Frakki kom fyrstur í mark

Benoit Branger frá Frakklandi kom fyrstur í mark.
Benoit Branger frá Frakklandi kom fyrstur í mark. Ljósmynd/Aðsend

Benoit Branger frá Frakklandi kom fyrstur í mark í Hengils Ultra Trail 100 kílómetra hlaupinu í Hveragerði í dag. Hlaupið var ræst klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Branger kom í mark á 14 klukkutímum, 20 mínútum og 24 sekúndum, sem er brautarmet, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þetta er í sjöunda sinn sem utanvegahlaupið er haldið í …
Þetta er í sjöunda sinn sem utanvegahlaupið er haldið í Hveragerði en en alls voru keppendur 372 talsins frá 17 þjóðlöndum. Ljósmynd/Aðsend

Þá segir að Bretinn Matt O'Keefe hafi verið annar í mark og Birgir Már Vigfússon frá Íslandi þriðji.

Ingvar Hjartarson kom inn á besta tímanum í 50 kílómetra hlaupinu, Daníel Reynisson varð í öðru sæti og Kanadamaðurinn Jason Wright í því þriðja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert