„Góðærið hefur ekki náð til allra“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi ...
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að stjórnvöld hefðu undanfarin ár ekki nýtt fordæmalítið svigrúm til að jafna kjör nægilega og auka félagslegan stöðugleika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ýmislegt bendir til að við séum á leið niður í dal eftir að hafa verið á tindi hagsveiflu í langan tíma. Komandi mánuðir eru afgerandi,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Hann sagði að stjórnvöld hefðu undanfarin ár ekki nýtt fordæmalítið svigrúm til að jafna kjör nægilega og auka félagslegan stöðugleika. 

„Það þarf ekki sterka raunveruleikatengingu til að sjá að góðærið hefur ekki náð til allra. Stór hópur fólks upplifir það fyrst og fremst í gegnum meðaltöl, glanstímarit eða fréttir af launahækkunum tekjuhárra, meðal annars okkar,“ sagði Logi.

Stjórnvöld hafa hrifsað ávinning af launahækkunum

Logi sagði að stjórnvöld þyrftu að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem er framundan. Hann gagnrýndi seinaganginn og varaði við aðferðinni að nota slík útspil sem skiptimynd á síðustu stundu.

„Stjórnvöld síðustu ár hafa hins vegar fremur unnið þannig að það þyngi samningsgerð – þau hafa hrifsað ávinning af launahækkunum, með frystingu persónuafsláttar og lækkun barna- og vaxtabóta, ekki bætt kjör aldraðra og öryrkja nægilega,“ sagði Logi og bætti við að tillögur Samfylkingar undanfarin fimm ár um hækkun bóta hefðu verið felldar af stjórnarmeirihluta hverju sinni.

Hrogn og súkkulaði passa ekki saman

„Stjórnmál verða að fara að snúast um framtíðarsýn; hvers konar samfélag er skynsamlegt og siðlegt og hvaða leið er að því marki. Ég veit að þar greinir okkur á. En þó það sé alveg ljóst að hrogn og súkkulaði eru hvort tveggja uppistaða í rétti - er ólíklegt að hráefnin henti í sömu uppskrift,“ sagði Logi. Hann bætti við að stjórnmál ættu ekki að vera huggulegur klúbbur þó að fólk eigi að geta sýnt hvað öðru kurteisi og sameinast um einstök góð mál.

Logi sagði að það þyrfti að stíga miklu róttækari skref í átt að jöfnuði. Það þyrfti að búa launafólki, öldruðum og öryrkjum fjárhagslegt öryggi og félagslegt svigrúm og gera velferðar- og heilbrigðisþjónustu ódýrari.

„Ungt fólk hefur til dæmis ekki notið uppgangs síðustu ára. Það hefur verið skilið eftir þrátt fyrir að vera lykillinn að framtíð okkar,“ sagði Logi. Hann sagði unga fólkið geta valið allan heiminn. „Við þurfum að bjóða þeim betri skilyrði til þess að þau hafi yfir höfuð áhuga eða efni á að búa á Íslandi.  

Mikill jöfnuður er lykillinn

Logi sagði að það yrði að gera grundvallarbreytingar, þar sem almannahagsmunir ráða en ekki þröngir sérhagsmunir. Það þyrfti að breyta gjaldtökum af sameiginlegum náttúruauðlindum, endurskoða landbúnaðarkerfið, efna loforð um nýja stjórnarskrá og vinna að upptöku evru með inngöngu í Evrópusambandið.

„Ísland er auðugt land og vandalaust að teikna meðaltöl sem sem sýna almenna velsæld. Munum samt að í skugga meðaltala leynast börn sem búa við skort, ungt fólk í fíknivanda, fjölskyldur á hrakhólum - fátækt fólk. Mikill jöfnuður er einmitt lykilinn að hamingjusömu, framsæknu og kraftmiklu samfélagi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar.

mbl.is

Innlent »

Sporðar íslensku jöklanna hopa

07:37 „Aðgengi að flestum jökulsporðum hefur breyst hratt. Það eru að myndast jökullón fyrir framan svo marga mælistaði að það getur verið erfitt að komast að jökulsporðunum til að mæla.“ Meira »

Hindranir koma á óvart

07:17 Rann­sak­andi hjá Am­nesty segir að það hafi komið verulega á óvart hversu miklar hindranir mæta fólki, með líf­fræðileg kynein­kenni sem eru ekki dæmi­gerð fyr­ir karl­menn eða kon­ur, á Íslandi. Því Ísland hafi þá ímynd meðal annarra ríkja Evrópu að vera framarlega þegar kemur að jafnrétti. Meira »

Skaplegt veður síðdegis

07:01 Þrátt fyrir að dragi úr austanstorminum sem geisað hefur í nótt á landinu öllu eru gular viðvaranir enn í gildi. Síðan er djúp 940 mb víðáttumikil lægð langt suður í hafi og nálgast hún Grænland. Áhrifa hennar mun gæta á Íslandi. Mjög hvasst er undir Hafnarfjalli og víðar. Meira »

Barn án ríkisfangs

06:45 Fjölskylda Shamima Begum, sem gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams í Sýrlandi þegar hún var 15 ára gömul, ætlar ekki að sætta sig við að hún verði svipt breskum ríkisborgararétti. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

05:50 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði að nýju en hún var lokuð um tíma í nótt. Framan af degi gengur í austanstorm með úrkomu yfir landið frá suðri til norðurs. Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu. Meira »

Standi saman og vísi til sáttasemjara

05:30 Kjaradeilan er komin á það stig að nú eiga félögin í Starfsgreinasambandinu, Landssamband íslenskra verslunarmanna og iðnaðarmannafélögin að standa saman um að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Þetta segir Aðalsteinn Á. Meira »

Samkeppnishæf íslensk einingahús

05:30 „Tvö parhús hafa risið í Vík í Mýrdal á vegum sveitarfélagsins með stofnframlagi frá Íbúðalánasjóði. Þau eru með fyrstu húsum sem voru byggð með slíkum stofnframlögum.“ Meira »

Tístir um færð á vegum landsins

05:30 Vegagerðin tístir daglega um færð á vegum landsins á samfélagsmiðlinum Twitter og notar merkin #færðin og #lokað fyrir tíst á íslensku. Einnig er reynt að svara fyrirspurnum sem berast á Twitter jafnóðum. Meira »

Í 18. sæti meðal fiskveiðiþjóða

05:30 Alls nam heimsaflinn árið 2016 rúmlega 92 milljónum tonna og minnkaði um 1,7 milljónir tonna frá árinu á undan, en var svipaður og 2013 og 2014. Mest var veitt af alaskaufsa, 3,3 milljónir tonna, 3,2 millj. Meira »

Gömlu hafnargarðar Reykjavíkur sagaðir niður

05:30 Steinsmiðja S. Helgasonar vinnur nú hörðum höndum að því að saga gömlu hafnargarðana sem grafnir voru upp við Reykjavíkurhöfn. Meira »

35 klst. vinnuvika og jöfnun launa

05:30 Krafist er styttingar vinnuvikunnar í 35 stundir, jöfnunar launa á milli almenna markaðarins og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingar til framtíðar í kröfugerð Sameykis gagnvart Reykjavíkurborg. Meira »

Dagur vonbrigða segir Drífa

Í gær, 23:20 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir á Facebook-síðu sinni nú í kvöld að það hafi verið dagur vonbrigða þegar ríkisstjórnin kynnti stéttarfélögunum skattatillögur sínar í dag. Meira »

Getur komið til lokana í nótt

Í gær, 23:02 Fyrsta viðvörunin tók gildi fyrir sjö mínútum síðan,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, en austanstormur með úrkomu fer yfir landið frá suðri til norðurs og er gul viðvörun er í gildi á landinu öllu. Þá varar Vegagerðin við að komið geti til lokana vega. Meira »

Hafa rætt kosningamálið í rúma 4 tíma

Í gær, 21:40 Umræður um tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að sveitarstjórnarráðuneytinu verði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa hafa staðið í rúma fjóra klukkutíma á fundi borgarstjórnar. Meira »

Tortryggnin hefur aukist

Í gær, 20:48 Vika er liðin frá því að fréttaskýringarþátturinn Kveikur uppljóstraði um svik bílaleigunnar Procar og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segist finna fyrir því að tortryggni þeirra sem eru að kaupa bíla hafi aukist. Hann segir ávinninginn af svindli sem þessu geta verið mikinn. Meira »

Tölvupóstur er streituvaldur heima

Í gær, 20:37 „Bara það eitt að geta átt von á tölvupóst [er] nóg til að vera streituvaldandi,“ segir Steinar Þór Ólafsson sem flutti fyrirlestur um skaðlega vinnustaðamenningu í Hí í dag. Enn fremur séu væntingar um tölvupósta streituvaldur hjá öðru heimilisfólki, þetta hafi nýleg rannsókn leitt í ljós. Meira »

Viðbrögð verkalýðsfélaganna koma á óvart

Í gær, 20:20 „Það er ekki þannig að einstök stéttarfélög semji fyrir sitt leyti um skattkerfisbreytingar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um viðbrögð stéttarfélaganna við skattkerfistillögum ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

Í gær, 19:00 Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verður tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

Í gær, 18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »
Til sölu Skoda 110L árg 1976.
Bíllinn er nokkuð heillegur. Ýmislegt grams fylgir með, t.d. nýtt framstykki,...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...