Píratar gerðu engar athugasemdir við komu Kjærsgaard

Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. mbl.is/Eggert

„Eins og ég hef reynt að margsegja í dag þá er Pia Kjærsgaard ekki boðin hingað sem Pia Kjærsgaard eða vegna skoðana sinna. Hún er forseti danska þingsins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is., um þá ákvörðun að bjóða Kjærsgaard til hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í dag.

„Hún er boðin sem slík og er hér í krafti þess embættis. Vegna hinna sérstöku tengsla Dana við þennan atburð þá var það sjálfgefið að mér fannst, og allra sem töldu, að forseti þingsins myndi hafa sérstaka stöðu í þessu hátíðarhaldi,“ sagði Steingrímur einnig.

Umdeild ákvörðun

Ákvörðunin um að bjóða Kjærsgaard að halda ræðu á þessum sögulega viðburði hefur vakið upp blendnar tilfinningar í þjóðfélaginu eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í dag.

Þingflokkur Pírata sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tilkynnt var að flokkurinn myndi sniðganga hátíðarhöldin þar sem að ákvörðun um að „bjóða einum helsta höfundi og talsmanni útlendingaandúðar í Evrópu“ að ávarpa Alþingi væri óforsvaranleg. Þá hefur verið greint frá því að Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi gengið af þingpöllum þegar Pia hóf ræðu sína.

Leiðinlegt að Píratar hafi ekki tekið þátt

Steingrími þykir leiðinlegt að Píratar hafi ekki tekið þátt í hátíðarhöldunum í dag og taldi engan ágreining ríkja um komu Piu Kjærsgaard enda hafi undirbúningur staðið yfir í nokkurn tíma.

„Mér finnst það auðvitað miður og aðallega leiðinlegt fyrir þau að geta ekki tekið þátt í þessu með okkur. Þetta var allt saman undirbúið í mjög góðu og miklu samráði allra flokka og ég hafði ekki hugmynd um að það væri ágreiningur um eitt eða neitt í þeim efnum fyrr en í hádeginu í dag. Þetta kom mér í opna skjöldu,“ útskýrir Steingrímur og segir það hafi legið lengi fyrir að væntanlega yrði það forseti danska þingsins sem yrði ræðumaður á viðburðinum fyrir hönd Danmerkur.

Píratar voru upplýstir

„Það var síðast farið yfir þetta í gær á fundum en auðvitað er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Þar áttu Píratar sína fulltrúa og það gerði enginn athugasemdir þannig að ég hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að menn ætluðu ekki að gera athugasemdir eða gera stórt mál úr einhverju í þeim efnum. Það er í öllu falli alveg ljóst að Píratar vissu alveg um þetta og voru upplýstir um þetta eins og aðrir,“ bætir hann við.

En það skiptir kannski ekki öllu máli. Menn geta svo bara velt því fyrir sér efnislega hvort þeir séu sammála þeirri afstöðu sem þarna er tekin. Þetta eru í raun samskipti við eina af okkar vinaþjóðum, og Danir voru nú aðilar að samningunum hverra afmæli við erum að halda upp á. Þar léku þjóðþingin, danska þingið og Alþingi Íslendinga, lykilhlutverk. Það einhvern veginn lá nú bara strax fyrir að ef það kæmi til forseti Dana eða hvaða fulltrúi sem það yrði, þá myndi hann verða í sérstöku hlutverki,“ segir Steingrímur einnig.

Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður þingflokks Pírata, sagði við mbl.is í dag að hann hafi fyrst komist að því hver yrði hátíðarræðumaður á þingflokki formanna í gær. Hann sagðist ekki hafa kveikt strax á perunni. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur gagnrýnt Steingrím fyrir þá ákvörðun að bjóða Piu að halda ræðu við hátíðarhöldin en hann var staddur á fundi forsætisnefndar í gær þar sem aðkoma Piu var rædd en hann gerði ekki athugasemdir við hana.

Kjærsgaard vissulega umdeild

Steingrímur telur það síður eiga við að draga stjórnmálaafstöðu eða fyrri störf stjórnmálamanna inn í slíka umræðu þegar þeir hafa verið kosnir forsetar þjóðþinga því þá dragi stjórnmálamenn sig út úr pólitískri umræðu.

„Forsetar draga sig út úr allri pólitískri umræðu og ef allt er í góðu þá eru þeir bara hlutlausir og vandaðir forsetar þinga og afsala sér í raun og veru rétti til að blanda sér í pólitíkina. Þannig að það mætti frekar heimfæra þetta upp á þá sem eru áfram virkir í pólitískri baráttu með sín sjónarmið,“ segir hann.

Steingrímur áttar sig þó á því að Pia hefur verið umdeild sem stjórnmálamaður.

„En núna er hún forseti danska þingsins. Hún er kosin af þingmönnum til að vera í forystu fyrir sig og Danmörk er nú ein okkar bræðra- og vinaþjóða og mér finnst þar af leiðandi að það þurfi nú meira en þetta til að taka ekki gildan þann þingforseta sem Danir hafa kosið sér,“ segir Steingrímur og kveðst vera leiður yfir yfir því en að öðru leyti ánægður með hátíðina.

Pia Kjærsgaard.
Pia Kjærsgaard. Ljósmynd/Twitter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

BDSM hneigður transmaður

09:54 Það eru mjög miklir fordómar ríkjandi gagnvart BDSMhneigðum. Þetta kom fram í máli Sólhrafns Elí Gunnars sem er BDSMhneigður transmaður. Hann heimsótti Ísland vaknar og opnaði græjutöskuna og sýndi áhorfendum tæki eins og svipur, bönd og skæri. Meira »

Nýtt meðferðarheimili verði í Garðabæ

09:50 Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ.  Meira »

Launamunur kynja minnstur hér á landi

08:31 Konur í heiminum þénuðu að meðaltali 68% af launum karla árið 2018, en á Íslandi er launamunurinn minnstur þegar kemur að sambærilegum störfum, en hérlendis þénuðu konur tæplega 86% af launum karla. Meira »

Fleiri fóru til sýslumanns heldur en prests

08:18 Nærri lætur að annað hvert par sem gifti sig í síðasta mánuði hafi fengið sýslumann til að annast athöfnina. Í nóvember stofnuðu 242 einstaklingar til hjúskapar og af þeim gengu 122 í hjúskap hjá sýslumanni eða 50,4%. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu fyrir utan Norðaustur- og Austurland, þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...