Alltaf til í glensið og ekki ástæða til að þegja

Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, bíður spennt eftir því að …
Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, bíður spennt eftir því að syngja í Súlnasalnum á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, verður sérstakur gestur á Hagaskólaballi, sem verður haldið í tilefni af 60 ára afmæli skólans í Súlnasal Hótels Sögu (Radisson Blu Saga Hotel) annað kvöld, og syngur lög með nokkrum meðlimum úr hljómsveitinni Alto.

„Það er eins og ég hafi ekki gert annað í fimmtíu ár,“ segir Diddú um rennslið með hljóðfæraleikurum í vikunni, bræðrunum Atla, Ara og Jóni Pétri Jónssonum og Pétri Hjaltested. „Þeir eru líka svo flottir spilarar og það er rosalega gaman að taka lagið með þeim.“

Skemmtunin er hugsuð fyrir fyrrverandi nemendur skólans, maka þeirra og vini. Hún hefst með skoðunarferð um Hagaskóla klukkan eitt, samverustund verður á hótelinu kl. fimm til sjö og þá hefst kvöldverður fyrir þá sem það vilja. Skólahljómsveitin Sweet Dreams byrjar að spila klukkan 21, Diddú og félagar í Alto byrja klukkan 22 og Bítilbræður halda uppi fjörinu frá klukkan 23.

Sjá samtal við Diddú í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert