Frekar gæsluvarðhald en ræður andstöðunnar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hugsa að heldur skárra hefði verið að „sitja í gæsluvarðhaldi í einangrun en að afplána ræður stjórnarandstæðinga í þinginu í gærkvöldi um stefnuræðu forsætisráðherra“. Segir Brynjar að ræðumenn Samfylkingar hafi slegið Íslandsmet í lýðskrumi, tvískinnungi og útúrsnúningi og efast hann um að nokkur hafi skilið ræður Pírata. Þetta segir Brynjar á Facebook-síðu sinni.

Brynjar segir jafnfram að honum þyki vænt um Flokk fólksins en að gaman hefði verið að heyra eitthvað nýtt hjá þeim. „En auðvitað er góð vísa aldrei of oft kveðin,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert