Kylfingur slasaðist alvarlega

Loftmynd af Hvaleyrarvelli, þar sem slysið varð 25. ágúst.
Loftmynd af Hvaleyrarvelli, þar sem slysið varð 25. ágúst. Ljósmynd/Keilir

Karlmaður á sextugsaldri slasaðist alvarlega á golfmóti á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í lok síðasta mánaðar er kúla sem hann sló lenti í bergi við völlinn með þeim afleiðingum að kúlan skaust til baka og í andlitið á manninum. Hann missti augað við höggið frá kúlunni, samkvæmt framkvæmdastjóra golfkúbbsins Keilis.

Þetta gerðist á opnu golfmóti 25. ágúst á vellinum. Kylfingurinn sem um ræðir er vanur, segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis. „Þetta er versta dæmi sem við höfum séð hjá okkur. Grafalvarlegt slys og fyrst og fremst bara áfall,“ sagði Ólafur í samtali við mbl.is, en RÚV greindi fyrst frá slysinu.  

Víða um land eru golfvellir lagðir á hrauni. Slys á golfvöllum eru samt ekki tíð. „Við sjáum sem betur fer fá dæmi um slys af þessum toga en þetta er náttúrlega hræðileg óheppni,“ sagði Ólafur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert