Hátíðir um verslunarmannahelgina

Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina.
Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Kort/mbl.is

Nú styttist í að verslunarmannahelgin gangi í garð með tilheyrandi hátíðarhöldum um allt land. Mbl.is tók saman helstu hátíðir sem verða haldnar um og yfir helgina.

Þjóðhátíð í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin að venju og verður mikið um að vera í Herjólfsdal líkt og vanalega. Meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem munu koma fram eru Páll Óskar, JóiPé og Króli, Írafar og Jóhanna Guðrún. Brennan, flugeldarnir og brekkusöngurinn verða á sínum stað. Búist er við sól og blíðu í Vestmannaeyjum um helgina.

Frá þjóðhátíð.
Frá þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Innipúkinn 

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í Reykjavík og verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardagskrá á stöðunum Húrra og Gauknum. Einnig verður boðið upp á götuhátíð meðan á hátíðinni stendur fyrir framan tónleikastaði. Aron Can, Mugison, Svala og fleiri góðir munu troða upp.

Akureyri

Tvær hátíðir verða á Akureyri um helgina. Íslensku sumarleikarnir munu fara þar fram og þá verður hátíðin Ein með öllu á sínum stað. Þétt dagskrá verður alla helgina sem hentar öllum aldurshópum. Fjölmargir tónlistar- og menningarviðburðir verða haldnir og þá verður keppt í ýmsum íþróttargreinum, t.d. Kirkjutröppuhlaupinu.

Mýrarbolti

Evrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið í 15. sinn um helgina og fer það fram í Bolungarvík. Skráning liða fer fram á vefsíðu Mýrarboltans en einstaklingar án liðs geta einnig mætt og skráð sig í svokallað „skraplið“ og lið sem vantar liðsfélaga. Daði Freyr heldur uppi stuðinu á dansleik á laugardagskvöldið og JóiPé og Króli mæta á lokahóf Mýrarboltans á sunnudagskvöld.

Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík.
Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Neistaflug

Neistaflug verður í Neskaupstað frá miðvikudegi til sunnudags og dagskráin þar verður þétt og fjölskylduvæn. Margt verður um að vera til dæmis golfmót, kassabílarallý, og barsvar. Einar Ágúst, Dúndurfréttir, Stjórnin og Stuðmenn munu koma fram meðal annarra og þá lætur Íþróttaálfurinn sjá sig ásamt fleirum góðum gestum.

Flúðir um versló

Hátíðin Flúðir um versló verður haldin á Flúðum um helgina. Dagskráin hefst á fimmtudag með tónleikum KK-bandsins. Yfir helgina verður mikil dagskrá. Meðal viðburða er uppistand Sóla Hólm, traktortorfæra, leikhópurinn Lotta kemur fram og þá fer fram furðubátakeppni. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Páll Óskar, 200.000 naglbítar, Stuðlabandið og Stefán Hilmarsson. Á sunnudagskvöld verður brenna og brekkusöngur.

Sæludagar í Vatnaskógi

KFUM og KFUK á Íslandi standa  fyrir Sæludögum, vímulausri fjölskylduhátíð, í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Hægt verður að fá lánaða báta og fara út á vatn, taka þátt í knattspyrnumóti og þá fer söng- og hæfileikasýning fram svo eitthvað sé nefnt. Morgunverðarhlaðborð verður frá föstudegi til mánudags.

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem hefur verið haldin frá árinu 1992. Mótið í ár fer fram í Þorlákshöfn. Keppt verður í gríðarlegum fjölda íþróttagreina svo sem bogfimi, frisbígolfi, frjálsíþróttum, glímu og knattspyrnu. DJ Dóra Júlía, Flóni, Emmsjé Gauti og fleiri koma fram í Þorlákshöfn um helgina.

Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016.
Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016. mbl.is/Theódór Kristinn Þórðarson

Kotmót

Kotmót Hvítasunnukirkjunnar er haldið í Kirkjulækjarkoti um helgina. Ásamt hinni hefðbundnu dagskrá verður unglingadagskrá sem og barnamót fyrir yngstu börnin. Ræðumaður mótsins í ár er Andreas Nielsen.

Norðanpaunk

Norðanpaunk er þriggja daga tónlistarhátíð sem verður haldin á Laugarbakka, smábæ í um það bil tveggja tíma fjarlægð norður af Reykjavík. Rúmlega 40 tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma þar fram.

mbl.is

Innlent »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar í Sri Lanka óhultir

14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru í Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...