Reynir á þrek og þol í dag

Ólafía Kvaran lætur kalt vatn og aðrar hindranir ekki stoppa …
Ólafía Kvaran lætur kalt vatn og aðrar hindranir ekki stoppa sig í Spartan hindrunar- og þrekhlaupi þar sem búast má við hverju sem er. Ólafía keppir í undanúrslitum fyrir Spartan heimsmeistaramótið síðar í dag.

Ólafía Kvaran keppir í undankeppni heimsmeistaramótsins í Spartan hindrunar- og þrekhlaupinu, North American Championship, sem fram fer í Glen Jean í Vestur-Virginíuríki í Bandaríkjum í dag. Ólafía vann sér inn keppnisrétt í Spartan beast flokki eftir að hún varð í 3. sæti í sínu öðru hlaupi í New York í mars en fyrst keppti hún ásamt þremur öðrum á heimsmeistaramótinu í liðakeppni í fyrra haust.

„Forsvarsmenn Spartan komu til Íslands í fyrra og komust að því að Íslendingar þekktu ekkert til Spartan. Þeir buðu okkur að setja saman lið og við fórum þrjú í liðakeppnina í Lake Tahoe þar sem við stóðum okkur gríðarlega vel, lentum í 14. sæti af 28 liðum, segir Ólafía sem kynntist Spartan í gegnum æfingafélaga fyrir ári síðan.

Hún þarf að ná verðlaunasæti til þess að komast á heimsmeistaramótið. Hún segist búast við harðri keppni en að sjálfsögðu stefni hún hátt

Krefjandi, spennandi og ögrandi

„Í Spartan beast er hlaupið um 23 km utanvega upp brattar brekkur í skóglendi. Við vitum að á leiðinni mæta okkur 35 til 40 hindranir en við vitum ekki hverjar þær eru né hvar þær verða,“ segir Ólafía. Hún segir að Spartan sé lífsstílsvörumerki sem stofnað var um 2010 og sé stærsta hindrunar- og þrekhlaup (á ensku: obstacle and endurance run) í heimi. „Spartan er alltaf að verða vinsælla og vinsælla og er fyrir alla. Bæði þá sem keppa til peningaverðlauna og svo hinn almenna borgara sem er í meirihluta iðkenda Spartan,“ segir Ólafía og bætir við að í Spartan keppi atvinnumenn um peningaverðlaun. Fólk eins og hún keppir í aldursflokkum og svo almennir hlauparar.

„Spartan er hrikalega skemmtilegt, krefjandi, spennandi og ögrandi og byggt upp þannig að allir geti verið með en þurfi ekki að geta allt. Frá því í apríl hefur mikill tími farið í þetta og ég er fyrsti Íslendingurinn með kennsluréttindi í Spartan. Ég kynntist þessu á þeim tíma sem ég fann löngun til að breyta til og gera eitthvað ögrandi,“ segir Ólafía sem er eini íslenski keppandinn í keppninni í dag. Friðleifur Friðleifsson, eiginmaður Ólafíu, keppir í Spartan Super á morgun og ráðgerir Ólafía að hlaupa með honum. Sýnt verður beint frá keppninni í dag á facebooksíðu Spartan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert