Vara við sandfoki á Skeiðarársandi

Varað er við sandfoki á Skeiðarársandi í dag.
Varað er við sandfoki á Skeiðarársandi í dag. mbl.is/RAX

Vegagerðin varar við sandfoki á Skeiðarársandi í dag. Vegfarendum um Suðausturland er bent á að vind mun markvert lægja á leiðinni frá Kvískerjum og austur fyrir Höfn upp úr klukkan 14 eða 15. En um svipað leyti hvessir af norðaustri og í Skaftafelli og við Svínafell verða hviður allt að 35 m/s. Mun þetta vara í um 2-3 klukkustundir og með fylgir sandfok á Skeiðarársandi.

Norðanátt­ir verða ríkj­andi næstu daga og spáð er hvassviðri eða stormi und­ir Vatna­jökli fram á kvöld. Ann­ars verður held­ur hæg­ari vind­ur. Rigna mun tals­vert fyr­ir norðan og aust­an í dag, jafn­vel má bú­ast við úr­helli á Aust­ur­landi og norðan­verðum Aust­fjörðum fram á nótt. Frem­ur svalt verður í veðri á norðan­verðu land­inu en mun hlýrra syðra, seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stof­unn­ar nú í morg­un.

Gul­ar viðvar­an­ir eru í gildi vegna snarpra vind­hviða og vatna­vaxta á aust­an­verðu land­inu og „eru ferðalang­ar hvatt­ir til að kanna þær áður en lagt er í'­ann,“ skrif­ar veður­fræðing­ur­inn. Sam­kvæmt viðvör­un­ar­orðum á vef Veður­stof­unn­ar gekk í norðan 15-23 m/​s í nótt með vind­hviðum 30-35 m/​s, einkum aust­an Öræfa. Vara­samt ferðaveður er fyr­ir öku­tæki sem eru viðkvæm fyr­ir vindi. Einnig er út­lit fyr­ir tals­verða eða mikla rign­ingu á Aust­ur­landi og á norðan­verðum Aust­fjörðum og því má bú­ast við vatna­vöxt­um þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert