Undirbúa samninga

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og launþegahreyfingar eru byrjaðir að ræða óformlega …
Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og launþegahreyfingar eru byrjaðir að ræða óformlega saman um kjarasamningana sem verða lausir um næstu áramót mbl.is/​Hari

Forsvarsmenn vinnuveitenda og launþegahreyfingar hafa hist á óformlegum fundum að undanförnu og rætt kjarasamningana sem verða lausir í lok þessa árs.

Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu í dag. Könnun VR á vilja félagsmanna um áherslur í kjaraviðræðunum framundan leiðir í ljós að þeir vilja áherslu á styttingu vinnuvikunnar og launahækkanir sem gagnast lágtekju- og millitekjuhópum best.

„Ég hygg að yfirvinnu- og álagsgreiðslur séu eitt af þeim málum sem við þurfum að greiða úr í komandi kjaraviðræðum því þessar kjaraviðræður munu snúast um hvernig við bætum lífskjör allra á Íslandi,“ segir Halldór. Hann leggur áherslu á að lífskjör séu samsett úr mörgum öðrum þáttum en launahækkunum. Ísland sé nú þegar með næststystu vinnuvikuna í Evrópu.

„Við þurfum að byrja á þeim enda að draga úr yfirvinnu og álagsgreiðslum og yfirvinnutímum þar með. Þegar því er náð erum við komin á góðan stað til þess að geta stytt vinnuvikuna frekar. Millibilsástandið og það sem við getum náð saman um að mínu viti er að auka sveigjanleika á vinnumarkaðnum. Við höfum séð að sveigjanleiki hefur aukist á íslenskum vinnumarkaði, t.d. í skrifstofuvinnu,“ segir Halldór og bætir við að sveigjanleiki á vinnumarkaði þyrfti að ná yfir allan vinnumarkaðinn ef slíkt ætti að bæta lífskjör allra landsmanna. Halldór segir að það veki eftirtekt sína að 9 af hverjum 10 félagsmönnum VR hafi ekki tekið þátt í könnun VR til undirbúnings kjarakröfum í komandi samningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »