Fékk 18 mánuði fyrir skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti manninum 18 mánaða dóm en konunni átta ...
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti manninum 18 mánaða dóm en konunni átta mánaða dóm fyrir meiri háttar skattalagabrot. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á miðvikudag karlmann í 18 mánaða fangelsi og konu í átta mánaða fangelsi fyrir skattalagabrot. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir en fólkið var ákært fyrir „meiriháttar brot gegn skattalögum“; konan sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi einkahlutafélagsins Aukaafls og maðurinn sem daglegur stjórnandi og varastjórnarmaður félagsins.

Er þeim gefið að sök að hafa ekki gert skil á virðisaukaskatti að andvirði rúmlega 9,5 milljónir króna vegna uppgjörstímabila á árunum 2014, 2015 og 2016, þá hafi þau ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, né heldur hafi þau staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna vegna greiðslutímabila á árunum 2014, 2015 og 2016, samtals að fjárhæð tæpar 19 milljónir króna fyrir konuna en tæpar 20 milljónir króna fyrir manninn.

Bæði kröfðust sýknu í málinu, en maðurinn viðurkenndi þó sök. Konan neitaði hins vegar sök og sagðist aðeins hafa verið skráð fyrir félaginu að nafninu til. Hún hefði engin afskipti haft af rekstri þess, en verið skráð sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi að beiðni mannsins sem er sambýlismaður hennar.

Sagðist konan ekki hafa gert sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hún hefði sinnt venjulegum skrifstofustörfum fyrir félagið, skrifað bréf og fært tímaskýrslur, en maðurinn hefði séð um allt sem tengdist rekstrinum sem var að útvega menn til verka á sviði byggingariðnaðar.

Hún hefði þannig undirritað leiðréttingarskýrslu vegna virðisaukaskatts að beiðni mannsins og stofnað bankareikning en hann annast millifærslur. Þá hefði hún átt í samskiptum við Tollstjóra og lögmannsstofu vegna launamála að beiðni mannsins. Hann hefði átt við veikindi að stríða og hún því verið undir pressu með að aðstoða hann. Sjálf hefði hún því engar forsendur til að gera athugasemdir við fjárhæðirnar sem fram komu í ákærunni.

Maðurinn rengdi ekki upphæðina sem gefin var upp í dóminum, en sagðist hafa verið verið kominn langt niður vegna veikinda sinna og lagði m.a. fram læknisvottorð þar sem fram kom að hann hefði legið á sjúkrahúsi um þriggja vikna skeið. Segist maðurinn ekki hafa treyst sér til að fara inn í félagið, hvorki í stjórn né sem eigandi, og því hefði konan séð um sífellt fleiri verkefni að hans beiðni.

Það er mat dómsins að framburður konunnar sé í andstöðu við gögn málsins sem gefi til kynna að hún hafi starfað sem framkvæmdastjóri og verið ágætlega inni í rekstrinum. Hún hefði verið í tölvupóstssamskiptum við Tollstjóra og lagt drög að samkomulagi um greiðslur opinberra gjalda. Þar hefði hún útskýrt að slæm fjárhagsleg staða væri tilkomin vegna þess að félagið hefði tapað stórri kröfu af völdum gjaldþrots viðskiptavinar, en nú væri útlitið bjartara. Telur dómurinn það ekki standast að konan hafi átt í þessum samskiptum við Tollstjóra eða lögmannsstofuna „algjörlega fjarstýrð af ákærða“ líkt og hún haldi fram.

Er það mat dómsins að brotin teljist meiriháttar þegar litið er til fjárhæðanna og horfði dómstóllinn m.a. við niðurstöðu sína til þess að maðurinn hlaut á síðasta ári 10 mánaða dóm fyrir samskonar brot. Hann hlaut því 18 mánaða skilorðsbundinn dóm og konan átta mánaða dóm, sem einnig er skilorðsbundinn.

mbl.is

Innlent »

Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep

18:00 „Við hefðum viljað sjá skattkerfinu beitt hressilega sem tekjujöfnunartæki og gerðum okkur væntingar um að það kæmi til skattalækkunar upp á um 15.000 krónur til ákveðinna hópa,“ segir Drífa Snædal, formaður ASÍ. Meira »

SGS og SA funda á ný á morgun

17:58 Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hófst klukkan fjögur í dag er nú lokið. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við mbl.is. Fram kom í umfjöllun mbl.is í hádeginu að SGS vildu fá betri svör frá SA á fundinum. Meira »

Henti barni út úr strætisvagni

17:15 „Sonur minn lenti í að myndavélin á símanum hans virkaði ekki og var að hringja í mig grátandi því vagnstjórinn ykkar henti honum út og sagði honum bara að labba.“ Þannig hefst Twitter-færsla hjá Jóhannesi Bjarnasyni en 11 ára syni hans var hent út úr strætisvagni í dag. Meira »

Varað við mikilli ölduhæð

17:10 Von er á óvenju mikilli ölduhæð vegna þeirrar djúpu lægðar sem nú nálgast landið. Við þessu varar Landhelgisgæslan og bendir sömuleiðis á að há sjávarstaða geti ásamt mikilli ölduhæð valdið usla, einkum sunnan- og vestanlands. Meira »

Barði konuna og henti inn í runna

17:00 „[Við] gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Svona lýsir Snorri Barón Jónsson árás sem hann varð vitni að í hádeginu. Meira »

Auður með átta tilnefningar

16:45 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 hafa verið kynntar og hlaut Auður flestar eða alls átta. Fast á hæla honum kom Valdimar með sjö tilnefningar, GDRN með sex, Jónas Sig með fimm og Sunna Gunnlaugs og Víkingur Heiðar Ólafsson með fjórar hvort. Verðlaunin verða afhent 13. mars. Meira »

„Mun marka líf brotaþola það sem eftir“

16:10 Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms en Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörð á skemmti­staðnum Shooters í ág­úst í fyrra. Meira »

Óvenju há sjávarstaða

15:57 Landhelgisgæslan hefur vakið athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga, en stórstreymt er þessa dagana.  Meira »

„Með eggin í andlitinu“

15:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sakaði ríkisstjórnina um að hafa reynt að gera hlut sinn í lausn kjaraviðræðnanna sem mestan og voru það mistök. Þetta kom fram í ræðu þingmannsins á Alþingi í dag. Þá sagði hann einnig að kjaradeila sem beinist að stjórnvöldum vera brot á vinnulöggjöf. Meira »

Málið litið grafalvarlegum augum

15:45 „Við sem samtök foreldra lítum þetta grafalvarlegum augum. Þetta er eitthvað sem verður bara að vera í lagi. Það er ekki hægt að gefa neinn afslátt af því,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, í samtali við mbl.is. Meira »

Gekk í skrokk á konu á Háaleitisbraut

14:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í hádeginu karlmann í annarlegu ástandi á Háaleitisbraut. Maðurinn er grunaður um að hafa sparkað í bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum á Háaleitisbraut. Meira »

Geta ekki orðið grundvöllur sátta

14:49 Miðstjórn ASÍ lýsir verulegum vonbrigðum með þau áform um breytingar á skattkerfinu sem fjármálaráðherra kynnti í gær.  Meira »

„Ekki í samræmi við það sem öllum finnst“

14:35 „Þetta er málamiðlun og hún þjónar þeim tilgangi sem lagt var upp með í stjórnarsáttmála um að beita skattalækkunum til þess að greiða fyrir kjarasamningum, og að lækkanirnar myndu einkum skila sér til þeirra sem hafa lægri tekjur,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Yfir 800 mál tengd heimilisofbeldi

14:29 Undanfarin fjögur ár hefur verið tilkynnt um meira en 800 mál sem tengjast heimilisofbeldi á landinu ár hvert. Í 66–68% tilvika er um ofbeldi af hendi maka eða fyrrverandi maka að ræða. Langflestar tilkynningar eru á höfuðborgarsvæðinu en tilkynnt var um 701 heimilisofbeldismál á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en málin voru 868 á landinu öllu. Meira »

Tvö ungabörn slösuðust í gær

14:28 Lögreglunni á Suðurnesjum var í gærkvöld tilkynnt um slys á tveimur ungabörnum í ótengdum málum. Annað barnið, þriggja mánaða drengur, féll úr bílstól og á innkaupakerru í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

BSRB vill hátekjuskatt

13:52 Tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu sem voru kynntar í gær ganga ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu formannaráðs BSRB. Meira »

Búið að taka skýrslu af ökumönnunum

13:44 Þrennt liggur enn slasað á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af ökumönnunum. Meira »

Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk

13:43 „Þessar fregnir eru sláandi og um leið sorglegt að aðilar fari slíkar leiðir í þeim eina tilgangi að hagnast á kostnað annarra,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Bernhard, vegna svindls bílaleigunnar Procar. Fyrirtækið hvetur áhyggjufulla viðskiptavini til að setja sig í samband. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7%

12:55 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,7% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-15. febrúar. Miðflokkurinn mælist með 6,1% fylgi en flokkurinn fékk 10,9% atkvæða í síðustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,2% í kosningunum 2017. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
Trampolin til sölu
Stoj tampolin til sölu fyrir kr. 15.000,-. Stærð: Þvermál:244 cm X 60 cm x 150 ...