„Góðærið hefur ekki náð til allra“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi ...
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld að stjórnvöld hefðu undanfarin ár ekki nýtt fordæmalítið svigrúm til að jafna kjör nægilega og auka félagslegan stöðugleika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ýmislegt bendir til að við séum á leið niður í dal eftir að hafa verið á tindi hagsveiflu í langan tíma. Komandi mánuðir eru afgerandi,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Hann sagði að stjórnvöld hefðu undanfarin ár ekki nýtt fordæmalítið svigrúm til að jafna kjör nægilega og auka félagslegan stöðugleika. 

„Það þarf ekki sterka raunveruleikatengingu til að sjá að góðærið hefur ekki náð til allra. Stór hópur fólks upplifir það fyrst og fremst í gegnum meðaltöl, glanstímarit eða fréttir af launahækkunum tekjuhárra, meðal annars okkar,“ sagði Logi.

Stjórnvöld hafa hrifsað ávinning af launahækkunum

Logi sagði að stjórnvöld þyrftu að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem er framundan. Hann gagnrýndi seinaganginn og varaði við aðferðinni að nota slík útspil sem skiptimynd á síðustu stundu.

„Stjórnvöld síðustu ár hafa hins vegar fremur unnið þannig að það þyngi samningsgerð – þau hafa hrifsað ávinning af launahækkunum, með frystingu persónuafsláttar og lækkun barna- og vaxtabóta, ekki bætt kjör aldraðra og öryrkja nægilega,“ sagði Logi og bætti við að tillögur Samfylkingar undanfarin fimm ár um hækkun bóta hefðu verið felldar af stjórnarmeirihluta hverju sinni.

Hrogn og súkkulaði passa ekki saman

„Stjórnmál verða að fara að snúast um framtíðarsýn; hvers konar samfélag er skynsamlegt og siðlegt og hvaða leið er að því marki. Ég veit að þar greinir okkur á. En þó það sé alveg ljóst að hrogn og súkkulaði eru hvort tveggja uppistaða í rétti - er ólíklegt að hráefnin henti í sömu uppskrift,“ sagði Logi. Hann bætti við að stjórnmál ættu ekki að vera huggulegur klúbbur þó að fólk eigi að geta sýnt hvað öðru kurteisi og sameinast um einstök góð mál.

Logi sagði að það þyrfti að stíga miklu róttækari skref í átt að jöfnuði. Það þyrfti að búa launafólki, öldruðum og öryrkjum fjárhagslegt öryggi og félagslegt svigrúm og gera velferðar- og heilbrigðisþjónustu ódýrari.

„Ungt fólk hefur til dæmis ekki notið uppgangs síðustu ára. Það hefur verið skilið eftir þrátt fyrir að vera lykillinn að framtíð okkar,“ sagði Logi. Hann sagði unga fólkið geta valið allan heiminn. „Við þurfum að bjóða þeim betri skilyrði til þess að þau hafi yfir höfuð áhuga eða efni á að búa á Íslandi.  

Mikill jöfnuður er lykillinn

Logi sagði að það yrði að gera grundvallarbreytingar, þar sem almannahagsmunir ráða en ekki þröngir sérhagsmunir. Það þyrfti að breyta gjaldtökum af sameiginlegum náttúruauðlindum, endurskoða landbúnaðarkerfið, efna loforð um nýja stjórnarskrá og vinna að upptöku evru með inngöngu í Evrópusambandið.

„Ísland er auðugt land og vandalaust að teikna meðaltöl sem sem sýna almenna velsæld. Munum samt að í skugga meðaltala leynast börn sem búa við skort, ungt fólk í fíknivanda, fjölskyldur á hrakhólum - fátækt fólk. Mikill jöfnuður er einmitt lykilinn að hamingjusömu, framsæknu og kraftmiklu samfélagi,“ sagði formaður Samfylkingarinnar.

mbl.is

Innlent »

Borgarís fyrir mynni Eyjafjarðar

13:02 Myndarlegur borgarís er nú í mynni Eyjafjarðar. Mikið hefur kurlast úr honum og varar Landhelgisgæslan við að klakabrotin geti reynst hættuleg í myrkri. Meira »

Skaut óvart úr riffli á lögreglustöð

13:01 Óhapp varð þegar lögregluþjónn skaut óvart úr riffli inni á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl. Ítarlega var farið yfir atvikið og þjálfun lögregluþjóna í handlagningu skotvopna. Meira »

Starfsgetumat komið illa út í Danmörku

12:02 „Við erum öll sátt við breytingar en þær mega ekki koma verr út fyrir þá sem nota kerfið í dag,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál stendur fyrir málþingi á Grand hótel í dag, sem ber yfirskriftina Frá stjórnarskrá til veruleika. Meira »

„Við erum kátir með veiðarnar“

11:55 „Það er haustbragur á veiðum skipanna og það hefur aflast vel. Vestmannaey landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og var uppistaða aflans þorskur og ýsa. Vestmannaey hóf veiðar í túrnum út af Suðausturlandi en færði sig svo á Austfjarðamið,“ segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins. Meira »

Einn á slysadeild eftir umferðarslys

11:33 Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðaróhapp á ellefta tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík þegar tveir bílar lentu saman. Meira »

Fagna því að fá göngin í ríkiseigu

11:33 Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim áfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hvalfjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göngin voru opnuð til umferðar 11. júlí 1998. Meira »

Endurvekja þarf traust OR

11:04 Bæjarstjórn Akraness harmar þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og leggur áherslu á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir gegn dýralæknum

11:01 Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir grófar og heiftúðugar hótanir gegn starfsfólki á dýralæknastöð eftir að hann fór með hund í skoðun þar. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa flutt inn til landsins tvo brúsa af piparúða og stera. Meira »

Missum ungt fólk af vinnumarkaði

10:55 „Við erum að missa ungt fólk af vinnumarkaði og svipta það tækifærum í lífinu,“ segir blaðakonan Guðrún Hálfdánardóttir um stöðu geðheilbrigðismála sem hún hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Þetta sé hægt að koma í veg fyrir ef fólk fær svigrúm, stuðning og rétta aðstoð tímanlega. Meira »

13% heimila í vanskilum

10:52 Heimilum sem eru í vanskilum hefur fækkað mikið en ríflega þriðjungur heimila átti erfitt með að ná endum saman árið 2016 sem er mikil fækkun frá 2011 þegar um helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman. Meira »

Fái gjafsókn vegna kynferðisbrota

10:44 Lagt hefur verið fram nýtt þingmál sem veitir þolendum í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum rétt til gjafsóknar. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Meira »

Skýrsla Hannesar um hrunið komin á netið

10:32 Skýrsla Hann­esar Hólm­steins Giss­ur­ar­sonar, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands um er­lenda áhrifaþætti banka­hruns­ins er komin á netið. Hannes af­henti fjár­málaráðherra skýrsluna í gær eftir um fjög­ur ára vinnu. Meira »

Felldi þrjú dýr á mínútu

10:30 Skytturnar og veiðiklærnar Harpa Þórðardóttir og Bára Einarsdóttir, sem keppti nýlega á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli, komu í síðdegisþátt K100 til að segja frá veiðiævintýrum sínum út um allan heim og veiðiklúbbnum sínum T&T International. Meira »

Keppa í iðngreinum á Euroskills

10:24 Átta ungir Íslendingar hófu keppni á Euroskills í Búdapest í dag. Þar er keppt í fjölbreyttum iðngreinum, en Íslendingarnir keppa í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málmsuðu, trésmíði, grafískri hönnun, bakstri, framleiðslu og matreiðslu. Meira »

Lofar safaríkum sögum frá Íslandi

09:47 Bruce Dickinson, söngvari hins goðsögulega málmbands Iron Maiden og flugstjóri með meiru, mun troða upp í Hörpu sunnudaginn 16. desember næstkomandi. Ekki er um tónleika að ræða, heldur einskonar eins manns leikhúsgjörning eða spjallsýningu undir yfirskriftinni, Hið talaða orð (Spoken Word). Meira »

Kærð fyrir að rannsaka ekki kynferðisbrot

09:30 Lögmaður hefur lagt fram kæru til ríkissaksóknara og héraðssaksóknara vegna málsmeðferðar lögreglu eftir tilkynningar barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um möguleg kynferðisbrot föður stúlknanna. Telur lögmaður málsmeðferðina hafa verið óeðlilega og tilkynningar um brot ekki rannsökuð. Meira »

Innkalla loftljós

09:19 IKEA er að innkalla CALYPSO-loftljós með ákveðna dagsetningarstimpla vegna hættu á að glerkúpullinn losni.  Meira »

Tafir á umferð vegna sjúkraflutninga

08:54 Tafir eru á umferð inn til Reykjavíkur og að Landspítalanum vegna sjúkraflutnings af landsbyggðinni.   Meira »

Hálka í Borgarfirði

08:52 Á Vesturlandi eru hálkublettir nokkuð víða eins og til dæmis á Þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Baulu, á Mýrum, Bröttubrekku og við Hvanneyri. Meira »
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð 259.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept ( kemur eftir cirk...
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...