Sýslumenn 11% umfram fjárheimild

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Hari

Embætti sýslumanna voru 11% umfram fjárheimild á síðasta ári þegar tekið hefur verið tillit til uppsafnaðs halla frá fyrri árum.

Þetta kemur fram í ársskýrslu dómsmálaráðherra. Þar segir að rekstrarstaða embætta sýslumanna sé erfið og hafi verið það um nokkurt skeið.

Gerð var áætlun til tveggja ára um það hvernig unnið yrði að því að koma rekstrinum innan fjárheimilda.

Réttaraðstoð og bætur voru 267 milljónir króna umfram fjárheimild. Fram kemur að um sé að ræða málskostnaðarliði sem ráðist af utanaðkomandi þáttum.

Landsréttur skilaði 37 milljóna króna afgangi þar sem hluti af kostnaði vegna stofnbúnaðar færðist yfir til ársins 2018.

Trúmál voru 528 milljónum króna undir fjárheimild. Það skýrist af óuppgerðri greiðslustöðu til kirkjunnar vegna kirkjugarðasamkomulags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert