Ekki verið að halda upp á afmæli Piu

Helga Vala Helgadóttir segist hafa verið að mótmæla þeim heiðurssessi ...
Helga Vala Helgadóttir segist hafa verið að mótmæla þeim heiðurssessi sem Kjærsgaard var veittur, ekki veru hennar sem slíkri. mbl.is/​Hari

„Fyrir mér var þetta mikil sólarhrings hugarangist, þegar ég áttaði mig á að hún var að fara að tala þarna.“ Þetta sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun, er hún var spurð út í þátttöku sína í hátíðarþingfundi í tilefni fullveldisafmælisins og þátttöku Piu Kjærsgaard, þingfulltrúa danska þingsins, í dagskránni.  

„Ég mætti á Þingvelli,“ segir Helga Vala og kveðst skilja afstöðu Pírata sem sniðgengu fundinn, enda hafi það kostað sig hugarangist að vita af þátttöku Kjærsgaard. „Fyrir mér var þessi viðburður á Þingvöllum þingfundur,“ sagði hún. „Þetta var ekki afmæli Piu og þetta var ekki hátíðarfundur til heiðurs Piu Kjærsgaard. Þannig að að sjálfsögðu mæti ég á þingfundinn og hefði mætt á hátíðarfund líka ef svo hefði verið, af því að við vorum að halda upp á þennan 100 ára afmælissamning um fullveldi Íslands.“

Hún hafi því bara sest í brekkuna á Þingvöllum er hún stóð upp frá ræðu Kjærsgaard og hlustað þar á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, er hann flutti sína tölu.

Helga Vala sést hér ganga burt er Kjærsgaard hóf ræðu ...
Helga Vala sést hér ganga burt er Kjærsgaard hóf ræðu sína. mbl.is/Hari

Veittur sérstakur heiðurssess

„Um kvöldið er heldur ekki um að ræða afmæli Piu Kjærsgaard og það er ekki heldur verið að halda upp á hennar veru á Íslandi eða veita henni einhverja hátíðarsamkomu. Hún er hins vegar fengin til að tala á báðum stöðum og er veittur sérstakur heiðurssess við hliðina á forsetahjónunum á Þingvöllum og það var það sem ég var að mótmæla,“ sagði Helga Vala.

„Þingforsetar annarra ríkja sátu bara með öðrum hátíðargestum og ég hefði ekkert staðið upp og yfirgefið svæðið ef hún, eins og aðrir þingforsetar, hefði bara setið þar.“

Helgi Seljan spurði Helgu Völu því næst hvers vegna henni hafi verið illa við að sitja undir ræðum Kjærsgaard. „Frá því að Pia Kjærsgaard hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum 20 árum hefur hún með orðum sínum og gjörðum haft uppi mjög meiðandi ummæli um ákveðna þjóðfélagshópa,“ sagði hún. Kjærsgaard hafi veist að fólki sem hefur litla rödd í dönsku og evrópsku samfélagi.  Hún hafi verið leiðandi í hatursorðræðu í garð útlendinga, innflytjenda og flóttamanna.

Aðrir hafi fylkt sér í kringum þessa stefnu Kjærsgaard með svipuðum hætti og hafi beinlínis meitt fjölda fólks.

„Við erum að tala um að byggja undir aðskilnað og hennar aðgerðir hafa verið afgerandi í því.“

mbl.is

Innlent »

Stefna nú á 1,5 milljón í róðrinum

16:30 Söfnun slökkviliðsmanna fyrir Frú Ragnheiði í Kringlunni gengur vonum framar. Fljótlega varð ljóst að það myndi takast að safna fyrir æðaleitartæki um borð í bílinn sem bætir öryggi hjá sprautufíklum. Forláta róðrarvél verður boðin upp í söfnuninni á föstudag en fjármagnið nýtist Frú Ragnheiði vel. Meira »

Hófleg áhætta í fjármálakerfinu

16:24 Tiltölulega hófleg áhætta er í fjármálakerfinu að mati fjármálastöðugleikaráðs en ráðið fundaði í fimmta sinn á þessu ári í dag. Hefur áhættan lítið breyst frá síðasta fundi ráðsins. Áfram slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en nokkur óvissa ríkir um framvinduna í ferðaþjónustu og áhrif kjarasamninga á efnahagslífið. Meira »

Kúlublys tekið úr umferð

16:23 Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í kjölfar rannsóknar sem Umhverfisstofnun gerði á skoteldum.  Meira »

Ákærður fyrir tilraun til nauðgunar

15:56 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa að morgni dags árið 2016 reynt að hafa samræði eða önnur kynferðismök við stúlku án hennar samþykkis með því að að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung í íbúð í Reykjavík þar sem maðurinn var gestkomandi. Meira »

Þeim sem senda jólakort fækkar enn

15:33 Nær helmingur landsmanna ætlar ekki að senda jólakort í ár, hvorki með bréfpósti né rafrænt, og hefur þeim fjölgað um rúm sextán prósent frá árinu 2015. Þetta kemur fram í könnun MMR á jólakortasendingum Íslendinga sem framkvæmd var í byrjun desember. Meira »

Fordæmir ummæli Bjarna

15:22 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefur sent frá sér ályktun þar sem fordæmt er að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velji „að beita hótunum í stað lausna“ verði samið um kjarabætur fyrir verkafólks sem verði honum ekki að skapi. Meira »

Fundaði með ráðherra húsnæðismála í Svíþjóð

15:15 Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, átti fund í dag með Peter Eriksson, ráðherra húsnæðismála og stafrænnar þróunar í Svíþjóð og Anders Gertsen, skrifstofustjóra hjá Norrænu ráðherranefndinni. Meira »

Bók efst á óskalista landsmanna

15:07 Bók er efst á óskalista landsmanna fyrir þessi jól ef marka má niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup. 22,5% Íslendinga óska sér bókar í jólagjöf eða ríflega fimmtungur þeirra sem taka afstöðu. Meira »

Eitthvað stærra en maður sjálfur

15:00 „Þá fóru þessir draugar að koma inn í söguna og segja má að þeir hafi tekið yfir stjórnina,“ segir Bergsveinn Birgisson um það þegar hann skrifaði bókina Lifandilífslæk. Meira »

Efast um lögmæti „tvírannsóknar“

14:51 Lögmaður Báru Halldórsdóttur setur spurningamerki við það hvort þingmenn Miðflokksins sem voru hljóðritaðir á barnum Klaustri geta höfðað einkamál gegn henni á sama tíma og Persónuvernd myndi rannsaka málið. Þannig sæti Bára rannsókn og refsikröfum á tveimur mismunandi stöðum á sama tíma. Meira »

Lágu í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð

14:40 „Þetta var voðalegur brælutúr og við lágum til dæmis í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð til að bíða af okkur illviðri. Einnig var túrinn styttur vegna veðurs. Hins vegar var alltaf góð veiði þegar gaf og ekkert undan því að kvarta.“ Meira »

Ákveður kvóta fyrir kolmunna og síld

14:39 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerðir um heildarkvóta Íslands í kolmunna og norsk-íslenskri síld fyrir árið 2019. Ekki er í reglugerðunum gert ráð fyrir heimild til handa íslenskum skipum til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld í færeyskri lögsögu árið 2019. Meira »

Rukka ekki öryrkja og aldraða

14:38 Hætt verður að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar næstkomandi. Gildir það hvort sem um er að ræða komu á dagvinnutíma eða á öðrum tíma sólarhringsins samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Hrund ráðin framkvæmdastjóri Festu

14:31 Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, og mun hún hefja störf í febrúar. Meira »

Vill að embætti séu auglýst

14:31 „BHM gerir kröfu til stjórnvalda um vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá eru það vandaðir stjórnsýsluhættir að auglýsa þegar til stendur að ráðstafa takmörkuðum gæðum, sem fyrirsjáanlegt er að færri geta fengið en vilja.“ Meira »

Gott veður og óvenjugóð færð

14:30 Veðrið hefur verið mjög gott það sem af er desember í Árnes­hreppi á Strönd­um. Veðurhæð hefur að mestu verið róleg þótt aðeins hafi blásið hluta úr dögum, samkvæmt Jóni G. Guðjóns­syni, veður­at­hug­un­ar­manni í Litlu-Ávík. Meira »

Áfram í farbanni vegna 6 kílóa af hassi

14:18 Héraðsdómur Suðurlands staðfesti í dag beiðni lögreglu um áframhaldandi farbann yfir ungum manni sem var handtekinn próflaus og undir áhrifum fíkniefna á vanbúinni bifreið á Suðurlandsvegi 7. nóvember. Við leit í bifreiðinni fundust tæp sex kíló af hassi. Meira »

Sigrún, Kári og rektor ræða uppsögnina

14:12 Sigrún Helga Lund, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sitja nú á fundi þar sem uppsögn Sigrúnar er til umræðu. Meira »

Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu áreitni

13:40 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnar Sigrúnar Helgu Lund, pró­fess­ors í líf­töl­fræði Há­skóla Íslands. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Við kaup og sölu fasteigna.
Ertu í söluhugleiðingum. Hafðu þá samband við mig....