Fékk 18 mánuði fyrir skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti manninum 18 mánaða dóm en konunni átta ...
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti manninum 18 mánaða dóm en konunni átta mánaða dóm fyrir meiri háttar skattalagabrot. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á miðvikudag karlmann í 18 mánaða fangelsi og konu í átta mánaða fangelsi fyrir skattalagabrot. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir en fólkið var ákært fyrir „meiriháttar brot gegn skattalögum“; konan sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélagsins Aukaafls og maðurinn sem daglegur stjórnandi og varastjórnarmaður félagsins.

Er þeim gefið að sök að hafa ekki gert skil á virðisaukaskatti að andvirði rúmlega 9,5 milljónir króna vegna uppgjörstímabila á árunum 2014, 2015 og 2016, þá hafi þau ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, né heldur hafi þau staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna vegna greiðslutímabila á árunum 2014, 2015 og 2016, samtals að fjárhæð tæpar 19 milljónir króna fyrir konuna en tæpar 20 milljónir króna fyrir manninn.

Bæði kröfðust sýknu í málinu, en maðurinn viðurkenndi þó sök. Konan neitaði hins vegar sök og sagðist aðeins hafa verið skráð fyrir félaginu að nafninu til. Hún hefði engin afskipti haft af rekstri þess, en verið skráð sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi að beiðni mannsins sem er sambýlismaður hennar.

Sagðist konan ekki hafa gert sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hún hefði sinnt venjulegum skrifstofustörfum fyrir félagið, skrifað bréf og fært tímaskýrslur, en maðurinn hefði séð um allt sem tengdist rekstrinum sem var að útvega menn til verka á sviði byggingariðnaðar.

Hún hefði þannig undirritað leiðréttingarskýrslu vegna virðisaukaskatts að beiðni mannsins og stofnað bankareikning en hann annast millifærslur. Þá hefði hún átt í samskiptum við Tollstjóra og lögmannsstofu vegna launamála að beiðni mannsins. Hann hefði átt við veikindi að stríða og hún því verið undir pressu með að aðstoða hann. Sjálf hefði hún því engar forsendur til að gera athugasemdir við fjárhæðirnar sem fram komu í ákærunni.

Maðurinn rengdi ekki upphæðina sem gefin var upp í dóminum, en sagðist hafa verið verið kominn langt niður vegna veikinda sinna og lagði m.a. fram læknisvottorð þar sem fram kom að hann hefði legið á sjúkrahúsi um þriggja vikna skeið. Segist maðurinn ekki hafa treyst sér til að fara inn í félagið, hvorki í stjórn né sem eigandi, og því hefði konan séð um sífellt fleiri verkefni að hans beiðni.

Það er mat dómsins að framburður konunnar sé í andstöðu við gögn málsins sem gefi til kynna að hún hafi starfað sem framkvæmdastjóri og verið ágætlega inni í rekstrinum. Hún hefði verið í tölvupóstssamskiptum við Tollstjóra og lagt drög að samkomulagi um greiðslur opinberra gjalda. Þar hefði hún útskýrt að slæm fjárhagsleg staða væri tilkomin vegna þess að félagið hefði tapað stórri kröfu af völdum gjaldþrots viðskiptavinar, en nú væri útlitið bjartara. Telur dómurinn það ekki standast að konan hafi átt í þessum samskiptum við Tollstjóra eða lögmannsstofuna „algjörlega fjarstýrð af ákærða“ líkt og hún haldi fram.

Er það mat dómsins að brotin teljist meiriháttar þegar litið er til fjárhæðanna og horfði dómstóllinn m.a. við niðurstöðu sína til þess að maðurinn hlaut á síðasta ári 10 mánaða dóm fyrir samskonar brot. Hann hlaut því 18 mánaða skilorðsbundinn dóm og konan átta mánaða dóm, sem einnig er skilorðsbundinn.

mbl.is

Innlent »

„Ég þorði ekki að segja nei“

16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn, Jan Fabre sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónas Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Sultukrukkur,minibarflöskur og skór..
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...