Metfjöldi hundrað ára og eldri

Jónas Ragnarsson hefur lengi safnað upplýsingum um langlífa Íslendinga.
Jónas Ragnarsson hefur lengi safnað upplýsingum um langlífa Íslendinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í júnímánuði var sett met þegar fjöldi hundrað ára og eldri á lífi fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu. Nú eru þeir 53, 15 karlar og 38 konur.“

Þetta segir Jónas Ragnarsson í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þá segir hann að elstu staðfestu upplýsingarnar um Íslending sem náði 100 ára aldri séu frá 1866 og að vitað sé um 725 sem orðið hafa hundrað ára. Jensína Andrésdóttir er elst Íslendinga, 108 ára, en elstur karla er Theodór Jóhannesson, eða 104 ára. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert