Býður sig fram til formanns SUF

Alex B. Stefánsson.
Alex B. Stefánsson. Ljósmynd/Aðsend

Alex B. Stefánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns Sambands ungra framsóknarmanna. Alex segir í tilkynningu, að fjölmargir um land allt hafi hvatt hann til að gefa kost á sér í komandi formannskjöri.

Formannskosningar SUF munu fara fram á sambandsþingi í Borgarfirði á Bifröst dagana 31. ágúst til 1. september. Þar hafa allir félagar jafnan rétt til að leggja fram hugmyndir að stefnu og kjósa nýja forystu sambandsins.

Alex segir m.a. í framboðsyfirlýsingu, að málefni ungs fólks þurfi sem fyrr að vera í forgrunni flokksins. „Á oddi okkar stefnubaráttu verður að vera aðaláhersla SUF-ara um jöfn tækifæri til náms, óháð búsetu eða félagslegri stöðu.“

Hann segir enn fremur nauðsynlegt að auka stuðning til ungra bænda við upphaf búskapar, því bændasamfélag geti ekki þrifist án nýliðunar. „Þar getum við m.a. horft til jákvæðra reynslu frá hinum Norðurlöndunum. Mörg þeirra bjóða ungum bændum m.a. auka 10-15% álag á almennar greiðslur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert