Reynir á þrek og þol í dag

Ólafía Kvaran lætur kalt vatn og aðrar hindranir ekki stoppa ...
Ólafía Kvaran lætur kalt vatn og aðrar hindranir ekki stoppa sig í Spartan hindrunar- og þrekhlaupi þar sem búast má við hverju sem er. Ólafía keppir í undanúrslitum fyrir Spartan heimsmeistaramótið síðar í dag.

Ólafía Kvaran keppir í undankeppni heimsmeistaramótsins í Spartan hindrunar- og þrekhlaupinu, North American Championship, sem fram fer í Glen Jean í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjum í dag. Ólafía vann sér inn keppnisrétt í Spartan beast flokki eftir að hún varð í 3. sæti í sínu öðru hlaupi í New York í mars en fyrst keppti hún ásamt þremur öðrum á heimsmeistaramótinu í liðakeppni í fyrra haust.

„Forsvarsmenn Spartan komu til Íslands í fyrra og komust að því að Íslendingar þekktu ekkert til Spartan. Þeir buðu okkur að setja saman lið og við fórum þrjú í liðakeppnina í Lake Tahoe þar sem við stóðum okkur gríðarlega vel, lentum í 14. sæti af 28 liðum, segir Ólafía sem kynntist Spartan í gegnum æfingafélaga fyrir ári síðan.

Hún þarf að ná verðlaunasæti til þess að komast á heimsmeistaramótið. Hún segist búast við harðri keppni en að sjálfsögðu stefni hún hátt

Krefjandi, spennandi og ögrandi

„Í Spartan beast er hlaupið um 23 km utanvega upp brattar brekkur í skóglendi. Við vitum að á leiðinni mæta okkur 35 til 40 hindranir en við vitum ekki hverjar þær eru né hvar þær verða,“ segir Ólafía. Hún segir að Spartan sé lífsstílsvörumerki sem stofnað var um 2010 og sé stærsta hindrunar- og þrekhlaup (á ensku: obstacle and endurance run) í heimi. „Spartan er alltaf að verða vinsælla og vinsælla og er fyrir alla. Bæði þá sem keppa til peningaverðlauna og svo hinn almenna borgara sem er í meirihluta iðkenda Spartan,“ segir Ólafía og bætir við að í Spartan keppi atvinnumenn um peningaverðlaun. Fólk eins og hún keppir í aldursflokkum og svo almennir hlauparar.

„Spartan er hrikalega skemmtilegt, krefjandi, spennandi og ögrandi og byggt upp þannig að allir geti verið með en þurfi ekki að geta allt. Frá því í apríl hefur mikill tími farið í þetta og ég er fyrsti Íslendingurinn með kennsluréttindi í Spartan. Ég kynntist þessu á þeim tíma sem ég fann löngun til að breyta til og gera eitthvað ögrandi,“ segir Ólafía sem er eini íslenski keppandinn í keppninni í dag. Friðleifur Friðleifsson, eiginmaður Ólafíu, keppir í Spartan Super á morgun og ráðgerir Ólafía að hlaupa með honum. Sýnt verður beint frá keppninni í dag á facebooksíðu Spartan.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »

Vinnan við samningana rétt að byrja

11:58 „Ég er náttúrulega mjög sáttir við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en þeir voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Meira »

Óvissustigi aflétt

11:52 Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Þessi ákvörðun er byggð á mati Veðurstofunnar um að þessari hrinu sé lokið. Meira »

Munaði einu atkvæði hjá Öldunni

11:36 Þrátt fyrir að lífskjarasamningurinn svonefndur hafi verið samþykktur með afgerandi hætti af flestum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins er ein undantekning frá því. Meira »

Kjarasamningar VR samþykktir

11:12 Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþyktkur með 88,35% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var að sama skapi samþykktur með 88,47% atkvæða. Meira »

Þakklát fyrir afgerandi samþykkt samninga

10:44 „Ég er mjög þakklát þeim félagsmönnum sem greiddu atkvæði og auðvitað mjög ánægð með það að samningarnir hafi verið samþykktir með svona afgerandi hætti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is. Meira »

„Þeir sem kusu voru alla vega sáttir“

10:37 „Það er ánægjulegt að öll félögin samþykktu samninginn. Flest öll með miklum meirihluta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Hann bendir á að 17 af 19 félögum hafi um 70% þeirra samþykkt samninginn. Meira »

Lífskjarasamningurinn samþykktur

10:05 Mikill meirihluti þeirra félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem greiddi atkvæði um lífskjarasamninginn svonefnda, kjarasamninginn sem aðildarfélög SGS, VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna sömdu um á dögunum við Samtök atvinnulífsins, samþykkti samninginn. Meira »

Banaslys í Langadal

09:47 Karlmaður með erlent ríkisfang en búsettur hér á landi lést í umferðarslysi í Langadal seint í gærkvöldi. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Meira »

Breytti framburði og játaði kynferðisbrot

09:39 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Þá var hann dæmdur til þess að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Meira »

Afburðanemendur verðlaunaðir

09:35 Vinafélag Árnastofnunar mun á aðalfundi sínum í dag veita tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningu fyrir árangur í námi. Meira »

Hafa sent fleiri mál til saksóknara

09:07 Skiptastjóri þrotabús United Silicon hefur á síðustu mánuðum tilkynnt nokkur ný mál sem tengjast þrotabúinu til embættis héraðssaksóknara. Ólíklegt er að aðrir en Arion banki fái nokkuð upp í kröfur sínar í þrotabúið. Meira »

Vilja rifta 550 milljóna greiðslu

08:55 Skiptastjórar þrotabús WOW air skoða nú hvort tilefni sé til þess að rifta samkomulagi sem Arion banki og WOW gerðu með sér í fyrra þar sem ákveðið var að breyta fimm milljóna dollara yfirdráttarláni í skuldabréf að sömu fjárhæð í flugfélaginu. Meira »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »