169,4 milljónir króna af 260 milljónum króna sem runnu til verkefnisins. Gerður var skuldbindandi samningur við eftirtalda aðila: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, um sýninguna Lífsblómið – Fullveldi Íslands í 100 ár, að upphæð 34,2 milljónir króna. Saga forlag, vegna hátíðarútgáfu af Íslendingasögunum, 30 milljónir króna. Sögufélag, vegna ritunar og útgáfu bókanna Frjálst og fullvalda ríki: Ísland 1918–2018 og Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, 31,9 milljónir kr.

Forsvarsmenn verkefna sem valin voru á dagskrá afmælisársins að upphæð 75 milljónir kr. Lækkaðir styrkir og niðurfelld styrkloforð voru 1,7 milljónir kr. Alls námu því samningar vegna verkefna 73,3 milljónum kr. 

Rekstrarkostnaður var um 8,4 milljónir króna, kynningarmál 21,6 milljónir króna og laun og launatengd gjöld um 34,5 milljónir króna. Heildarkostnaður við afmælisárið var því 244,8 milljónir króna um 94% af heildarfjárveitingu til afmælisársins. Þetta kemur fram í skýrslunni.  

Fréttin hefur verið uppfærð.

Í upphaflegu fréttinni mátti ráða að afmælisnefnd aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands hafi séð um framkvæmd og kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí síðastliðinn. Það er ekki rétt.

Auk fyrrgreindra verkefna afmælisnefndar var kveðið á um sjö önnur verkefni í þingsályktunartillögu um fullveldisafmælið. Framkvæmd þeirra verkefna var meðal annars á höndum starfsmanna Alþingis, stofnana og ráðuneyta en ekki afmælisnefndarinnar. 

Undirbúningur og framkvæmd hátíðarfundarins á Þingvöllum var í höndum starfsmanna Alþingis sem kostaði tæp­ar 87 millj­ón­ir króna. Þegar heildarkostnaðurinn var birtur á vef Alþingis segir að hann hafi verið nokkuð um­fram áætl­un, en upp­haf­leg kostnaðaráætl­un, sem miðaðist við fram­kvæmd sam­bæri­legs viðburðar fyr­ir 18 árum, hljóðaði upp á 45 millj­ón­ir krónaHelsta ástæðan fyrir framúrkeyrslu var kostnaður við lýsingu og hljóð.   

Einungis hluti verkefnanna var í höndum afmælisnefndarinnar. Bent hefur verið á það auki ekki gegnsæi á kostnað verkefnisins að margir sjái um framkvæmd þeirra.  

mbl.is

Innlent »

Dúxinn með 9,83 í MH

21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

í gær Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...