Bera tilfinningarnar með stolti

Tilfinningarnar eru margar og mismunandi.
Tilfinningarnar eru margar og mismunandi. Ljósmynd/Aðsend

„Fyrst og fremst snýst þetta um að taka þessar tilfinningar eða ástand sem fólk á til að fela og bera þær utan á sér með stolti,“ segir Viktor Weisshappel, grafískur hönnuður. Á morgun á Listasafni Reykjavíkur munu gestir og gangandi geta hannað sína eigin peysu með því að festa á hana orð yfir erfiðar tilfinningar eða ástand.

Viktor hannaði bætur sem eiga að tákna tilfinningarnar. „Ég myndgerði hverja bót og upphafði hvert orð og í raun gerði það að einhverju sem þú getur borið með stolti.“

Rapparinn Jói Pé var meðal þátttakenda í verkefninu.
Rapparinn Jói Pé var meðal þátttakenda í verkefninu. Ljósmynd/Þorsteinn Sigurðsson

 Margir þjóðþekktir Íslendingar hafa tekið þátt í verkefninu, og sjást þeir bera peysu merkta tilfinningum sínum á Facebook-síðu viðburðarins. „Ég held að það sé gott fyrir ungu kynslóðina að sjá fyrirmyndir sínar með eigin tilfinningar utan á sér, þetta er verðugt málefni og nauðsynlegt að opna fyrir umræðuna.

Viðburðurinn verður í Listasafni Reykjavíkur á morgun en þar geta gestir valið á milli 11 tilfinninga sem þeir geta fest á peysu. Útmeð'a, framtak Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717, stendur fyrir viðburðinum í Listasafni Reykjavíkur á morgun á milli 17.00 og 19.00.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert