Heilsugæslan fái greitt fyrir bólusetningar

Bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til 4 ára hefur ...
Bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til 4 ára hefur verið ábótavant.

Sóttvarnarlæknir segir mikla vinnu vera í gangi núna til að reyna að bæta innköllunarkerfi í tengslum við bólusetningar barna á heilsugæslustöðvum til að auka þátttökuna. Þá er einnig verið að koma á fót greiðslumódeli þar sem hver heilsugæslustöð fær greitt fyrir sín verk, þar á meðal bólusetningar, til að hvetja til betri árangurs.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu í borgarstjórn um að gera almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla borgarinnar. Sóttvarnarlækni þykir hins vegar ekki ráðlagt að fara í baráttu við foreldra í tengslum við leikskólapláss fyrr en búið er að gera úrbætur á heilbrigðiskerfinu þannig innköllun í bólusetningar og skráning þeirra virki sem skyldi.

„Það er ýmislegt sem er í gangi sem verið er að breyta í samvinnu við heilsugæsluna til að reyna að bæta þessa þátttöku, sérstaklega í 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára bólusetningunum. Við erum aðallega óhress með þátttökuna þar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við mbl.is. 91 prósent þátttaka var í bólusetningum við mislingum, hettusótt og rauðum hundum á síðasta ári, en hún er framkvæmd við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er hins vegar 95 prósent.

Kerfið flaggi óbólusettum börnum

Þórólfur segir mikilvægast að ná til foreldra þeirra barna sem mæta ekki í bólusetningar. „Ástæðan er þá ekkert endilega af því þeir ætla meðvitað ekki að koma, heldur bara af því þetta gleymist. Það hefur verið bent á að það sé óeðlilegt að láta það alfarið í hendur foreldra að panta tíma því það á til að gleymast. Frekar að skrá niður tíma, þó það sé langt fram í tímann, og ef fólk mætir ekki þá hringja bjöllur. Fólk fengi þá áminningu deginum áður,“ útskýrir hann.

„Við erum að reyna að búa til innköllunarkerfi í sjúkraskrársögu sem myndi flagga þessu börnum sem hafa ekki mætt. Þannið að heilsugæslan geti kallað fram lista með börnum sem hafa ekki mætt og unnið markvisst að því að ná til þessa fólks. Það er verið að koma þessu kerfi á. Það tekur tíma og kostar pening, en sú vinna er á fullu.“

Þá bendir hann á að greiðslumódel sem verið er að koma upp hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hver heilsugæsla fær borgað fyrir sín verk, geti nýst í þessum tilgangi. „Eitt af því er þátttaka í bólusetningu, þannig það er mikill hvati fyrir heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu að ná sem bestum árangri í þátttökunni. Hugmyndin er að útfæra það á landsvísu.“

Vanskráningar skekkja tölfræðina 

Þórólfur segir það líka ákveðið vandamál að íbúaskrá úr þjóðskrá virðist ekki alltaf vera rétt. Það sé því erfitt að reiða sig á hana til að ná til fólks.

„Við höfum rekið okkur á það að þegar við höfum sent heilsugæslunni lista yfir börn sem eru illa bólusett eða óbólusett, þá segir heilsugæslan að þetta fólk búi ekki á svæðinu og hafi aldrei sést. Samt er það skráð eins og það búi þar. Þetta er þá kannski fólk sem býr erlendis og er samt skráð með heimili á Íslandi og kemur inn eins og það sé óbólusett og lækkar þannig töluna. Ég er að reyna að ná sambandi við þjóðskrá til að fara aðeins yfir þetta. Hvernig við getum fengið sem áreiðanlegastar upplýsingar um íbúaskrána.“

Þá er alltaf einhver óvissa með nákvæmni í skráningu bólusetninga sem veldur því að tölfræðin skekkist eitthvað. „Þessar tölur sem við erum að birta eru í raun lágmarkstölur. Þátttakan er allavega þessi en sennilega er hún meiri. Við höfum séð að það gleymist oft að skrá bólusetningar. Það er skráð á pappír en gleymist að skrá það inn í grunninn. Þá koma þeir krakkar fram sem óbólusettir. Þátttakan er því örugglega meiri en þær tölur sem við erum að birta. Við þurfum bara að reyna að lagfæra það.“

Lítill en stundum hávær hópur á móti bólusetningum 

Þrátt fyrir að vandamálið liggi að miklu leyti í innköllun og skráningu þá er hins vegar alltaf einhver hópur foreldra sem er hikandi varðandi bólusetningar og jafnvel alfarið á móti þeim. Þórólfur segir mikilvægt að halda áfram að ræða við þetta fólk. „Við höldum árlega fræðsluþing um bólusetningar með ungbarnaverndinni á heilsugæslunni sem sér um að bólusetja. Við byrjuðum á þessu í fyrra og ætlum að gera þetta aftur í haust þar sem við ætlum meðal annars að taka fyrir hvernig er hægt að ræða við foreldra sem eru hikandi hvað bólusetningar varðar. Þannig við erum að reyna að vinna frá þessum enda eins vel og við getum. Heilbrigðiskerfið er að reyna að bæta sig.“

Þórólfur telur að sá hópur fólks sem er á móti því að bólusetja börnin sín sé ekki stór hér á landi. Skoðanakannanir sýni það. „Ef við skoðum bólusetningar barna 3 og 5 mánaða þá er þátttaka þar yfir 95 prósent, þannig við erum ekki að fást við stóran hóp fólks sem er á móti. Hann virkar stundum hávær, þó það hafi ekki borið mikið á honum undanfarið. Ég held því að við eigum ekki að vera að eyða öllum okkar kröftum í þann í hóp. Við eigum að reyna að bæta hitt og sjá hverju það skilar okkur og hvort við þurfum að grípa til annarra ráða í framhaldi af því,“ segir Þórólfur og bætir við:

„Það er því að mínu mati ekki ráðlagt að fara að berjast við foreldra í tengslum við leikskólann. Því bæði kostar það ofboðslega vinnu og er óljóst hvernig ætti að útfæra. Ég held að við eigum ekki að fara út í það fyrr en hitt er komið í lag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ungbörn fjórðungur þeirra í garðinum

08:28 Fyrir um 200 árum dó um fjórðungur allra barna hér á landi áður en þau náðu eins árs aldri. Með nokkrum veigamiklum breytingum þegar kemur að hreinlæti og næringu breyttist þetta hins vegar mikið. Þessi mikli ungbarnadauði kemur vel í ljós þegar listi yfir látna í Víkurgarði er skoðaður. Meira »

Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar

08:19 Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar segir fjarstæðukennt að halda því fram að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér að Íslendingar verði neyddir til þess að samþykkja sæstreng. Meira »

Dreifðu límmiðum á höfuðborgarsvæðinu

08:05 Ungir jafnaðarmenn fóru um höfuðborgarsvæðið í gær og dreifðu límmiðum með jákvæðum skilaboðum í garð flóttafólks og hælisleitenda sem vilja setjast að hér á landi. Er þessi gjörningur andspyrna við öfl sem hafa upp á síðkastið dreift hatursáróðri gegn þessum viðkvæmu hópum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið, segir í tilkynningu. Meira »

Ágætisveður fram undan

06:40 Spáin gerir ráð fyrir stífri suðaustanátt og dálítilli vætu sunnan- og vestanlands en úrkomuminna á morgun. Hæg suðaustlæg átt og yfirleitt léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Fremur hlýtt í dag, en hægir vindar, úrkomulítið og kólnar smám saman þegar líður á vikuna. Meira »

Blandi saman samstarfi og samkeppni

05:30 Sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi segir þá klasa ná bestum árangri þar sem fyrirtæki eiga í harðri samkeppni sín á milli en gera sér um leið grein fyrir að á vissum sviðum sé best að vinna saman. Meira »

Eru bókstaflega á kafi í náminu

05:30 Ellefu nemar frá Landhelgisgæslu Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra eru nú á köfunarnámskeiði. Þeir stefna að útskrift 30. nóvember og hljóta þá B- og C-réttindi sem íslenskir atvinnukafarar. Meira »

Embættismenn borgarinnar skrái hagsmuni

05:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður taka undir það í umsögnum sínum að tekin verði upp hagsmunaskráning æðstu embættismanna borgarinnar. Meira »

Óvenju mikil úrkoma í Reykjavík

05:30 Óvenju mikil úrkoma var í Reykjavík á tveimur sólarhringum, frá hádegi 16. nóvember til hádegis 18. nóvember. Samtals komu 83,2 mm í úrkomumælinn á Veðurstofutúni, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifar í Hungurdiskum. Meira »

Ekki víst að allir fái matarhjálp

05:30 „Ég hef aldrei verið eins kvíðin og fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið mjög slæmt og við gengum verulega á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég efast um að við getum hjálpað öllum fyrir þessi jól.“ Meira »

Kulnun er jafnvel lífshættuleg

05:30 „Kulnun og í versta falli örmögnun er alvarleg og getur verið lífshættuleg,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Meira »

Rannsókn hefst í fyrramálið

Í gær, 21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

Í gær, 21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

Í gær, 21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

Í gær, 20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

Í gær, 19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

Í gær, 19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

Í gær, 19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

Í gær, 18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

Í gær, 17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...