Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

Berta Dröfn í hlutverki Morgönu eftir barsmíðar í óperunni Alcina …
Berta Dröfn í hlutverki Morgönu eftir barsmíðar í óperunni Alcina eftir Georg Friedrich Händel. Morgana hafði lengi verið óskahlutverk Bertu.

„Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“

Þannig mælir Berta Dröfn Ómarsdóttir, óperusöngkona og kennari við Söngskólann í Reykjavík, sem sneri nýlega heim til Íslands úr söngævintýri til Ítalíu. Þar tók hún þátt í sumaróperuhátíð í sveitarfélaginu Fiera di Primiero í Trentínó og fór meðal annars með eitt aðalhlutverkið í uppsetningu á óperunni Alcina eftir Georg Friedrich Händel. Einnig söng hún á útisviði í Mezzano og í útileikhúsi í Fidenza.

„Við komum þangað, allir söngvararnir og allt tónlistarfólkið og eyddum öllu sumrinu saman,“ segir Berta um reynsluna. „Þetta er árleg hátíð í þessu litla sveitarfélagi sem reiðir sig mjög á ferðamannaiðnaðinn. Það er mikið skíðasvæði þarna yfir veturinn en þau vantar í rauninni aðdráttarafl til að fá túrisma yfir sumarið líka. Þetta er þeirra leið til að fylla hótelin líka á sumrin. Það er líka ofboðslega heitt á Ítalíu á sumrin og margir Ítalir flýja hitann og fara upp í fjöllin, þar sem er aðeins bærilegra að vera.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert