Vill geta gengið og talað án hjálpar

Katrín Björk Guðjónsdóttir er með skýr markmið fyrir framtíðina.
Katrín Björk Guðjónsdóttir er með skýr markmið fyrir framtíðina.

„Nú er ég nýkomin heim úr langþráðu og ákaflega nauðsynlegu fríi. Ég byrjaði júnímánuð sinnandi verkefnum í Bandaríkjunum á milli þess sem ég var að vinna að þeim þá átti ég yndislegar stundir með fólkinu mínu. Mánuðurinn minn byrjaði í sól og hita handan Atlantshafsins svo kom ég heim í sumaryl og grænan garð. Það er alveg yndislegt og ég stend fast á því að sumarið mitt getur ekki byrjað betur! Það eru hrein og klár forréttindi að fá að upplifa svona ævintýri með fólkinu sem maður elskar,“ segir Katrín Björk Guðjónsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

10 HLUTIR SEM ÉG ÆTLA AÐ GERA Í JÚNÍ

Eftir svona sældarlíf að heiman þarf ég að koma mér aftur í rútínu. Ég veit að þannig líður mér best og ég næ að afkasta sem mestu ef ég vakna á hverjum degi klukkan hálf níu og fer beint á skrifstofuna mína að vinna. Ég ætla að koma mér í þetta far og láta mér líða vel!

Koma huganum aftur í æfingagírinn. Ég ætla mér að verða sjálfbjarga og geta bæði gengið og talað án hjálpar frá einhverjum öðrum og fyrir því þarf ég að vinna. En mér gengur yfirleitt alltaf betur ef ég næ að halda mér í skipulagðri rútínu og láta mér líða vel. Ég trúi því að ég verði ósigrandi þegar ég er með gleðina að vopni.

Júní mun alltaf vera skrítinn mánuður fyrir mér en ég fékk stóru heilablæðinguna þann 14. júní, í ár verða liðin þrjú ár frá því ég gekk seinast og gat talað með röddinni og talfærunum mínum. Ég ætla að halda leik á instagram til að halda upp á þessi tímamót.

Í júní ætla ég að kaupa mér náttslopp. Ég get þá farið í hann utan yfir náttfötin á morgnanna þegar ég sest á skrifstofuna mína. Hann þarf bæði að vera virkilega mjúkur og þægilegur, svo veit ég að til þess að ég noti hann þá þarf hann líka að vera flottur. Svo kröfurnar eru bæði miklar og væntingarnar kannski óraunhæfar en ég mun láta ykkur vita ef ég finn þann eina rétta!

Mér áskotnaðist ný vinnutölva sem er ólík öllum þeim tölvum sem ég hef átt hingað til. Svo júnímánuður mun fara í að læra á nýtt tölvu umhverfi, lyklaborð og finna mér nýja góða vinnustöðu.

Ég ætla að nýta alls þess sumarsveðurs sem júnímánuður mun bjóða upp á til að fara í göngutúra, bíltúra eða njóta veðursins út á palli með dásamlega fólkinu mínu. Sumarið er svo sannarlega komið hjá mér og ég ætla að nýta það sem mest ég má í að vera úti.

Mér finnst ég afkasta mest og fúnkera langbest ef ég nýti sunnudagana til að skrifa lista annarsvegar yfir þá hluti sé mig dreymir og ég þrái að gera þá vikuna og svo annan lista með þremur markmiðum fyrir vikuna. Þessi markmið tengjast yfirleitt mér og því sem ég er að gera í komandi viku, hvort sem það sé þá eitthvað vinnutengt eða æfingatengt og þau verða þá mikið sértækari en þessi markmið.

Í júní ætla ég að kaupa mér prentara til þess að geta prentað út vinnuáætlun, myndir og annað sem þarf nauðsynlega að komast á pappír. Ég þrái að skreyta skrifstofuna mína með skemmtilegum myndum!

Í júní ætla ég að finna milliveginn milli vinnunnar, bloggsins, vinanna, fjölskyldu, vinna upp fyrri styrk og lifa lífinu. Eftir áföllin þá missti ég allt úthald og þá hætti ég að geta multitaskað og ég hef þurft að velja svolítið á milli en eftir þessa Ameríkuferð er ég svo handviss um að ég geti allt sem ég ætla mér, svo núna verður breyting þar á og ég ætla mér að sigra heiminn mest samt sjálfan mig. Ég tel mig bara vita það að skipulag sé lykillinn í þessu!

í júní ætla ég að njóta lífsins alveg sérstaklega mikið. Ég ætla að njóta hverrar líðandi stundar, sama hvort sem ég sé bara ein að vinna, með Ásgeiri, fjölskyldunni minni eða vinum. Ég tel mig gífurlega heppna með fólkið sem stendur mér næst og gerir mér það mögulegt að ég fái öll þessi tækifæri sem ég fæ og hafi möguleika á því að skína jafn bjart og ég geri þrátt fyrir að eftir öll þessi áföll sé ég háð einhverjum öðrum bæði í tali og gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál