Ástfangnir fengu lása á Ástarviku

Ástin blómstrar á Bolungarvík þessa dagana, sem aðra.
Ástin blómstrar á Bolungarvík þessa dagana, sem aðra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Árleg Ástarvika – kærleiksrík menningarvika – er hafin í Bolungarvík. Setningin var á varnargarðinum Verði fyrir ofan Bolungarvík.

Þar var kveikt á rauðum blysum og ástfangin pör fengu ástarlása til að innsigla ást sína en hægt er að festa lásana við grindverkið á varnargarðinum. Þá faðmaðist fólk og kysstist af þessu tilefni, að því er fram kemur á vef Bolungarvíkur.

Hver ástarviðburðurinn rekur annan í vikunni. Tíu bestu ástarsögur allra tíma eru á dagskrá í bókasafninu alla daga klukkan 14. Á morgun verður ástarvikuganga í surtarbrandsnámuna í Syðridal. Ástarvikunni í Bolungarvík lýkur á laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert