Heilsugæslan fái greitt fyrir bólusetningar

Bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til 4 ára hefur ...
Bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til 4 ára hefur verið ábótavant.

Sóttvarnarlæknir segir mikla vinnu vera í gangi núna til að reyna að bæta innköllunarkerfi í tengslum við bólusetningar barna á heilsugæslustöðvum til að auka þátttökuna. Þá er einnig verið að koma á fót greiðslumódeli þar sem hver heilsugæslustöð fær greitt fyrir sín verk, þar á meðal bólusetningar, til að hvetja til betri árangurs.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu í borgarstjórn um að gera almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla borgarinnar. Sóttvarnarlækni þykir hins vegar ekki ráðlagt að fara í baráttu við foreldra í tengslum við leikskólapláss fyrr en búið er að gera úrbætur á heilbrigðiskerfinu þannig innköllun í bólusetningar og skráning þeirra virki sem skyldi.

„Það er ýmislegt sem er í gangi sem verið er að breyta í samvinnu við heilsugæsluna til að reyna að bæta þessa þátttöku, sérstaklega í 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára bólusetningunum. Við erum aðallega óhress með þátttökuna þar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við mbl.is. 91 prósent þátttaka var í bólusetningum við mislingum, hettusótt og rauðum hundum á síðasta ári, en hún er framkvæmd við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er hins vegar 95 prósent.

Kerfið flaggi óbólusettum börnum

Þórólfur segir mikilvægast að ná til foreldra þeirra barna sem mæta ekki í bólusetningar. „Ástæðan er þá ekkert endilega af því þeir ætla meðvitað ekki að koma, heldur bara af því þetta gleymist. Það hefur verið bent á að það sé óeðlilegt að láta það alfarið í hendur foreldra að panta tíma því það á til að gleymast. Frekar að skrá niður tíma, þó það sé langt fram í tímann, og ef fólk mætir ekki þá hringja bjöllur. Fólk fengi þá áminningu deginum áður,“ útskýrir hann.

„Við erum að reyna að búa til innköllunarkerfi í sjúkraskrársögu sem myndi flagga þessu börnum sem hafa ekki mætt. Þannið að heilsugæslan geti kallað fram lista með börnum sem hafa ekki mætt og unnið markvisst að því að ná til þessa fólks. Það er verið að koma þessu kerfi á. Það tekur tíma og kostar pening, en sú vinna er á fullu.“

Þá bendir hann á að greiðslumódel sem verið er að koma upp hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hver heilsugæsla fær borgað fyrir sín verk, geti nýst í þessum tilgangi. „Eitt af því er þátttaka í bólusetningu, þannig það er mikill hvati fyrir heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu að ná sem bestum árangri í þátttökunni. Hugmyndin er að útfæra það á landsvísu.“

Vanskráningar skekkja tölfræðina 

Þórólfur segir það líka ákveðið vandamál að íbúaskrá úr þjóðskrá virðist ekki alltaf vera rétt. Það sé því erfitt að reiða sig á hana til að ná til fólks.

„Við höfum rekið okkur á það að þegar við höfum sent heilsugæslunni lista yfir börn sem eru illa bólusett eða óbólusett, þá segir heilsugæslan að þetta fólk búi ekki á svæðinu og hafi aldrei sést. Samt er það skráð eins og það búi þar. Þetta er þá kannski fólk sem býr erlendis og er samt skráð með heimili á Íslandi og kemur inn eins og það sé óbólusett og lækkar þannig töluna. Ég er að reyna að ná sambandi við þjóðskrá til að fara aðeins yfir þetta. Hvernig við getum fengið sem áreiðanlegastar upplýsingar um íbúaskrána.“

Þá er alltaf einhver óvissa með nákvæmni í skráningu bólusetninga sem veldur því að tölfræðin skekkist eitthvað. „Þessar tölur sem við erum að birta eru í raun lágmarkstölur. Þátttakan er allavega þessi en sennilega er hún meiri. Við höfum séð að það gleymist oft að skrá bólusetningar. Það er skráð á pappír en gleymist að skrá það inn í grunninn. Þá koma þeir krakkar fram sem óbólusettir. Þátttakan er því örugglega meiri en þær tölur sem við erum að birta. Við þurfum bara að reyna að lagfæra það.“

Lítill en stundum hávær hópur á móti bólusetningum 

Þrátt fyrir að vandamálið liggi að miklu leyti í innköllun og skráningu þá er hins vegar alltaf einhver hópur foreldra sem er hikandi varðandi bólusetningar og jafnvel alfarið á móti þeim. Þórólfur segir mikilvægt að halda áfram að ræða við þetta fólk. „Við höldum árlega fræðsluþing um bólusetningar með ungbarnaverndinni á heilsugæslunni sem sér um að bólusetja. Við byrjuðum á þessu í fyrra og ætlum að gera þetta aftur í haust þar sem við ætlum meðal annars að taka fyrir hvernig er hægt að ræða við foreldra sem eru hikandi hvað bólusetningar varðar. Þannig við erum að reyna að vinna frá þessum enda eins vel og við getum. Heilbrigðiskerfið er að reyna að bæta sig.“

Þórólfur telur að sá hópur fólks sem er á móti því að bólusetja börnin sín sé ekki stór hér á landi. Skoðanakannanir sýni það. „Ef við skoðum bólusetningar barna 3 og 5 mánaða þá er þátttaka þar yfir 95 prósent, þannig við erum ekki að fást við stóran hóp fólks sem er á móti. Hann virkar stundum hávær, þó það hafi ekki borið mikið á honum undanfarið. Ég held því að við eigum ekki að vera að eyða öllum okkar kröftum í þann í hóp. Við eigum að reyna að bæta hitt og sjá hverju það skilar okkur og hvort við þurfum að grípa til annarra ráða í framhaldi af því,“ segir Þórólfur og bætir við:

„Það er því að mínu mati ekki ráðlagt að fara að berjast við foreldra í tengslum við leikskólann. Því bæði kostar það ofboðslega vinnu og er óljóst hvernig ætti að útfæra. Ég held að við eigum ekki að fara út í það fyrr en hitt er komið í lag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrjár nýjar gerðir af dúkkunni Lúllu

21:15 Sigurganga dúkkunnar Lúllu um heiminn heldur áfram. Nú er að fjölga í hópnum og í byrjun apríl verða afgreiddar forpantanir á þremur nýjum gerðum af Lúllu. Eftir það fara dúkkurnar í verslanir víða um heim. Meira »

Kona slasaðist á Esjunni

21:05 Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálf átta í kvöld vegna konu sem hafði slasast í grjóthruni á Esjunni neðan við Stein, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Meira »

Aulalegt að hafa skiltið ekki rétt

20:30 Ljósmynd sem var nýlega tekin af umferðarskilti á Suðurlandsvegi, rétt ofan við Rauðavatn á leiðinni frá Reykjavík, sýnir 70 kílómetra hámarkshraða fyrir bifreiðar með eftirvagna eða skráð tengitæki þegar hámarkshraðinn á að vera 80 km á klukkustund. Meira »

Búið að finna drengina

20:01 Búið er að finna drengina sem lögreglan á Suðurnesjum auglýsti eftir nú í kvöld. Drengirnir, sem eru níu ára gamlir og úr Grindavík, skiluðu sér ekki heim eftir skóla og biðlaði lögregla því til Grindvíkinga að svipast um eftir drengjunum. Meira »

Ísland nær samningi við Breta

19:46 Búið er að lenda samningi milli Íslands og Bretlands sem tryggir óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Lögregla leitar 9 ára drengja á Suðurnesjum

19:27 Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum, Þorgeiri og Orra Steini úr Grindavík. Drengirnir skiluðu sér ekki heim eftir skóla í dag og eru fjölskyldur þeirra nú að leita að þeim á svæðinu. Meira »

Innlyksa á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs

19:21 Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja einstaklinga sem eru nú strandaglópar á Hrafnseyrarheiði vegna snjóflóðs. Meira »

Áhyggjur af viðræðuslitum SGS

19:15 „Þetta er alvarleg staða. Í sjómannaverkfallinu [fyrir tveimur árum] þá misstum við viðskiptavini af því að við gátum ekki afhent. Eftir það komu ekki allir okkar viðskiptavinir til baka,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við mbl.is. Meira »

„Aukaskrefin“ tryggja skólastarfið

18:55 „Það eru allir tilbúnir til að hjálpa okkur,“ segir Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, starfsfólk skólans hefur undanfarna daga þurft að bregðast við afar hraðri atburðarás sem hefur leitt til þess að skólastarfið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og félagsheimili Þróttar fram á sumar. Meira »

Fresta veislu þingmanna vegna verkfalls

18:25 „Við vildum bara alls ekki að það gæti verið neinn minnsti vafi á því að verkfallið væri virt á þeim vinnustað sem við hefðum fengið inni fyrir okkar veislu og það var ekki þægileg tilhugsun að það gæti verið eitthvað óljóst eða óvissa í þeim efnum,“ segir Steingrímur. J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Góður andi í nýju húsnæði Bergsins

17:45 Bergið Headspace, úrræði fyrir ungt fólk, verður til húsa á Suðurgötu 10 en leigusamningur þess efnis var undirritaður í morgun. „Við erum ótrúlega ánægð að vera búin að festa okkur húsnæði. Þetta er frábært húsnæði á góðum stað í bænum,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, einn af stofnendum Bergsins. Meira »

Reyna að múta nemendum með pítsu

17:22 Þó skiljanlegt sé að einhverjir skólar vilji ekki hvetja til skróps er annað að taka beina afstöðu gegn loftslagsverkföllum skólabarna. Þetta kemur fram í athugasemdum Landssamtak íslenskra stúdenta. Eitt sé „að börn fái skróp í kladdann, annað sé að hóta eða múta börnunum sem láta sig loftslagsmálin varða. Meira »

Ekkert óeðlilegt að ræða dóminn

17:10 „Ég lít ekki svo á að þeir hæstvirtir ráðherrar sem hafa tjáð sig um þessi mál og hafa viðrað uppi sjónarmið um inntak þessa dóms séu með því að tala Mannréttindadómstólinn niður. Ég held einmitt að við þurfum að leyfa okkur að geta átt samtal um það hvaða mat við leggjum á rökstuðning og það er ekkert óeðlilegt við það.“ Meira »

Telur málið verða ríkissjóði dýrt

16:49 „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra um að hún hyggist vinna þetta mál í samvinnu við alla flokka. Samfylkingin er tilbúin til að koma að þeirri vinnu enda verði hún byggð á vandvirkni og virðingu fyrir Mannréttindadómstólnum.“ Meira »

Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

16:42 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is. Meira »

Óska eftir skýrslu um loðnuna

16:38 Allir þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar og Flokks fólksins hafa óskað eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji skýrslu um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins á árunum 2000 til 2019. Meira »

Hyggst nálgast málið af yfirvegun

16:29 „Við stöndum hér frammi fyrir mjög vandasömu en mikilvægu verkefni. Í erfiðum málum eins og hér um ræðir er niðurstaðan sjaldnast einsýn og það á ekki að láta eins og svo sé,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Rússar innan loftrýmissvæðisins

16:22 Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur bandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Meira »

Bæti stöðu sína á kostnað sveitarfélaga

16:15 Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir að þær upplýsingar sem sambandið hafi fengið frá fjármálaráðuneytinu í síðustu viku hafi falist í því að þingsályktunartillaga þess efnis að skerða eigi fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga hafi verið fullgerð. Meira »
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að
Óskum eftir ömmu/afa sem getur mætt að passa, nokkur skipti í mánuði kl. 5 á mor...
íslenskir stálstólarnýtt áklæði
ER VMEÐ NOKKRA ÍSLENSKA STÁLSTÓLA STAFLANLEGIR NÝTT ÁKLÆÐI NÝJA GRINDIN Á 15,00...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...