Píratar gerðu engar athugasemdir við komu Kjærsgaard

Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. mbl.is/Eggert

„Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is., um þá ákvörðun að bjóða Kjærsgaard til hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í dag.

„Hún er boðin sem slík og er hér í krafti þess embættis. Vegna hinna sérstöku tengsla Dana við þennan atburð þá var það sjálfgefið að mér fannst, og allra sem töldu, að forseti þingsins myndi hafa sérstaka stöðu í þessu hátíðarhaldi,“ sagði Steingrímur einnig.

Umdeild ákvörðun

Ákvörðunin um að bjóða Kjærsgaard að halda ræðu á þessum sögulega viðburði hefur vakið upp blendnar tilfinningar í þjóðfélaginu eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag.

Þingflokkur Pírata sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tilkynnt var að flokkurinn myndi sniðganga hátíðarhöldin þar sem að ákvörðun um að „bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu“ að ávarpa Alþingi væri óforsvaranleg. Þá hefur verið greint frá því að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi gengið af þingpöllum þegar Pia hóf ræðu sína.

Leiðinlegt að Píratar hafi ekki tekið þátt

Steingrími þykir leiðinlegt að Píratar hafi ekki tekið þátt í hátíðarhöldunum í dag og taldi engan ágreining ríkja um komu Piu Kjærsgaard enda hafi undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma.

„Mér finnst það auðvitað miður og aðallega leiðinlegt fyrir þau að geta ekki tekið þátt í þessu með okkur. Þetta var allt saman undirbúið í mjög góðu og miklu samráði allra flokka og ég hafði ekki hugmynd um að það væri ágreiningur um eitt eða neitt í þeim efnum fyrr en í hádeginu í dag. Þetta kom mér í opna skjöldu,“ útskýrir Steingrímur og segir það hafi legið lengi fyrir að væntanlega yrði það forseti danska þingsins sem yrði ræðumaður á viðburðinum fyrir hönd Danmerkur.

Píratar voru upplýstir

„Það var síðast farið yfir þetta í gær á fundum en auðvitað er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Þar áttu Píratar sína fulltrúa og það gerði enginn athugasemdir þannig að ég hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að menn ætluðu ekki að gera athugasemdir eða gera stórt mál úr einhverju í þeim efnum. Það er í öllu falli alveg ljóst að Píratar vissu alveg um þetta og voru upplýstir um þetta eins og aðrir,“ bætir hann við.

En það skiptir kannski ekki öllu máli. Menn geta svo bara velt því fyrir sér efnislega hvort þeir séu sammála þeirri afstöðu sem þarna er tekin. Þetta eru í raun samskipti við eina af okkar vinaþjóðum, og Danir voru nú aðilar að samningunum hverra afmæli við erum að halda upp á. Þar léku þjóðþingin, danska þingið og Alþingi Íslendinga, lykilhlutverk. Það einhvern veginn lá nú bara strax fyrir að ef það kæmi til forseti Dana eða hvaða fulltrúi sem það yrði, þá myndi hann verða í sérstöku hlutverki,“ segir Steingrímur einnig.

Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður þingflokks Pírata, sagði við mbl.is í dag að hann hafi fyrst komist að því hver yrði hátíðarræðumaður á þingflokki formanna í gær. Hann sagðist ekki hafa kveikt strax á perunni. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur gagnrýnt Steingrím fyrir þá ákvörðun að bjóða Piu að halda ræðu við hátíðarhöldin en hann var staddur á fundi forsætisnefndar í gær þar sem aðkoma Piu var rædd en hann gerði ekki athugasemdir við hana.

Kjærsgaard vissulega umdeild

Steingrímur telur það síður eiga við að draga stjórnmálaafstöðu eða fyrri störf stjórnmálamanna inn í slíka umræðu þegar þeir hafa verið kosnir forsetar þjóðþinga því þá dragi stjórnmálamenn sig út úr pólitískri umræðu.

„Forsetar draga sig út úr allri pólitískri umræðu og ef allt er í góðu þá eru þeir bara hlutlausir og vandaðir forsetar þinga og afsala sér í raun og veru rétti til að blanda sér í pólitíkina. Þannig að það mætti frekar heimfæra þetta upp á þá sem eru áfram virkir í pólitískri baráttu með sín sjónarmið,“ segir hann.

Steingrímur áttar sig þó á því að Pia hefur verið umdeild sem stjórnmálamaður.

„En núna er hún forseti danska þingsins. Hún er kosin af þingmönnum til að vera í forystu fyrir sig og Danmörk er nú ein okkar bræðra- og vinaþjóða og mér finnst þar af leiðandi að það þurfi nú meira en þetta til að taka ekki gildan þann þingforseta sem Danir hafa kosið sér,“ segir Steingrímur og kveðst vera leiður yfir yfir því en að öðru leyti ánægður með hátíðina.

Pia Kjærsgaard.
Pia Kjærsgaard. Ljósmynd/Twitter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fimm burðarstólpar hættu í fyrra

13:37 Reiknað er með því að ákvarðanir verði teknar á næstu vikum af hálfu stjórnvalda vegna stöðunnar sem er uppi hjá loðdýrabændum. Fimm burðarstólpar hættu í loðdýrarækt í fyrra. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar. Meira »

„Ómetanlegt og óbætanlegt tjón“

13:27 „Mestu sárindin eru minjarnar okkar, það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón,“ segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, tölvubúnaður og rafmagn varð fyrir einnig illa úti á Hlíðarenda þegar kaldavatnsinntak gaf sig í nótt. Mögulega þarf að fá rafstöð til að fá rafmagn aftur á húsið. Meira »

Jákvætt að tilkynningum hafi fjölgað

12:35 Áhrif heimilisofbeldis á börn eru þau sömu og ef börnin yrðu sjálf fyrir ofbeldi. Þetta sagði Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, á ráðstefnunni „Gerum betur“ um vinnu í tengslum við heimilisofbeldismál. Meira »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Svona var aðkoman að Hlíðarenda

11:21 Mikið vatn var í kjallaranum á Hlíðarenda á morgun. Þjálfarar Vals voru mættir klukkan sex til þess að undirbúa morgunæfingar og mættu miklum vatnsflaumi þegar þeir fóru niður í kjallara til að sækja bolta. Þeir mynduðu aðstæður sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

11:20 Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld. Meira »

Heimilið á ekki að vera staður ofbeldis

11:02 „Það væri best ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur og efna til vitundarvakningar um heimilisofbeldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni „Gerum betur“ í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Meira »

Játa íkveikju í Laugalækjarskóla

10:30 Þrír karlmenn hafa játað að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í byrjun mánaðarins. Lögreglan handtók mennina, sem eru á þrítugsaldri, eftir ábendingu sem henni barst fyrir um viku. Meira »

Sýslumaður sekti vegna heimagistingar

10:27 Lagt er til í lagafrumvarpi á samráðsgátt stjórnvalda að sýslumaður geti lagt stjórnvaldssektir á þá sem reka leyfisskylda gististarfsemi án leyfis. Samkvæmt núgildandi löggjöf ber sýslumanni að senda slík brot áfram til viðkomandi lögreglustjóra. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

10:15 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

Ráðstefna um heimilisofbeldismál

09:55 Ráðstefnan „Gerum betur“ er haldin á Hótel Natura í dag og hefst klukkan 10.00 en umfjöllunarefnið er samvinna í heimilisofbeldismálum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni. Meira »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...