Nýr Herjólfur kemur við erfið veðurskilyrði

Hinn nýi Herjólfur í smíðum í Póllandi.
Hinn nýi Herjólfur í smíðum í Póllandi.

„Þegar lagt var af stað í þetta verkefni var mikil áhersla lögð á að ferjan myndi byrja að sigla í apríl eða maí þannig að áhöfnin og sérstaklega skipstjórarnir myndu læra á skipið að sumri.“

Þetta segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, í Morgunblaðinu í dag. Vísar hann í máli sínu til þess að enn er óljóst hvenær nýr Herjólfur byrjar áætlunarsiglingar á milli lands og Vestmannaeyja, en eins og greint hefur verið frá í blaðinu hefur pólska skipasmíðastöðin Crist S.A. beðið um frest á afhendingu ferjunnar.

„Nú er svo komið að skipið mun ekki byrja áætlunarsiglingar fyrr en í nóvember ef áætlanir ganga eftir, þegar veður eru válynd,“ segir Sigurður Áss, en það veldur auknu álagi á áhöfnina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert