Gallerí fyrir íslistaverk á Laugavegi

Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingarnar líti út.
Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingarnar líti út. Teikning/PKDM arkitektar

Stefnt er að því að opna nýtt gallerí fyrir íslistaverk á Laugavegi upp úr áramótum. Þar verður jafnframt bar höggvinn í ís og jafnvel matsala. Staðurinn mun heita Magic Ice Reykjavík og tilheyra keðju slíkra staða í Noregi og á Jómfrúaeyjum.

Norska athafnakonan Kirsten-Marie Holmen er að baki verkefninu, ásamt eiginmanni sínum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hún segist hafa fengið hugmyndina þegar hún sá hversu hugfangnir ferðamenn í Noregi voru af snjó og ís. Sérþjálfaðir listamenn muni gera skúlptúra sem vísa í Íslandssöguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert