Ætla aldrei að missa móðinn og gefast upp

Katrín Björk Guðjónsdóttir er 24 ára í bataferli eftir tvær …
Katrín Björk Guðjónsdóttir er 24 ára í bataferli eftir tvær heilablæðingar og einn blóðtappa.

„Ég hef alltaf átt í virkilega skrítnu sambandi við ágústmánuð þar sem ég hef iðulega fyllst ónotum og orðið að stórum stresshnúti eftir því sem líður á þennan mánuð. En eftir að mér var kippt úr þessu óvenjulega en samt svo allt of algenga hversdagslífi þá hafa seinustu þrír ágústmánuðir verið mér sem gjörbreyttir. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það eru í alvörunni mikil forréttindi að fá loksins að taka á móti ágústmánuði laus við allt stress og ég get sagt það full stolts að ég tek á móti þessum mánuði algerlega kvíðalaus. Þetta sumarið hef ég verið á haus í svo stóru og miklu verkefni þar af leiðandi bitnar það á blogginu þegar það er eitthvað annað sem á hug minn og hjarta. Á meðan ég er í fríi frá öllu mínu daglega amstri og æfingum þá reyni ég að nýta allan þann auða tíma sem ég hef til að taka til í mínu daglega lífi og reyna að koma í vana nýjum hlutum. Hér koma punktar sem ég hef til hliðsjónar og ég ætla mér að láta þá fylgja mér út árið,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir í sínum nýjasta pistli á bloggsíðunni katrinbjorkgudjons.com:


Síðan ég kom sumarfríinu mínu í rútínu þá er ég mætt á skrifstofuna mína og byrjuð að vinna klukkan átta. Ég kann vel við það, mér finnst ég ná að gera miklu meira úr deginum þegar ég byrja að vinna klukkan átta.

Ég finn hvað ég verð mikið afkastameiri ef það fyrsta sem ég geri þegar ég sest á skrifstofuna mína á morgnana er að finna tvö eða þrjú verkefni sem ég ætla að leggja aðaláherslu á þann daginn, þá get ég raðað þeim niður í tíma- og áhersluröð með öllum hinum verkefnum.

Dagarnir verða svo miklu auðveldari og skemmtilegri ef brosið er mitt leiðarljós í gegnum þá!

Ég á það til að missa aðeins móðinn þegar allt mitt hversdagslega líf stöðvast í sumarfríum. En ég ætla aldrei að missa móðinn og gefast upp þó að það sé stundum svolítið freistandi að klæðast bara náttfötum á nóttunni og líka allan liðlangan daginn, liggja svo bara uppi í rúmi og lesa. Þegar ég er í þessu hugarástandi geta allar athafnir sem reynast mér erfiðar orðið hreinlega ógerlegar í huganum á mér, en þá þarf ég bara að muna að ég get allt þó að það taki langan tíma og sé mér erfitt. Ég GET, ÆTLA og SKAL!

Ég ætla að klæðast spelkum og skóm alla daga. Það hvetur mig til að ganga á milli staða þegar ég er svona mikið heima.

Ég þarf að minna sjálfa mig á að reyna fyrst að segja það sem ég vil segja áður en ég stafa það. 

Gleðin gefur svo mikið af sér. Ég ætla að láta gleðina vera öllu yfirsterkari svo ég taki á móti áskorunum með brosi á vör, þá get ég gert mitt albesta til að ég geti verið stolt og ánægð með sjálfa mig.

Þegar ég vakna finnst mér ég sjaldan byrja dagana betur en þegar ég kem huganum fljótlega í það að hugsa jákvæðar og uppbyggjandi hugsanir um bæði mig og verkefni dagsins, þá líða dagarnir miklu auðveldar.

Njóta sumarfrísins og eyða sem mestum tíma með vinum mínum og fjölskyldu.

Borða á fyrirframákveðnum tímum. Ég verð aldrei svöng svo ég ætla að borða eftir klukku!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál