Kraftaverk eftir maraþon

Katrín Björk Guðjónsdóttir segist hafa fengið mikinn kraft í veikindum …
Katrín Björk Guðjónsdóttir segist hafa fengið mikinn kraft í veikindum sínum þegar hún fann samhug og velvilja í söfnun áheita í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2015. Vöðvarnir hafi farið að vakna í kjölfarið.

„Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig.“

Þetta skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir á bloggsíðu sína. Hún lamaðist í heilaáföllum fyrir rúmum þremur árum en þakkar stuðningi sem hún fékk í Reykjavíkurmaraþoninu í kjölfarið að bataferlið hófst.

Katrín er 25 ára gömul og þótt hún geti ekki talað eða gengið hjálparlaust getur hún skrifað á bloggsíðu sína án hjálpar. Þar segir hún frá bataferli sínu og leggur áherslu á að miðla jákvæðum hugsunum. Í nýjustu færslunni fjallar hún meðal annars um Reykjavíkurmaraþonið og áhrif stuðnings hlauparanna og fólksins sem hét á hana. „Það má því segja að hlaupararnir hafi hlaupið í mig kraft því í framhaldinu fóru kraftaverkin að gerast,“ segir Katrín í samtali í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert