Hátíðir um verslunarmannahelgina

Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina.
Mikið verður um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Kort/mbl.is

Nú styttist í að verslunarmannahelgin gangi í garð með tilheyrandi hátíðarhöldum um allt land. Mbl.is tók saman helstu hátíðir sem verða haldnar um og yfir helgina.

Þjóðhátíð í Eyjum

Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin að venju og verður mikið um að vera í Herjólfsdal líkt og vanalega. Meðal þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem munu koma fram eru Páll Óskar, JóiPé og Króli, Írafar og Jóhanna Guðrún. Brennan, flugeldarnir og brekkusöngurinn verða á sínum stað. Búist er við sól og blíðu í Vestmannaeyjum um helgina.

Frá þjóðhátíð.
Frá þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Innipúkinn 

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í Reykjavík og verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardagskrá á stöðunum Húrra og Gauknum. Einnig verður boðið upp á götuhátíð meðan á hátíðinni stendur fyrir framan tónleikastaði. Aron Can, Mugison, Svala og fleiri góðir munu troða upp.

Akureyri

Tvær hátíðir verða á Akureyri um helgina. Íslensku sumarleikarnir munu fara þar fram og þá verður hátíðin Ein með öllu á sínum stað. Þétt dagskrá verður alla helgina sem hentar öllum aldurshópum. Fjölmargir tónlistar- og menningarviðburðir verða haldnir og þá verður keppt í ýmsum íþróttargreinum, t.d. Kirkjutröppuhlaupinu.

Mýrarbolti

Evrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið í 15. sinn um helgina og fer það fram í Bolungarvík. Skráning liða fer fram á vefsíðu Mýrarboltans en einstaklingar án liðs geta einnig mætt og skráð sig í svokallað „skraplið“ og lið sem vantar liðsfélaga. Daði Freyr heldur uppi stuðinu á dansleik á laugardagskvöldið og JóiPé og Króli mæta á lokahóf Mýrarboltans á sunnudagskvöld.

Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík.
Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Neistaflug

Neistaflug verður í Neskaupstað frá miðvikudegi til sunnudags og dagskráin þar verður þétt og fjölskylduvæn. Margt verður um að vera til dæmis golfmót, kassabílarallý, og barsvar. Einar Ágúst, Dúndurfréttir, Stjórnin og Stuðmenn munu koma fram meðal annarra og þá lætur Íþróttaálfurinn sjá sig ásamt fleirum góðum gestum.

Flúðir um versló

Hátíðin Flúðir um versló verður haldin á Flúðum um helgina. Dagskráin hefst á fimmtudag með tónleikum KK-bandsins. Yfir helgina verður mikil dagskrá. Meðal viðburða er uppistand Sóla Hólm, traktortorfæra, leikhópurinn Lotta kemur fram og þá fer fram furðubátakeppni. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Páll Óskar, 200.000 naglbítar, Stuðlabandið og Stefán Hilmarsson. Á sunnudagskvöld verður brenna og brekkusöngur.

Sæludagar í Vatnaskógi

KFUM og KFUK á Íslandi standa  fyrir Sæludögum, vímulausri fjölskylduhátíð, í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Hægt verður að fá lánaða báta og fara út á vatn, taka þátt í knattspyrnumóti og þá fer söng- og hæfileikasýning fram svo eitthvað sé nefnt. Morgunverðarhlaðborð verður frá föstudegi til mánudags.

Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem hefur verið haldin frá árinu 1992. Mótið í ár fer fram í Þorlákshöfn. Keppt verður í gríðarlegum fjölda íþróttagreina svo sem bogfimi, frisbígolfi, frjálsíþróttum, glímu og knattspyrnu. DJ Dóra Júlía, Flóni, Emmsjé Gauti og fleiri koma fram í Þorlákshöfn um helgina.

Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016.
Frá setningu unglingalandsmóts UMFÍ sumarið 2016. mbl.is/Theódór Kristinn Þórðarson

Kotmót

Kotmót Hvítasunnukirkjunnar er haldið í Kirkjulækjarkoti um helgina. Ásamt hinni hefðbundnu dagskrá verður unglingadagskrá sem og barnamót fyrir yngstu börnin. Ræðumaður mótsins í ár er Andreas Nielsen.

Norðanpaunk

Norðanpaunk er þriggja daga tónlistarhátíð sem verður haldin á Laugarbakka, smábæ í um það bil tveggja tíma fjarlægð norður af Reykjavík. Rúmlega 40 tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma þar fram.

mbl.is

Innlent »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »

Svamla um Kolgrafafjörð (myndband)

Í gær, 16:02 Sigurður Helgason tók drónamyndbönd af grindhvalatorfunni, sem var innlyksa í Kolgrafafirði um helgina, þar sem hún svamlar um fjörðinn og nær loks út á Breiðafjörð. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Ukulele
...
Vandað Skrifborð Til Sölu
Flott, vel með farið skrifborð. Keypt í Línunni 2007, sést ekkert á því. -Hillu...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...