Malbikað á Hellisheiði

Fólk þarf að fara Þrengslin til að komast til Reykjavíkur.
Fólk þarf að fara Þrengslin til að komast til Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umferð úr hringtorginu við Hveragerði er beint til suðurs og síðan um Þrengslin en búið er að loka leiðinni upp á Hellisheiði vegna malbikunarframkvæmda.

Malbikað á Hellisheiði.
Malbikað á Hellisheiði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er að því að mal­bika báðar ak­rein­ar á um tveggja kíló­metra kafla á Hell­is­heiði til vest­urs, vest­an við Hell­is­heiðar­virkj­un, og gert er ráð fyrir því að vinnan standi yfir til miðnættis.

Auk þess stendur til að fræsa báðar ak­rein­ar til vest­urs á Suður­lands­vegi, um 2,1 km á milli vega­móta við Þrengslaveg og Litlu kaffi­stof­unn­ar. Ak­rein­un­um verður lokað á meðan og um­ferð færð yfir á öf­ug­an veg­ar­helm­ing. Áætlað er að vinn­an standi til klukk­an 19:00.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert