Hátíðir um verslunarmannahelgina

Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina.
Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Kort/mbl.is

Nú styttist í að verslunarmannahelgin gangi í garð með tilheyrandi hátíðarhöldum um allt land. Mbl.is tók saman helstu hátíðir sem verða haldnar um og yfir helgina.

Þjóðhátíð í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin að venju og verður mikið um að vera í Herjólfsdal líkt og vanalega. Meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem munu koma fram eru Páll Óskar, JóiPé og Króli, Írafar og Jóhanna Guðrún. Brennan, flugeldarnir og brekkusöngurinn verða á sínum stað. Búist er við sól og blíðu í Vestmannaeyjum um helgina.

Frá þjóðhátíð.
Frá þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Innipúkinn 

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í Reykjavík og verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardagskrá á stöðunum Húrra og Gauknum. Einnig verður boðið upp á götuhátíð meðan á hátíðinni stendur fyrir framan tónleikastaði. Aron Can, Mugison, Svala og fleiri góðir munu troða upp.

Akureyri

Tvær hátíðir verða á Akureyri um helgina. Íslensku sumarleikarnir munu fara þar fram og þá verður hátíðin Ein með öllu á sínum stað. Þétt dagskrá verður alla helgina sem hentar öllum aldurshópum. Fjölmargir tónlistar- og menningarviðburðir verða haldnir og þá verður keppt í ýmsum íþróttargreinum, t.d. Kirkjutröppuhlaupinu.

Mýrarbolti

Evrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið í 15. sinn um helgina og fer það fram í Bolungarvík. Skráning liða fer fram á vefsíðu Mýrarboltans en einstaklingar án liðs geta einnig mætt og skráð sig í svokallað „skraplið“ og lið sem vantar liðsfélaga. Daði Freyr heldur uppi stuðinu á dansleik á laugardagskvöldið og JóiPé og Króli mæta á lokahóf Mýrarboltans á sunnudagskvöld.

Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík.
Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Neistaflug

Neistaflug verður í Neskaupstað frá miðvikudegi til sunnudags og dagskráin þar verður þétt og fjölskylduvæn. Margt verður um að vera til dæmis golfmót, kassabílarallý, og barsvar. Einar Ágúst, Dúndurfréttir, Stjórnin og Stuðmenn munu koma fram meðal annarra og þá lætur Íþróttaálfurinn sjá sig ásamt fleirum góðum gestum.

Flúðir um versló

Hátíðin Flúðir um versló verður haldin á Flúðum um helgina. Dagskráin hefst á fimmtudag með tónleikum KK-bandsins. Yfir helgina verður mikil dagskrá. Meðal viðburða er uppistand Sóla Hólm, traktortorfæra, leikhópurinn Lotta kemur fram og þá fer fram furðubátakeppni. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Páll Óskar, 200.000 naglbítar, Stuðlabandið og Stefán Hilmarsson. Á sunnudagskvöld verður brenna og brekkusöngur.

Sæludagar í Vatnaskógi

KFUM og KFUK á Íslandi standa  fyrir Sæludögum, vímulausri fjölskylduhátíð, í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Hægt verður að fá lánaða báta og fara út á vatn, taka þátt í knattspyrnumóti og þá fer söng- og hæfileikasýning fram svo eitthvað sé nefnt. Morgunverðarhlaðborð verður frá föstudegi til mánudags.

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem hefur verið haldin frá árinu 1992. Mótið í ár fer fram í Þorlákshöfn. Keppt verður í gríðarlegum fjölda íþróttagreina svo sem bogfimi, frisbígolfi, frjálsíþróttum, glímu og knattspyrnu. DJ Dóra Júlía, Flóni, Emmsjé Gauti og fleiri koma fram í Þorlákshöfn um helgina.

Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016.
Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016. mbl.is/Theódór Kristinn Þórðarson

Kotmót

Kotmót Hvítasunnukirkjunnar er haldið í Kirkjulækjarkoti um helgina. Ásamt hinni hefðbundnu dagskrá verður unglingadagskrá sem og barnamót fyrir yngstu börnin. Ræðumaður mótsins í ár er Andreas Nielsen.

Norðanpaunk

Norðanpaunk er þriggja daga tónlistarhátíð sem verður haldin á Laugarbakka, smábæ í um það bil tveggja tíma fjarlægð norður af Reykjavík. Rúmlega 40 tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma þar fram.

mbl.is

Innlent »

Reyndi ítrekað að kyssa hana

11:12 „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Meira »

Öll vinna stöðvuð vegna asbests

11:02 Við heimsókn Vinnueftirlitsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með einangrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð. Meira »

Þakplötur og trampólín fjúka í lægðinni

11:00 Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi hafa verið kallaðar út í morgun vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins. Sinnir björgunarsveitafólk nú útköllum vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og svo trampólínum. Meira »

Á fjórða hundrað á biðlista

10:43 Fjöldi þeirra sem bíður eftir hjúkrunarrými hefur aukist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janúar 2014 til janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu umfram 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eftir úthlutun hjúkrunarrýmis 116 dagar á þriðja ársfjórðungi 2018. Meira »

Amber komin að bryggju á Höfn

10:27 Hol­lenska flutn­inga­skipið Am­ber, sem strandaði á sandrifi í inn­sigl­ingu Horna­fjarðar­hafn­ar, er nú komið að bryggju á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfesti Vign­ir Júlí­us­son, for­stöðumaður Horna­fjarðar­hafn­ar, í sam­tali við mbl.is og segir Amber hafa losnað á há­flóðinu nú í morg­un. Meira »

Bílvelta á Reykjanesbraut

10:26 Flutningabíll valt við Kúagerði á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun en bálhvasst er á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er bílstjórinn ekki talinn alvarlega slasaður. Meira »

Skútuþjófurinn ekki áfram í farbanni

10:04 Farbann yfir Þjóðverjanum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í október hefur ekki verið framlengt, en það rann út í gær. Málið var flutt fimmtudag í síðustu viku og hefur ekki verið talin ástæða til þess að framlengja farbannið, upplýsir lögreglan á Vestfjörðum. Meira »

Garnaveiki greindist í Austfjarðahólfi

09:42 Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, en í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki þar í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum á Fljótsdalshéraði árið 1986. Meira »

Mikil röskun á flugi innanlands og utan

09:27 Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs og tafir hafa einnig verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar bíða nú í sjö vélum á flugvellinum. þá er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar í dag og athuga á með flug til Egilsstaða og Akureyrar klukkan 12.30. Meira »

Skiptir „noise cancelling“ máli?

09:20 Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Meira »

Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg

08:30 Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel. Meira »

Enginn verið eldri en Ellert

08:25 „Að vera kallaður inn á Alþingi nú var óvænt, en ánægjulegt. Ég tel mig eiga hingað fullt erindi til þess að tala máli eldri borgara, en það er sorglegt hvernig þeir hafa dregist aftur úr í kjörum og lítið verið gert til úrbóta þrátt fyrir fögur orð,“ segir Ellert B. Schram, sem í gær tók sæti á Alþingi í leyfi Ágústs Ólafs Ágústssonar. Meira »

Fljúgandi hálka á Akureyri

08:05 Fljúgandi hálka og mikil hláka er nú á Akureyri að sögn lögreglu sem varar ökumenn og gangandi vegfarendur við. „Það er alveg glærasvell,“ sagði vaktstjóri lögreglunnar í samtali við mbl.is. Hefur hálkan þegar valdið því að flutningabíll með gám aftan í fór út af veginum í Kræklingahlíð. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun

08:04 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir nauðgun í september í fyrra. Maðurinn er samkvæmt ákæru sagður hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Meira »

Bóndadagurinn verður 25. janúar

08:00 Sums staðar á netinu og í einhverjum prentuðum dagbókum er að finna rangar upplýsingar um það hvenær bóndadagur er á næsta ári. Bóndadagur verður samkvæmt traustustu heimildinni, Almanaki Háskólans, 25. janúar 2018. Meira »

Heimaey VE til vöktunar á loðnu

07:57 Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember. Meira »

Stormur er menn halda í vinnu

07:50 Tekið er að hvessa af suðaustri og verður kominn stormur með rigningu eða súld víða sunnan- og vestanlands er menn halda í vinnu og skóla. Eru ökumenn „því beðnir að fara varlega, einkum nærri fjöllum á Suður- og Vesturlandi þar sem öflugir vindstrengir með tilheyrandi vindhviðum geta myndast.“ Meira »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »