„Fimm þúsund í dauðagildru“

Áætlanir um að koma upp tveimur hringtorgum á Þingvallavegi eru í auglýsingaferli, en ekki er þó gert ráð fyrir framkvæmdinni á samgönguáætlun sem gildir til loka þessa árs.

Þórarinn Jónasson hefur búið í Mosfellsdal og rekið þar hestaleiguna Laxnes í rúm fimmtíu ár. Hann segist vera hrifinn af hugmyndinni um hringtorg, en segir ekki síður þörf á undirgöngum á svæðinu.

„Það eru undirgöng þarna neðst í dalnum. Það er búið að vera á döfinni núna í tíu ár að setja undirgöng hérna upp frá. Ég er með stærstu ferðaþjónustu í Mosfellsbæ og þarf að setja þrjá [starfsmenn] upp á veg til þess að standa á miðjum veginum og stoppa umferðina,“ segir Þórarinn. „Það er dauðagildra á leiðinni þarna hjá mér. Það er beygja þegar bílarnir koma ofan af og þar er einnig komið svo mikið af trjám og hef ég verið að reyna að skera þau niður,“ segir Þórarinn og bætir við að hraðinn á veginum sé gjarnan gríðarlegur.

„Hættan er sú að stærsta ferðaþjónusta í Mosfellsbæ er með fimm þúsund manns í dauðagildru á ári því það vantar undirgöng.“

Hann segir þó að honum lítist einnig vel á að bætt verði hringtorgum við á svæðinu sem og óbrotinni línu til að koma í veg fyrir framúrakstur. „Þó að það kæmi ekki nema bara eitt hringtorg þá myndi það hafa mikið að segja,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert