Lögreglumaður ákærður fyrir hótun ekki við störf

Maðurinn er ákærður fyrir hótun og brot á blygðunarsemi.
Maðurinn er ákærður fyrir hótun og brot á blygðunarsemi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregluþjónn sem var ákærður fyrir hótun og brot á blygðunarsemi hafi ekki verið við störf síðan málið kom upp.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu og þar segir enn fremur að mál lögreglumannsins hafi verið sett í viðeigandi ferli hjá embættinu. Dóms í máli héraðssaksóknara á hendur manninum er að vænta.

Greint var frá því á Vísi í morgun að tæplega þrítugur lögreglumaður hefði verið ákærður fyrir að hafa sent konu skilaboð á Snapchat í lok janúar. Skilaboðin voru til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar og valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð.

Alls var um sex skilaboð að ræða en þar kallar lögreglumaðurinn konuna meðal annars „fokking mellu“. „Eg hata þig Fokking deyðu,“ og auk þess talar maðurinn um að konan hafi eyðilagt líf hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert