Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

Valgeir Valgeirsson bruggmeistari, Ágúst Einþórsson, framkvæmdastjóri Brauð&co, Sigurður Pétur Snorrason, ...
Valgeir Valgeirsson bruggmeistari, Ágúst Einþórsson, framkvæmdastjóri Brauð&co, Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co og handverksbruggari, og Einar Örn Sigurdórsson, eigandi, hönnuður og gæðaprófari. mbl/Arnþór Birkisson

Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera og nú er hægt að fá kanilsnúðabjór á krana á nokkrum börum bæjarins. Co&Co er fyrsti bakkelsis-stoutinn á fullveldistímanum, vægast sagt dökkur, sérdeilis höfugur, með mikla fyllingu og einstakt bragð sem má þakka súrdeigskanilsnúðum frá Brauð&Co, en þannig er bjórnum lýst af bruggmeisturunum.

RVK Brewing Co var stofnað 1. mars 2017, á sjálfan bjórdaginn, en framleiðsla hófst í maí á þessu ári. Í júlí var svo opnuð bruggstofa í Skipholti 31, þar sem bjóráhugafólk getur kíkt við og fengið að smakka áhugaverða handverksbjóra. Það má segja að bruggstofan sé enn þá þokkalega vel geymt leyndarmál, því starfsemin hefur ekkert verið auglýst. Fréttirnar hafa þó borist bjóráhugamanna á milli og æ fleiri leggja leið sína í Skipholtið til að svara kalli bragðlaukanna.

Ekki fer heldur mikið fyrir brugghúsinu. Blaðamaður rennur eiginlega á lyktina, en kanilsnúðailmurinn sem berst út á götu vísar veginn að bakhúsi þar sem fátt gefur til kynna hvað fer fram innandyra. Þegar inn er komið blasir við hin huggulegasta bruggstofa, en þar inn af er svo sjálft brugghúsið, þar sem ævintýrin gerast.

Einstakt á Íslandi

„Þetta er dálítið einstakt á Íslandi því hér erum við með aðstöðu inni í brugghúsinu til að setjast niður. Fólk getur komið inn af götunni og smakkað bjórinn. Þetta er staður með fullt áfengisleyfi eins og hver annar bar. Svo erum við auðvitað með aðstöðu til að sýna bjórinn. Þetta er mjög vinsælt í Bandaríkjunum og það koma hér inn á hverjum degi Bandaríkjamenn,“ segir Sigurður Pétur Snorrason, handverksbruggari og einn eigenda RVK Brewing Co. Hann segir bandaríska bjóráhugamenn gjarnan ferðast borga á milli í leit að brugghúsum til að heimsækja.

Bjórinn ber að sjálfsögðu ríkan keim af kanilsnúðum Brauð&co
Bjórinn ber að sjálfsögðu ríkan keim af kanilsnúðum Brauð&co; mbl/Arnþór Birkisson

„Ég hef verið mikið í Bandaríkjunum og undir það síðasta var ég farinn að gera þetta. Ég fór til borga í þeim eina tilgangi að heimsækja brugghús og prófa bjóra. Þannig að þessi hugmynd hefur verið að gerjast í kollinum á mér í dálítinn tíma. Ég hef verið að sigta út og finna hvernig ég vildi hafa þetta brugghús. Þetta afraksturinn af því,“ segir Sigurður sem er að vonum sáttur við útkomuna.

„Þetta er frekar lítið brugghús á flesta mælikvarða, en það gefur okkur sveigjanleika í að vera með bjóra sem við gerum kannski bara einu sinni eða prófa okkur áfram. Það er minna lagt í það hér að vera að framleiða stöðugt það sama. Á þessu stigi alla vega. Svo getur vel verið að við notum reynsluna sem kemur af þessu í að setja fram einhverja fasta bjóra og svo seinna meir huga að sölu bjóra í neytendaumbúðum í gegnum ÁTVR,“ útskýrir hann. En líkt og áður sagði er Co&Co-bjórinn kominn í sölu á nokkrum börum bæjarins. Hann er þó eingöngu seldur á kútum enn sem komið er.

Prófaði að setja bakkelsis-kókaín út í bjórinn

Það stendur hins vegar til að koma Co&Co í sölu í Vínbúðinni fyrir jólin, enda bragðið sérdeilis hátíðlegt og bjórinn ætti því að sóma sér í því hlutverki að kitla bragðlaukana á aðventunni. „Við erum búin að sækja um leyfi til þess að setja sérstaka útgáfu af Co&Co í búðir. Það verður væntanlega fyrsti bjórinn sem við setjum í sölu í ríkinu,“ segir Sigurður.

