Dæmdur fyrir afbrot í átta löndum

Wyszpolski er skæður innbrotsþjófur.
Wyszpolski er skæður innbrotsþjófur.

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt pólskan karlmann, Kamil Piotr Wyszpolski, í 18 mánaða fangelsi fyrir fjölda innbrota og þjófnaða víða um land í sumar.

Maðurinn var handtekinn ásamt föður sínum á Breiðdal í júní eftir að þeir reyndu að komast undan lögreglu. Feðgarnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðan farbann Grunur leikur á að yngri maðurinn hafi haldið innbrotum áfram eftir að hann losnaði úr varðhaldi.

Wyszpolski játaði brot sín fyrir dómi. Fram kemur að hann hafi frá árinu 2008 fengið fangelsisdóma fyrir ýmis brot, þar á meðal fíkniefnabrot og þjófnaði, í Póllandi, Noregi, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Lúxemborg og Svíþjóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert