Landsréttur staðfestir farbann Sindra

Málið verður þingfest 11. september.
Málið verður þingfest 11. september. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Sindri Þór Stefánsson verði áfram í farbanni þar til dómur gengur í máli hans, en ekki þó lengur en til 25. október.

Sindri Þór og tveir aðrir menn eru grunaðir um stórfelldan þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum að andvirði 200 milljóna íslenskra króna.

Meintir samverkamenn Sindra Þórs voru einnig dæmdir í farbann í héraðsdómi í lok síðustu viku. Sindri Þór, sem strauk af Sogni í vor, áfrýjaði úrskurðinum til Landsréttar.

Málið verður þingfest 11. september.

mbl.is