Hátíðir um verslunarmannahelgina

Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina.
Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Kort/mbl.is

Nú styttist í að verslunarmannahelgin gangi í garð með tilheyrandi hátíðarhöldum um allt land. Mbl.is tók saman helstu hátíðir sem verða haldnar um og yfir helgina.

Þjóðhátíð í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin að venju og verður mikið um að vera í Herjólfsdal líkt og vanalega. Meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem munu koma fram eru Páll Óskar, JóiPé og Króli, Írafar og Jóhanna Guðrún. Brennan, flugeldarnir og brekkusöngurinn verða á sínum stað. Búist er við sól og blíðu í Vestmannaeyjum um helgina.

Frá þjóðhátíð.
Frá þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Innipúkinn 

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í Reykjavík og verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardagskrá á stöðunum Húrra og Gauknum. Einnig verður boðið upp á götuhátíð meðan á hátíðinni stendur fyrir framan tónleikastaði. Aron Can, Mugison, Svala og fleiri góðir munu troða upp.

Akureyri

Tvær hátíðir verða á Akureyri um helgina. Íslensku sumarleikarnir munu fara þar fram og þá verður hátíðin Ein með öllu á sínum stað. Þétt dagskrá verður alla helgina sem hentar öllum aldurshópum. Fjölmargir tónlistar- og menningarviðburðir verða haldnir og þá verður keppt í ýmsum íþróttargreinum, t.d. Kirkjutröppuhlaupinu.

Mýrarbolti

Evrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið í 15. sinn um helgina og fer það fram í Bolungarvík. Skráning liða fer fram á vefsíðu Mýrarboltans en einstaklingar án liðs geta einnig mætt og skráð sig í svokallað „skraplið“ og lið sem vantar liðsfélaga. Daði Freyr heldur uppi stuðinu á dansleik á laugardagskvöldið og JóiPé og Króli mæta á lokahóf Mýrarboltans á sunnudagskvöld.

Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík.
Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Neistaflug

Neistaflug verður í Neskaupstað frá miðvikudegi til sunnudags og dagskráin þar verður þétt og fjölskylduvæn. Margt verður um að vera til dæmis golfmót, kassabílarallý, og barsvar. Einar Ágúst, Dúndurfréttir, Stjórnin og Stuðmenn munu koma fram meðal annarra og þá lætur Íþróttaálfurinn sjá sig ásamt fleirum góðum gestum.

Flúðir um versló

Hátíðin Flúðir um versló verður haldin á Flúðum um helgina. Dagskráin hefst á fimmtudag með tónleikum KK-bandsins. Yfir helgina verður mikil dagskrá. Meðal viðburða er uppistand Sóla Hólm, traktortorfæra, leikhópurinn Lotta kemur fram og þá fer fram furðubátakeppni. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Páll Óskar, 200.000 naglbítar, Stuðlabandið og Stefán Hilmarsson. Á sunnudagskvöld verður brenna og brekkusöngur.

Sæludagar í Vatnaskógi

KFUM og KFUK á Íslandi standa  fyrir Sæludögum, vímulausri fjölskylduhátíð, í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Hægt verður að fá lánaða báta og fara út á vatn, taka þátt í knattspyrnumóti og þá fer söng- og hæfileikasýning fram svo eitthvað sé nefnt. Morgunverðarhlaðborð verður frá föstudegi til mánudags.

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem hefur verið haldin frá árinu 1992. Mótið í ár fer fram í Þorlákshöfn. Keppt verður í gríðarlegum fjölda íþróttagreina svo sem bogfimi, frisbígolfi, frjálsíþróttum, glímu og knattspyrnu. DJ Dóra Júlía, Flóni, Emmsjé Gauti og fleiri koma fram í Þorlákshöfn um helgina.

Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016.
Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016. mbl.is/Theódór Kristinn Þórðarson

Kotmót

Kotmót Hvítasunnukirkjunnar er haldið í Kirkjulækjarkoti um helgina. Ásamt hinni hefðbundnu dagskrá verður unglingadagskrá sem og barnamót fyrir yngstu börnin. Ræðumaður mótsins í ár er Andreas Nielsen.

Norðanpaunk

Norðanpaunk er þriggja daga tónlistarhátíð sem verður haldin á Laugarbakka, smábæ í um það bil tveggja tíma fjarlægð norður af Reykjavík. Rúmlega 40 tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma þar fram.

mbl.is

Innlent »

Selja pilsner á landsleikjum

07:37 „Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór. Meira »

Rok og rigning

06:57 Reikna má með snörpum vindhviðum við fjöll fram eftir degi, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, samkvæmt athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Tillögu Sjálfstæðisflokks vísað frá

06:02 Meirihluti borgarstjórnar samþykkti að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fá utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á framkvæmd við braggann frá á fundi sínum sem stóð fram yfir miðnætti. Meira »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Íbúðaverðið gæti lækkað

05:30 Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Meira »

Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

05:30 Ríkisskattstjóri afhenti forráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skattskrá allra landsmanna í sumar.   Meira »

Framleiðir íslenskt silki

05:30 Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Meira »

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

05:30 Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

05:30 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Andlát: Eiríkur Briem

05:30 Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem rafmagnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri sími 659 5648...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648...