Starf bruggmeistarans krefst þess að sjálfsögðu að bjórinn sé smakkaður ...
Starf bruggmeistarans krefst þess að sjálfsögðu að bjórinn sé smakkaður til. mbl/Arnþór Birkisson

Það er hann sem á hugmyndina að Co&Co bjórnum, en hún fæddist eiginlega á kringum bjórhátíðina á Hólum. „Þetta er bjór sem ég hef verið að þróa í dálítinn tíma og hef prófað með nokkrum viðbótum. Þessir kanilsnúðar frá Brauð&co eru algjört bakkelsis-kókaín. Þetta er ánetjandi og ótrúlega gott þannig að mér datt í hug að prófa að setja hann út í stout-inn. Þetta kom bara mjög vel út og gefur skemmtilegt bragð. Ég hafði því samband við Brauð&co og spurði hvort það væri áhugi á samstarfi. Konseptið með þessu brugghúsi er líka að hafa allt svolítið vistvænt, minnka matarsóun og endurnýta. Hlutir hér inni eru endurnýttir og það er spennandi að nýta það sem til fellur hjá bakaríum svo það þurfi ekki að henda því. Þeir tóku bara vel í þetta.“

Ágúst Einþórsson, framkvæmdastjóri Brauð&co, grípur orðið, en hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Sigurður hafði samband og kynnti fyrir honum hugmyndina að bjórnum.

Bakaði snúð sem endaði í bjór á krana í Köben

„Í fyrsta lagi er bara gaman að vera með flottum fyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Það er geggjað líka að menn vilji nýta það sem annars myndi enda í ruslinu. Það er því miður hægara sagt en gert að koma því sem til fellur í nýtingu án þess að þurfa að standa í mikli veseni sjálfur við að koma því út. Það er galið að þurfa að borga fyrir að henda mat.“

Samstarfið hefur svo undið upp á sig og tengslanetið er nýtt til að fara í útrás með bjórinn. „Vinur minn á bar í Köben og þeir eru að fara til Köben þannig við erum að reyna að koma bjórnum áfram þangað,“ segir Ágúst og heldur áfram: „Bara þetta, að snúðurinn sem ég bakaði, endaði í bjór og er kominn á krana í Köben, það er náttúrulega geðveikt. Mér finnst líka svo gaman að varan sem þeir eru búnir að framleiða úr vörunni minni er orðin „success“. Þetta er því eiginlega tvöfalt „success“. Fyrst hugsaði ég með mér að þetta gæti ekki klikkað því snúðarnir eru svo góðir, en svo áttaði ég mig á því að það þarf líka að kunna að brugga góðan bjór til að þetta gangi. Fyrst ætlaði ég að fara að eigna mér allan heiðurinn,“ segir hann hlæjandi.

„Það er ekkert mál að gera vondan bjór úr snúðunum hans,“ skýtur bruggmeistarinn Valgeir Valgeirsson inn í. Þeir eru þó sammála um að gott hráefni leggi grunninn að góðri vöru.

Ronaldo bruggsins sinnir blautu verkunum 

Það má segja að það hafi hlaupið á snærið hjá RVK Brewing Co á dögunum þegar félagið fékk Valgeir til liðs við sig, en hann hefur verið kallaður Ronaldo bruggsins á Íslandi, og starfaði áður hjá Borg brugghúsi. „Ég sinni öllum blautu verkunum hérna inni. Þeir voru búnir að framleiða nokkra bjóra og ég mun endurtaka það. Svo kem ég með mitt eigið líka,“ segir Valgeir en hann mun framvegis koma meira að hönnun bjóranna.

Á bruggstofunni í Skipholti 31 getur fólk komið inn af ...
Á bruggstofunni í Skipholti 31 getur fólk komið inn af götunni og bragðað dýrindishandverksbjór. mbl/Arnþór Birkisson

Starfslýsing bruggmeistarans felur eðlilega í sér bjórsmökkun svo það má segja að stöðugt sé verið að sulla í bjór við framleiðsluna. „Það þarf að meta þroska á bjórnum. Þetta er lifandi vara sem tekur sinn tíma í að verða til. Bragðlaukarnir eru langbesta mælitækið. Svo þegar búið er að tappa honum eða hann kominn á kúta þá breytist hann með tímanum og þá þarf líka prófa hann. Þó maður væri ekki einu sinni til í að smakka þá þyrfti maður að gera það,“ segir Valgeir sem fúlsar nú sjaldan við góðum bjór.

Hann segir Co&Co-bjórinn vera mikla bragðbombu, en styrkleikinn er 10 prósent. Fullkominn bjór til að deila og njóta með öðrum. „Það á að vera smá serimónía að fá sér einn og njóta,“ segir Valgeir.

„Bjórheimurinn er svipaður vínheiminum. Breiddin á gæðum og ímynd er rosalega mikil og það eru árgangar. Sumt er bara til þess að njóta í einstaka tilvikum. Sumir bjórar eru rándýrir og seljast á tugi þúsunda á netinu. Allt snobbið sem er í víninu er til staðar í bjórnum, en fjölbreytileikinn í bjórnum er meiri ef eitthvað er,“ segir hann.

Vitundarvakning að eiga sér stað

Mikil þróun hefur átt sér stað í bjórgerð á síðustu árum og áratugum og Bandaríkjamenn hafa komið sérstaklega sterkir inn hvað það varðar.

„Fyrir tuttugu árum síðan hlógu allir að Bandaríkjamönnum fyrir hvað þeir væru lélegir í bjór, en í dag hafa þeir tekið afgerandi forystu í bjórgerð í heiminum. Þeir eru leiðandi á öllum sviðum. Hluti af Evrópu er bundinn í vana, eins og í Þýskalandi eru mjög strangar reglur um það hvað má kallast bjór. Það má segja að Norðurlöndin séu framsæknust í bjórgerð í Evrópu,“ segir Sigurður.

Íslendingar eru ágætlega staddir þegar kemur að þróun og framsækni. „Ísland er nokkuð framarlega en mér finnst samt að það eigi eftir að auka meðvitund meðal almennings. Það er stór hópur af fólki sem leitar uppi betri bjóra og handverksbjóra, en Íslendingar eru samt mikið þannig að þeir tala um bjór sem bara bjór. Þeir panta sér mat og bjór og er nákvæmlega sama hvaða bjór kemur svo framarlega sem hann er gulur, kaldur og í stóru glasi. Það er samt að verða vitundarvakning,“ segir Sigurður.

Mikil sprenging hefur orðið á síðustu árum og hvert brugghúsið á fætur öðru hefur sprottið upp. Nú eru 21 handverksbrugghús starfandi um allt land. Þeir eru sammála um að bruggun sé orðin heilmikill iðnaður hér á landi, á jákvæðan hátt.

Eyddu síðasta kvöldinu á Íslandi hjá RVK Brewing Co

Eins og áður sagði eru engar merkingar á brugghúsi RVK Brewing Co og þeir sem ganga fram hjá hafa í raun ekki hugmynd um hvaða starfsemi fer þar fram. Fólk verður að vita að hverju það er að leita.

„Hingað kemur fólk, aðallega Ameríkanar, sem er búið að kynna sér okkur fyrir fram. Í gær kom til dæmis par frá Bandaríkjunum og hún sagðist hafa fylgst með okkur á Facebook í sex mánuði. Þau voru búin að ferðast um landið í þrjár vikur, taka allan hringinn, og komu síðasta kvöldið til okkar. Fólk sem kemur hingað hefur eitthvað markmið. Það flokkast undir bjórtúrisma. Fólk sem fer og skoðar náttúruna en kemur líka í þeim tilgangi að heimsækja brugghús og upplifa betri bjóra, eða leita uppi bari sem selja bjóra frá handverksbruggurum,“ segir Sigurður.

Valgeir er stundum kallaður Ronaldo bruggsins á Íslandi.
Valgeir er stundum kallaður Ronaldo bruggsins á Íslandi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Félagið hefur ekkert auglýst sig, fyrir utan að setja upp Facebook-síðu. En þeir hafa lítið notað hana til í auglýsingaskyni. „Við byrjum þetta hægt og rólega, setjum upp merkingar og svo spyrst þetta út. Við til dæmis birtum í gær færslu á Facebook um að Valgeir væri kominn til okkar og eftir það fór heilmikið af nýju fólki að fylgjast með okkur,“ segir hann.

Fólk til að borga meira fyrir betri vörur

Það er óhætt að segja að það sé mikil gerjun bæði í bjór- og bakaríismenningu á Íslandi, svo það er vel við hæfi að aðilar í slíkri framleiðslu fari í samstarf og úr verði gæðavara. „Fólk er meira til í að borga aðeins meira fyrir eitthvað sem er miklu betra, hvort sem það er matur eða eitthvað annað. Ég held að það sem eigi undir högg að sækja í dag sé vondur skyndibiti. Því það er alveg hægt að gera góðan skyndibita sem kostar aðeins meira,“ segir Ágúst. Það er hans mat að Íslendingar séu mun opnari fyrir nýjungum nú heldur en fyrir nokkrum árum.

Þá er bjórmenningin líka að þróast að sögn Sigurðar. „Betri bjórmenning þar sem fólk horfir ekki bara í áfengisprósentuna og að drekka sem mest áfengismagn, heldur er verið horfa á ákveðna upplifun.“

Hægt verður að bragða á Co&Co á bjórhátíð sem haldin verður á Bryggjunni brugghúsi á milli klukkan 13 og 19 á laugardag. Þar getur fólk kíkt við og smakkað bjóra frá RVK Brewing Co og tíu öðrum handverksbrugghúsum. Aðgangur er ókeypis en greitt er fyrir smakkið.

mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is

Innlent »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan og norðaustan golu eða kalda í dag. Víða dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...