Ekki verið að halda upp á afmæli Piu

Helga Vala Helgadóttir segist hafa verið að mótmæla þeim heiðurssessi ...
Helga Vala Helgadóttir segist hafa verið að mótmæla þeim heiðurssessi sem Kjærsgaard var veittur, ekki veru hennar sem slíkri. mbl.is/​Hari

„Fyrir mér var þetta mikil sólarhrings hugarangist, þegar ég áttaði mig á að hún var að fara að tala þarna.“ Þetta sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun, er hún var spurð út í þátttöku sína í hátíðarþingfundi í tilefni fullveldisafmælisins og þátttöku Piu Kjærsgaard, þingfulltrúa danska þingsins, í dagskránni.  

„Ég mætti á Þingvelli,“ segir Helga Vala og kveðst skilja afstöðu Pírata sem sniðgengu fundinn, enda hafi það kostað sig hugarangist að vita af þátttöku Kjærsgaard. „Fyrir mér var þessi viðburður á Þingvöllum þingfundur,“ sagði hún. „Þetta var ekki afmæli Piu og þetta var ekki hátíðarfundur til heiðurs Piu Kjærsgaard. Þannig að að sjálfsögðu mæti ég á þingfundinn og hefði mætt á hátíðarfund líka ef svo hefði verið, af því að við vorum að halda upp á þennan 100 ára afmælissamning um fullveldi Íslands.“

Hún hafi því bara sest í brekkuna á Þingvöllum er hún stóð upp frá ræðu Kjærsgaard og hlustað þar á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, er hann flutti sína tölu.

Helga Vala sést hér ganga burt er Kjærsgaard hóf ræðu ...
Helga Vala sést hér ganga burt er Kjærsgaard hóf ræðu sína. mbl.is/Hari

Veittur sérstakur heiðurssess

„Um kvöldið er heldur ekki um að ræða afmæli Piu Kjærsgaard og það er ekki heldur verið að halda upp á hennar veru á Íslandi eða veita henni einhverja hátíðarsamkomu. Hún er hins vegar fengin til að tala á báðum stöðum og er veittur sérstakur heiðurssess við hliðina á forsetahjónunum á Þingvöllum og það var það sem ég var að mótmæla,“ sagði Helga Vala.

„Þingforsetar annarra ríkja sátu bara með öðrum hátíðargestum og ég hefði ekkert staðið upp og yfirgefið svæðið ef hún, eins og aðrir þingforsetar, hefði bara setið þar.“

Helgi Seljan spurði Helgu Völu því næst hvers vegna henni hafi verið illa við að sitja undir ræðum Kjærsgaard. „Frá því að Pia Kjærsgaard hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum 20 árum hefur hún með orðum sínum og gjörðum haft uppi mjög meiðandi ummæli um ákveðna þjóðfélagshópa,“ sagði hún. Kjærsgaard hafi veist að fólki sem hefur litla rödd í dönsku og evrópsku samfélagi.  Hún hafi verið leiðandi í hatursorðræðu í garð útlendinga, innflytjenda og flóttamanna.

Aðrir hafi fylkt sér í kringum þessa stefnu Kjærsgaard með svipuðum hætti og hafi beinlínis meitt fjölda fólks.

„Við erum að tala um að byggja undir aðskilnað og hennar aðgerðir hafa verið afgerandi í því.“

mbl.is

Innlent »

Dúxinn með 9,83 í MH

21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

í gær Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Nudd Nudd Nudd. Relaxing massage downtown Akureyri. S. 7660348, Alina...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...