Heilsugæslan fái greitt fyrir bólusetningar

Bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til 4 ára hefur ...
Bólusetningum barna á aldrinum 12 mánaða til 4 ára hefur verið ábótavant.

Sóttvarnarlæknir segir mikla vinnu vera í gangi núna til að reyna að bæta innköllunarkerfi í tengslum við bólusetningar barna á heilsugæslustöðvum til að auka þátttökuna. Þá er einnig verið að koma á fót greiðslumódeli þar sem hver heilsugæslustöð fær greitt fyrir sín verk, þar á meðal bólusetningar, til að hvetja til betri árangurs.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu í borgarstjórn um að gera almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla borgarinnar. Sóttvarnarlækni þykir hins vegar ekki ráðlagt að fara í baráttu við foreldra í tengslum við leikskólapláss fyrr en búið er að gera úrbætur á heilbrigðiskerfinu þannig innköllun í bólusetningar og skráning þeirra virki sem skyldi.

„Það er ýmislegt sem er í gangi sem verið er að breyta í samvinnu við heilsugæsluna til að reyna að bæta þessa þátttöku, sérstaklega í 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára bólusetningunum. Við erum aðallega óhress með þátttökuna þar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við mbl.is. 91 prósent þátttaka var í bólusetningum við mislingum, hettusótt og rauðum hundum á síðasta ári, en hún er framkvæmd við 18 mánaða aldur. Æskilegt hlutfall er hins vegar 95 prósent.

Kerfið flaggi óbólusettum börnum

Þórólfur segir mikilvægast að ná til foreldra þeirra barna sem mæta ekki í bólusetningar. „Ástæðan er þá ekkert endilega af því þeir ætla meðvitað ekki að koma, heldur bara af því þetta gleymist. Það hefur verið bent á að það sé óeðlilegt að láta það alfarið í hendur foreldra að panta tíma því það á til að gleymast. Frekar að skrá niður tíma, þó það sé langt fram í tímann, og ef fólk mætir ekki þá hringja bjöllur. Fólk fengi þá áminningu deginum áður,“ útskýrir hann.

„Við erum að reyna að búa til innköllunarkerfi í sjúkraskrársögu sem myndi flagga þessu börnum sem hafa ekki mætt. Þannið að heilsugæslan geti kallað fram lista með börnum sem hafa ekki mætt og unnið markvisst að því að ná til þessa fólks. Það er verið að koma þessu kerfi á. Það tekur tíma og kostar pening, en sú vinna er á fullu.“

Þá bendir hann á að greiðslumódel sem verið er að koma upp hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hver heilsugæsla fær borgað fyrir sín verk, geti nýst í þessum tilgangi. „Eitt af því er þátttaka í bólusetningu, þannig það er mikill hvati fyrir heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu að ná sem bestum árangri í þátttökunni. Hugmyndin er að útfæra það á landsvísu.“

Vanskráningar skekkja tölfræðina 

Þórólfur segir það líka ákveðið vandamál að íbúaskrá úr þjóðskrá virðist ekki alltaf vera rétt. Það sé því erfitt að reiða sig á hana til að ná til fólks.

„Við höfum rekið okkur á það að þegar við höfum sent heilsugæslunni lista yfir börn sem eru illa bólusett eða óbólusett, þá segir heilsugæslan að þetta fólk búi ekki á svæðinu og hafi aldrei sést. Samt er það skráð eins og það búi þar. Þetta er þá kannski fólk sem býr erlendis og er samt skráð með heimili á Íslandi og kemur inn eins og það sé óbólusett og lækkar þannig töluna. Ég er að reyna að ná sambandi við þjóðskrá til að fara aðeins yfir þetta. Hvernig við getum fengið sem áreiðanlegastar upplýsingar um íbúaskrána.“

Þá er alltaf einhver óvissa með nákvæmni í skráningu bólusetninga sem veldur því að tölfræðin skekkist eitthvað. „Þessar tölur sem við erum að birta eru í raun lágmarkstölur. Þátttakan er allavega þessi en sennilega er hún meiri. Við höfum séð að það gleymist oft að skrá bólusetningar. Það er skráð á pappír en gleymist að skrá það inn í grunninn. Þá koma þeir krakkar fram sem óbólusettir. Þátttakan er því örugglega meiri en þær tölur sem við erum að birta. Við þurfum bara að reyna að lagfæra það.“

Lítill en stundum hávær hópur á móti bólusetningum 

Þrátt fyrir að vandamálið liggi að miklu leyti í innköllun og skráningu þá er hins vegar alltaf einhver hópur foreldra sem er hikandi varðandi bólusetningar og jafnvel alfarið á móti þeim. Þórólfur segir mikilvægt að halda áfram að ræða við þetta fólk. „Við höldum árlega fræðsluþing um bólusetningar með ungbarnaverndinni á heilsugæslunni sem sér um að bólusetja. Við byrjuðum á þessu í fyrra og ætlum að gera þetta aftur í haust þar sem við ætlum meðal annars að taka fyrir hvernig er hægt að ræða við foreldra sem eru hikandi hvað bólusetningar varðar. Þannig við erum að reyna að vinna frá þessum enda eins vel og við getum. Heilbrigðiskerfið er að reyna að bæta sig.“

Þórólfur telur að sá hópur fólks sem er á móti því að bólusetja börnin sín sé ekki stór hér á landi. Skoðanakannanir sýni það. „Ef við skoðum bólusetningar barna 3 og 5 mánaða þá er þátttaka þar yfir 95 prósent, þannig við erum ekki að fást við stóran hóp fólks sem er á móti. Hann virkar stundum hávær, þó það hafi ekki borið mikið á honum undanfarið. Ég held því að við eigum ekki að vera að eyða öllum okkar kröftum í þann í hóp. Við eigum að reyna að bæta hitt og sjá hverju það skilar okkur og hvort við þurfum að grípa til annarra ráða í framhaldi af því,“ segir Þórólfur og bætir við:

„Það er því að mínu mati ekki ráðlagt að fara að berjast við foreldra í tengslum við leikskólann. Því bæði kostar það ofboðslega vinnu og er óljóst hvernig ætti að útfæra. Ég held að við eigum ekki að fara út í það fyrr en hitt er komið í lag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »

Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags

16:11 Vegna mikils fjölda sjúklinga sem hafa leitað til Landspítalans, einkum bráðamóttöku, er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika á bráðamóttöku spítalans. Meira »

Aldrei vör við óþarfa eyðslu

15:58 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist aldrei hafa orðið vör við óþarfa eyðslu af hálfu þingsins í störfum sínum í Norðurlandaráði en hún er formaður Íslandsdeildar ráðsins og hefur einnig átt sæti í utanríkismálanefnd í fimm ár. Meira »

Leyfi frá störfum vegna gatnaframkvæmda

15:52 Forseti sveitarstjórnar Norðurþings og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örlygur Hnefill Örlygsson, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá sveitarstjórn út október vegna gatnaframkvæmda við hótel sem hann rekur í sveitarfélaginu og hafa tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Segir hann hótelið hafa orðið fyrir fjárhagstjóni af þeim sökum. Meira »

„Ekkert jákvætt við heræfingar“

15:31 Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmenn Vinstri grænna, gagnrýndu bæði á Alþingi þær heræfingar sem eru fyrirhugaðar hér á landi í október og nóvember. Meira »

Lífið verið einn rússíbani síðan

15:12 Fyrsti vinningur Lottósins síðasta laugardagskvöld féll í skaut ungra foreldra tveggja barna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa komið börnunum sínum í svefn á föstudagskvöldið fór eiginmaðurinn út en konan kom sér fyrir með tölvuna og fór að vafra um netið. Meira »

Yngsti kærði einstaklingur 4 ára

15:10 Fjöldi grunaðra fyrir hegningarlagabrot árið 2017 voru 4.124 einstaklingar, eða 9% fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Bæði árin 2016 og 2017 voru karlar rétt tæp 80 prósent grunaðra og er það sambærilegt við fyrri ár, þó að árið 2015 hafi hlutfallið verið aðeins lægra eða 77 prósent. Meira »

Fleiri vilja stöðugt verðlag

15:08 Fleiri eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. Þar segir að helmingur svarenda sé hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla sé lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir. Meira »

Áfram í haldi fyrir meint brot gegn börnum

14:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gróft kynferðisbrot sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið framlengt til 3. október. Meira »

Rýrt innlegg í kjaraviðræður

14:13 Miðstjórn ASÍ segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Meira »

„Getum ekki valið að mæta stundum“

13:43 „Þarna er um reglubundna þátttöku okkar að ræða í þessu norræna samstarfi. Við erum með litlar sendinefndir og fámennan hóp, 7 manns af 87, þannig að Ísland er ekki mjög stórt í þessu. Við bara mönnum að lágmarki það sem við tökum þátt í,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Kirkjufellið varasamt

13:17 Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormáki upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnanlegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Meira »

Bendir á tengsl Fréttablaðsins og VSV

13:09 Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og sömuleiðis varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Brims. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

12:00 Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »