Málin ekki rædd frekar opinberlega

Bjarni Bjarnason, stjórnarformaður Orku náttúrunnar.
Bjarni Bjarnason, stjórnarformaður Orku náttúrunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bjarnason, formaður stjórnar Orku náttúrunnar (ON), hefur ákveðið að ræða ekki frekar opinberlega um starfslok starfsfólks hjá ON.

Í morgun skrifaði Áslaug Thelma Ein­ars­dótt­ir, sem var sagt upp störf­um hjá ON fyr­ir viku, færslu á Facebook, þar sem kom fram að hún hefði margoft leitað til starfs­manna­stjóra ON vegna óviðeig­andi fram­komu Bjarna Más Júlí­us­son­ar sem var rek­inn úr stöðu fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins í síðustu viku.

Áslaug, sem gegndi stöðu for­stöðumanns ein­stak­lings­markaðar hjá ON, teng­ir upp­sögn sína við sam­töl og til­kynn­ing­ar henn­ar til starfs­manna­stjór­ans „við þessa fyr­ir­vara­lausu og óút­skýrðu upp­sögn því eng­ar aðrar mál­efna­leg­ar ástæður virðast liggja að baki henni – hvorki frammistaða mín í starfi né annað,“ seg­ir Áslaug í Face­book-færslu sem hún birti í morg­un.

Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík og stjórn­ar­maður í Orku­veitu Reykja­vík­ur, segir í samtali við mbl.is í dag, að það sé eðli­legt að Áslaug vilji leita rétt­ar síns í mál­inu. 

Bjarni Bjarnason sendi yfirlýsingu á fjölmiðla nú í hádeginu þar sem fram kemur að honum hefði borið skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjórans. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert