Ræddu ógnir á netinu

Netöryggisráð Íslands.
Netöryggisráð Íslands.

Þróun ógna á netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi var meðal þess sem rætt var á fyrsta fundi nýskipaðs netöryggisráðs en alls sitja 25 aðal- og varafulltrúar í ráðinu.

Fyrsti fundur ráðsins var haldinn fyrir rúmri viku. Hlutverk netöryggisráðs er að vera samstarfsvettvangur stjórnvalda um málefni er snerta net- og upplýsingaöryggi, að fylgja eftir innleiðingu á stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og að vera vettvangur miðlunar upplýsinga og samhæfingar aðgerða á sviði net- og upplýsingaöryggis, samkvæmt fréttatilkynningu.

Á fyrsta fundi ráðsins voru ýmis mál tekin fyrir sem munu jafnframt verða til frekari umfjöllunar á komandi vikum og mánuðum:

 • Þróun ógna á netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi.
 • Drög að frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (sem er þáttur í innleiðingu hinnar svokölluðu NIS-tilskipunar).
 • Mótun nýrrar stefnu um netöryggismál.
 • Eftirfylgni við úttekt Oxford-háskóla á stöðu netöryggis hérlendis.
 • Árangur af starfi netöryggissveitarinnar á árinu í kjölfar samnings sem gerður var á milli Stjórnarráðsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um netöryggisþjónustu.
 • Nauðsyn þess að atvik séu tilkynnt til netöryggissveitarinnar.
 • Efling fræðslu og kennslu í netöryggisfræðum (þar á meðal námskeið sem fyrirlesari frá Oxford hélt fyrir háskólanema og sérfræðinga, samsvarandi námskeið er fyrirhugað í janúar vegna mikillar eftirspurnar).
 • Áframhaldandi uppbygging tengsla við erlenda háskóla sem bjóða upp á framhaldsnám í netöryggisfræðum og miðlun upplýsinga til stúdenta um nám og mögulega styrki.
 • Breytt og aukið hlutverk evrópsku netöryggisstofnunarinnar ENISA og aukin þátttaka Íslands í starfi hennar.
 • Hugsanleg þátttaka Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni (European Cyber Security Challenge).
 • Varnir mikilvægra innviða samfélagsins m.t.t. árása á netkerfi þeirra (beint eða óbeint).
 • Könnun á hversu háðir mikilvægir innviðir eru gervihnattabundinni þjónustu (t.d. vegna staðsetningar eða tímamerkja).
 • Netöryggisæfingar.
 • Dulritun samskipta á milli opinberra aðila.
 • Rannsóknir á greiningu á upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum (án greiningar á efni) til að kanna hugsanlegt flæði upplýsinga frá eða í gegnum falskar uppsprettur.

Í netöryggisráði eiga eftirfarandi sæti sem aðalfulltrúar eða varafulltrúar:

Sigurður Emil Pálsson, formaður, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Guðbjörg Sigurðardóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Sigríður Rafnar Pétursdóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarskiptastofnun

Unnur K. Sveinbjarnardóttir, Póst- og fjarskiptastofnun

Þorleifur Jónasson, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar

Kristján Valur Jónsson, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar

Jón F. Bjartmarz, embætti ríkislögreglustjóra

Gylfi Gylfason, embætti ríkislögreglustjóra

Guðrún Birna Guðmundsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Baldur Arnar Sigmundsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Vigdís Eva Líndal, Persónuvernd

Páll Heiðar Halldórsson, Persónuvernd

Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir, utanríkisráðuneyti

Snorri Matthíasson, utanríkisráðuneyti

Ingi Steinar Ingason, landlæknisembættið

Hólmfríður G. Pálsdóttir, landlæknisembættið

Guðrún I. Svansdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Jón Vilberg Guðjónsson, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Erna Sigríður Sigurðardóttir, forsætisráðuneyti

Ágúst Geir Ágústsson, forsætisráðuneyti

Ragna Bjarnadóttir, dómsmálaráðuneyti

Inga Þórey Óskarsdóttir, dómsmálaráðuneyti

Einar Birkir Einarsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti

Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti

mbl.is

Innlent »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla á athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi(múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo að brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

Í gær, 19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

Í gær, 18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

Í gær, 18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

Í gær, 18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

Í gær, 18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

Í gær, 18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...