Greiddu 1,4 milljónir vegna utanvegaaksturs

Við Grafarlönd á Öskjuleið.
Við Grafarlönd á Öskjuleið. Ljósmynd/Lögreglan

Hópur erlendra ferðamanna, sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi á sunnudag og í friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið á mánudag, greiddi samtals 1,4 milljónir í sekt í dag.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Þar segir að embættið hafi lokið rannsókn er varðar utanvegaakstur hóps 25 erlendra ferðamanna á sjö breyttum jeppabifreiðum.

Ekki var þó öllum ökutækjunum sjö ekið utan vega í þessum tilvikum, en hópurinn hafði þó verið að ferðast saman sem ein heild og tjón á landi af völdum fjögurra bifreiða staðfest.

Töluverðar skemmdir voru unnar á landi við vesturströnd Jökulsárlóns og gríðarlegt tjón á landi í Grafarlöndum norðan Herðubreiðar.

Við rannsókn málsins kom fram hjá aðilum máls, að um kunnáttuleysi og vanþekkingu hefði verið að ræða og var beðist afsökunar vegna þess tjóns sem unnið var.

Viðkomandi ferðamenn óskuðu þess jafnframt að fá að aðstoða við lagfæringar þess lands sem varð fyrir tjóni, en var það mat landvarða að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk.

mbl.is

Innlent »

Með amfetamínbasa í rauðvínsflöskum

14:10 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi. Meira »

Kláruðu maraþon í sjö heimsálfum

14:00 Í gær lauk Gunnar, ásamt Unnari Steinn Hjaltason, sjöunda maraþoni sínu í heimsálfunum sjö. Þeir kláruðu maraþonið á Suðurskautinu á ca. 5:50 klst við erfiðar aðstæður. Þeir komast því í hinn eftirsóknaverða „7 Continents Club.“ Meira »

Samkomulagi náð við Færeyinga

13:55 Kristján Þór Júlíusson og Högni Hoydal sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja hafa náð samkomulagi um fiskveiðisamning á milli Íslands og Færeyja. Meira »

Í beinni: Katrín gefur skýrslu

13:55 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun gefa munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu við upphaf þingfundar kl. 14 í dag. Meira »

Riðið á vaðið á Siglufirði

12:31 Fáir kaupendur á grásleppu hafa gefið upp verð fyrir vertíðina en örfáir dagar eru þar til vertíðin hefst. Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf. á Siglufirði hefur þó riðið á vaðið en hann mun hafa gefið upp 260 krónur fyrir kílógrammið af óskorinni grásleppu 6. mars. Meira »

Kúnst að reka smiðshögg á verkið

12:27 „Það getur verið mikil kúnst að reka smiðshöggið á verkið, en sú vinna sem við höfum unnið hérna undanfarnar vikur fer ekki frá okkur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is eftir að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum á tólfta tímanum. Meira »

Engin ný mislingasmit greinst

12:08 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind og er heildarfjöldi staðfestra tilfella fimm og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum. Meira »

SGS slítur viðræðum

11:42 Starfsgreinasambandið hefur slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Fundi samningsaðila hjá ríkissáttasemjara var slitið eftir rúmlega hálftíma og tilkynnti Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, fjölmiðlum ákvörðunina fyrir utan fundarherbergið. Meira »

Klaustursmálið „bleiki fíllinn“

11:34 „Mér líður svolítið eins og þetta sé bleiki fíllinn hérna inni,“ sagði Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, áður en hún spurði um Klaustursmálið á málþinginu „Stjórnmálin og #MeeToo“ í morgun. Meira »

Hervör lagðist gegn bókuninni

11:26 Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, greiddi atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í síðasta mánuði þar sem fram kom að meta skyldi áhrif málskots til yfirdeildar dómstólsins áður en slík ákvörðun yrði tekin. Meira »

SGS og SA sest við samningaborðið

11:23 Samningafundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins er hafinn í húsnæði ríkissáttasemjara. Ekkert nýtt hafði borist frá SA fyrir fundinn, en viðbúið er að SGS slíti viðræðunum verði fundurinn árangurslaus. Meira »

Ökuníðingi veitt eftirför

10:37 Einn þeirra tæplega 30 ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hefur kært fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðar á Reykjanesbraut heldur ók rakleiðis áfram í átt að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Endurskoða eftirlitsreglur

10:05 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hafið vinnu við heildarendurskoðun á opinberum eftirlitsreglum sem heyra undir ráðuneytið og samkvæmt fréttatilkynningu á vef ráðuneytisins verður einföldun afgreiðsluferla vegna leyfisveitinga og bætt þjónusta við leyfisumsækjendur sett í forgang. Meira »

Allt gert til að fyrirbyggja sýkingu

09:50 Í íslensku laxeldi er ströngum heilbrigðiskröfum fylgt til að lágmarka líkurnar á sjúkdómum. Í Noregi eru fiskar settir í kvíarnar sem éta lúsina af laxinum. Meira »

Þurfa að taka á óþægilegum málum

09:42 Sá tími er liðinn að hægt sé að horfa í kringum fingur sér varðandi mál sem tengja má við #MeToo-byltinguna og við þurfum að geta tekið á slíkum óþægilegum málum. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi í morgun. Meira »

Ísland í sjöunda sæti

09:04 Alls námu heildarútgjöld í rannsóknir og þróunarstarf á Ísland 55 milljörðum króna árið 2017, eða 2,1% af vergri landsframleiðslu (VLF). Meira »

Leiðir velmegunarkúna ekki til slátrunar

08:21 Þó að svigrúm til launahækkana sé lítið þýðir það síður en svo að ekki sé hægt og ekki eigi að bæta kjör, sérstaklega þeirra sem eru á lægstu laununum. Til þess þarf önnur úrræði og þar ber hæst aðgerðir til að auka íbúðaframboð. Meira »

Íslendingum gengur vel á heimsleikunum

08:18 Heimsleikar Special Olympics hófust á fimmtudaginn og standa nú yfir í Dubai og Abu Dhabi en þar taka 38 Íslendingar þátt í 10 íþróttagreinum. Meira »

Hlutfall atvinnulausra það hæsta í fjögur ár

07:57 Atvinnuleysi virðist aukast hægt og bítandi um þessar mundir og mældist í seinasta mánuði. Þó að árstíðasveifla skýri alltaf að einhverju marki aukið atvinnuleysi á þessum árstíma hefur svo hátt hlutfall ekki mælst frá í apríl 2015. Atvinnuleysið var til samanburðar 2,4% fyrir réttu ári. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.19,000,- uppl. 8691204....
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...