Kláraði sögulegt maraþon í Berlín og náði 6. stjörnunni

Björn Rúnar Lúðvíksson var gríðarlega sáttur eftir Berlínarmaraþonið sem hann …
Björn Rúnar Lúðvíksson var gríðarlega sáttur eftir Berlínarmaraþonið sem hann hljóp um helgina. Hlaupið var sögulegt fyrir Björn. Ljósmynd/Ingvar Þórðarson

„Þetta var æðislegt. Það er svakaleg stemning að taka þátt í þessum stóru hlaupum og það sem var skemmtilegast við þetta var að þetta var síðasta hlaupið af þessum svokölluðu sex stóru hlaupum.“

Þetta segir Björn Rúnar Lúðvíksson læknir í samtali við Morgunblaðið um Berlínarmaraþonið sem hann hljóp um helgina. Hann var einn af 49 Íslendingum sem tóku þátt í því.

Berlínarmaraþonið er einn hluti af The Abbott World Series-keppninni. Í þeirri keppni er einnig hlaupið í Lundúnum, Boston, New York, Chicago og Tókýó. Þegar einstaklingur hefur náð því afreki að hlaupa í öllum þessum maraþonhlaupum er talað um að hann hafi náð sex stjörnum.

„Það er háleitt markmið hjá mörgum og það eru ekki margir sem hafa klárað þetta en ég held að Íslendingarnir séu orðnir 17,“ segir Björn kampakátur með afrekið. Hann hóf að „safna stjörnunum“ árið 2012 en hljóp sitt fyrsta maraþon árið 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert