Enginn gestur leið fyrir ákvörðunina

Þorsteinn fullyrðir að enginn hafi liðið fyrir þá ákvörðun að ...
Þorsteinn fullyrðir að enginn hafi liðið fyrir þá ákvörðun að sameina svæðin. Haraldur Jónasson/Hari

„Þær breytingar sem gerðar voru á salnum til að mæta því að tónleikagestir voru um 4.300 talsins en ekki 10.000, eins og upphaflegar vonir stóðu til, áttu sinn þátt í að tryggja að stemmningin var eins og hún var. Ég stend því og fell með ákvörðun minni,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi fyrirtækisins Hr. Örlygs sem hélt Arcade Fire-tónleikana sem fóru fram í Laugardalshöll síðastliðinn þriðjudag.

Einhverjir tónleikagesta hafa lýst yfir ónægju sinni vegna þess að ákveðið var að sameina A- og B-svæði á tónleikunum, þar sem svo fáir miðar höfðu selst á B svæðið, eða aðeins 79. Miðar á A-svæði voru töluvert dýrari en á B-svæði og voru því einhverjir sem töldu sig hlunnfarna.

Búið var að gefa út að engar endurgreiðslur færu fram vegna þessa breytta skipulags sem ákveðið var á síðustu stundu.

Þorsteinn útskýrði ákvörðun sína á Facebook-síðu Hr. Örlygs í gær og sagði hann flesta hafa haft skilning á henni. „Ég hef rætt við þó nokkra aðila sem vildu fá skýringu á þessu og langflestir þeirra hafa samþykkt mína hlið málsins og farið sáttir frá. Jafnframt á ég enn eftir að hitta þá manneskju sem er ósátt við sjálfa tónleikana. Álit allra þeirra sem ég hef rætt við er að þeir hafi verið frábærir.“

Eins og að fá óvænt betra sæti í flugvél

Þorsteinn segir að ljóst sé að hagnaður af viðburðinum sé enginn þar sem aðeins seldust um 4.300 miðar á viðburðinn. Í ljósi dræmrar miðasölu hafi hann tekið skyndiákvörðun rétt fyrir tónleikana um að þrengja salinn og sleppa B-svæði.

„Þessi ákvörðun er tekin á staðnum nokkrum klukkustundum áður en tónleikar hófust og þeir aðilar sem höfðu keypt sér miða á B-svæði „upgrade-uðust“ því óvænt. Ég átti satt að segja ekki von á neinu ósætti vegna þess og ég hugsaði ekki út í það að einhverjum sem keypt höfðu miða á A-svæði fyndust þeir hlunnfarnir. Ég skil vel þá aðila sem keyptu A-miða sama dag og tónleikarnir fóru fram sem líta nú í eigin barm og hugsa með sjálfum sér að þeir hefðu getað keypt ódýrari miða og fengið sama fyrir. Það að einhver annar fái óvæntan glaðning en ekki þú er jafnframt eitthvað sem öllum er fyllilega frjálst að svekkja sig yfir.“

Þorsteinn segir það hins vegar ekki hafa verið þannig að þeir sem keyptu miða á A-svæði hafi verið hlunnfarnir.

„Það voru einfaldlega þessar 79 manneskjur sem keyptu miða á B-svæði sem fengu meira en þau áttu von á og slíkt getur gerst við ýmis tilefni t.d. þegar maður fær óvænt betra sæti í flugvél en það sem greitt var fyrir. Tónleikagestir voru samtals um 4.300 en Höllin var sett upp fyrir 6.500 manns. Ég get því fullyrt að enginn tónleikagestur leið fyrir þessa ákvörðun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillögðu Sjálfstæðisflokks vísað frá

06:02 Meirihluti borgarstjórnar samþykkti að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fá utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á framkvæmd við braggann frá á fundi sínum sem stóð fram yfir miðnætti. Meira »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Íbúðaverðið gæti lækkað

05:30 Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Meira »

Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

05:30 Ríkisskattstjóri afhenti forráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skattskrá allra landsmanna í sumar.   Meira »

Framleiðir íslenskt silki

05:30 Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Meira »

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

05:30 Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

05:30 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Andlát: Eiríkur Briem

05:30 Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem rafmagnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park hótels segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 4500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...