Teknir með sígarettur og gin

mbl.is/Hjörtur

Tveir einstaklingar voru nýverið staðnir að hnupli í fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Annar þeirra hafði stungið sígarettukartoni ofan í tösku sína og játaði hann að hafa ætlað að taka það án þess að greiða fyrir það.

Hinn var búinn að stinga ginflösku í ferðatösku sína þegar hann var stöðvaður. Hann játaði einnig sök, að því er lögreglan á Suðurnesjum greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert