Þráir að skrúfa örbylgjuofn í sundur

Eldur segir að áhuginn á því að skrúfa hluti í …
Eldur segir að áhuginn á því að skrúfa hluti í sundur hafi kviknað fyrir nokkrum árum mbl.is/Árni Sæberg

Eldur Árni Eiríksson, 15 ára grunnskólanemi og sjálfskipaður „fiktsérfræðingur með skrúfa-allt-í-sundur-gráðu“, vakti mikla athygli á Facebook á dögunum þegar hann óskaði þar eftir því að fá öll möguleg raftæki gefins til að skrúfa í sundur og rannsaka.

„Foreldrar mínir hafa bannað mér allt sem er spennandi eins og að skrúfa í sundur sjónvarpið, tölvuna, dvd-spilarann og leikföng systkina minna. Ég er því að pæla hvort einhvern langar til að gefa mér eitthvað skemmtilegt til að rannsaka. Öll raftæki sem ég kemst í,“ ritaði Eldur á síðu facebookhópsins Brasks og bralls og fékk heldur betur öflug viðbrögð en hann hefur nú þegar fengið gefins átta síma, tvær fartölvur, Playstation-leikjatölvu og tvö sjónvarpstæki.

„Þessi áhugi kom fyrir svona tveimur til þremur árum. Þá fór ég að taka í sundur hluti hér heima; dótabíla og eitthvað því tengt. Mér fannst það skemmtilegt en líka vegna þess að mig vantaði plast til að föndra úr. Ég föndraði meðal annars stand fyrir heyrnartól handa sjálfum mér því mig vantaði það,“ segir Eldur.

Sjá samtal við Eld í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert