Lokagrein heimsleikanna í beinni

Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú í þriðja sæti.
Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú í þriðja sæti. Ljósmynd/Crossfit Games

Katrín Tanja Davíðsdótt­ir er í þriðja sæti fyrir lokaæfingu á síðasta degi heims­leik­anna í cross­fit. Leik­arn­ir fara fram í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um. Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir eru bæði í fimmta sæti í sín­um flokk­um.

Hægt er að fylgjast með lokaæfingunni í beinni útsendingu hér.

Katrín Tanja náði öðru sæt­inu í fyrstu æf­ingu dags­ins, en þar þurftu kepp­end­ur að klára fimm um­ferðir af hlaupi, æf­ingu á hjóli og með sleða, hún náði síðan þriðja sætinu með annarri æfingunni sem byggði á þrautabraut sem gengin var á höndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert