Norðanáttin allhvöss á Vestfjörðum

Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.

Norðaustanátt verður á landinu í dag og verður hún allhvöss á Vestfjörðum og Ströndum, en mun hægari annars staðar. Þá rignir á landinu norðan- og austanverðu, en úrkomulítið verður í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig fyrir norðan og austan, en 13 gæti náð 13 stigum syðra.

Á morgun kemur síðan kröpp lægð milli Íslands og Skotlands og þá herðir heldur á vindi um land allt og kólnar fyrir norðan. Þá má því reikna með að regnið breytist í slyddu og jafnvel síðar í snjókomu til fjalla, að því er segir hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings, sem hvetur ferðamenn á hálendinu til að hafa varann á og fylgjast vel með veðurspám næstu daga.

Lægðin fjarlægist síðan á fimmtudag, en aðrar lægðir norðaustur af landinu snúa vind í norðan- og norðvestanátt. Það mun þá kólna  enn frekar og getur snjóað í byggð fyrir norðan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert