„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

Ökumaðurinn var einn í jeppanum en þrír er­lend­ir ferðamenn voru …
Ökumaðurinn var einn í jeppanum en þrír er­lend­ir ferðamenn voru í fólks­bif­reiðinni. Farþeg­arn­ir voru flutt­ir á slysa­deild í kjöl­far árekstr­ar­ins en eng­an sakaði al­var­lega. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Einn var handtekinn um klukkan 14 í Borgarnesi á laugardag í kjölfar harðs áreksturs. Hinn handtekni er grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is og fíkni­efna.

Rannsókn málsins er í fullum gangi en Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, segir að niðurstöðu úr blóðsýnatöku sé að vænta eftir rúma viku.

Árekst­ur­inn varð þegar Land Cruiser-jeppa, sem hinn hand­tekni ók, var sveigt inn á öf­ug­an veg­ar­helm­ing og hafnaði þar fram­an á lít­illi fólks­bif­reið, eft­ir að hafa keyrt fyrst utan í aðra bif­reið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert