Lyklaskipti á Akureyri

Eiríkur Björn og Ásthildur á skrifstofu bæjarstjóra í morgun
Eiríkur Björn og Ásthildur á skrifstofu bæjarstjóra í morgun Ljósmynd/Akureyrarbær

Ný bæjarstjóri á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, kom til starfa í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í morgun. Eiríkur Björn Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri, mælti sér mót við Ásthildi til að afhenda henni lyklana að skrifstofu bæjarstjóra.

Ásthildur átti einnig stuttan fund með Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Greint var frá því í sumar að ákveðið hefði verið að ganga til samn­inga við Ásthildi um að taka að sér starf  bæj­ar­stjóra á Ak­ur­eyri.  Hún tek­ur við af Ei­ríki sem hefur verið bæj­ar­stjóri síðustu átta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert