Ræddu ógnir á netinu

Netöryggisráð Íslands.
Netöryggisráð Íslands.

Þróun ógna á netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi var meðal þess sem rætt var á fyrsta fundi nýskipaðs netöryggisráðs en alls sitja 25 aðal- og varafulltrúar í ráðinu.

Fyrsti fundur ráðsins var haldinn fyrir rúmri viku. Hlutverk netöryggisráðs er að vera samstarfsvettvangur stjórnvalda um málefni er snerta net- og upplýsingaöryggi, að fylgja eftir innleiðingu á stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og að vera vettvangur miðlunar upplýsinga og samhæfingar aðgerða á sviði net- og upplýsingaöryggis, samkvæmt fréttatilkynningu.

Á fyrsta fundi ráðsins voru ýmis mál tekin fyrir sem munu jafnframt verða til frekari umfjöllunar á komandi vikum og mánuðum:

 • Þróun ógna á netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi.
 • Drög að frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (sem er þáttur í innleiðingu hinnar svokölluðu NIS-tilskipunar).
 • Mótun nýrrar stefnu um netöryggismál.
 • Eftirfylgni við úttekt Oxford-háskóla á stöðu netöryggis hérlendis.
 • Árangur af starfi netöryggissveitarinnar á árinu í kjölfar samnings sem gerður var á milli Stjórnarráðsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um netöryggisþjónustu.
 • Nauðsyn þess að atvik séu tilkynnt til netöryggissveitarinnar.
 • Efling fræðslu og kennslu í netöryggisfræðum (þar á meðal námskeið sem fyrirlesari frá Oxford hélt fyrir háskólanema og sérfræðinga, samsvarandi námskeið er fyrirhugað í janúar vegna mikillar eftirspurnar).
 • Áframhaldandi uppbygging tengsla við erlenda háskóla sem bjóða upp á framhaldsnám í netöryggisfræðum og miðlun upplýsinga til stúdenta um nám og mögulega styrki.
 • Breytt og aukið hlutverk evrópsku netöryggisstofnunarinnar ENISA og aukin þátttaka Íslands í starfi hennar.
 • Hugsanleg þátttaka Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni (European Cyber Security Challenge).
 • Varnir mikilvægra innviða samfélagsins m.t.t. árása á netkerfi þeirra (beint eða óbeint).
 • Könnun á hversu háðir mikilvægir innviðir eru gervihnattabundinni þjónustu (t.d. vegna staðsetningar eða tímamerkja).
 • Netöryggisæfingar.
 • Dulritun samskipta á milli opinberra aðila.
 • Rannsóknir á greiningu á upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum (án greiningar á efni) til að kanna hugsanlegt flæði upplýsinga frá eða í gegnum falskar uppsprettur.

Í netöryggisráði eiga eftirfarandi sæti sem aðalfulltrúar eða varafulltrúar:

Sigurður Emil Pálsson, formaður, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Guðbjörg Sigurðardóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Sigríður Rafnar Pétursdóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarskiptastofnun

Unnur K. Sveinbjarnardóttir, Póst- og fjarskiptastofnun

Þorleifur Jónasson, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar

Kristján Valur Jónsson, netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar

Jón F. Bjartmarz, embætti ríkislögreglustjóra

Gylfi Gylfason, embætti ríkislögreglustjóra

Guðrún Birna Guðmundsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Baldur Arnar Sigmundsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Vigdís Eva Líndal, Persónuvernd

Páll Heiðar Halldórsson, Persónuvernd

Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir, utanríkisráðuneyti

Snorri Matthíasson, utanríkisráðuneyti

Ingi Steinar Ingason, landlæknisembættið

Hólmfríður G. Pálsdóttir, landlæknisembættið

Guðrún I. Svansdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Jón Vilberg Guðjónsson, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Erna Sigríður Sigurðardóttir, forsætisráðuneyti

Ágúst Geir Ágústsson, forsætisráðuneyti

Ragna Bjarnadóttir, dómsmálaráðuneyti

Inga Þórey Óskarsdóttir, dómsmálaráðuneyti

Einar Birkir Einarsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti

Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti

mbl.is

Innlent »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »

Vika er langur tími í pólitík

16:20 Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa. Meira »

Dreymdi vinningstölurnar

16:19 Konu af Norðurlandi dreymdi vinningstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning. Meira »

Valgerður í stað Vilborgar í bankaráð

16:05 Valgerður Sveinsdóttir var kjörin varamaður í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. Hún kemur í stað Vilborgar G. Hansen sem sagði sig úr Miðflokknum og bankaráði í kjölfar ummæla þingmanna Miðflokksins á Klaustri 20. nóvember. Meira »

Langur biðtími eftir viðtali við sálfræðing

15:57 Biðtími eftir viðtali við sálfræðing hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru fimm til sjö mánuðir. Biðtíminn er mislangur eftir heilbrigðisstofnunum á landinu en stystur er biðtíminn hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða; fjórar vikur. Meira »

Tengdamóðirin áfram í haldi

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Segir ekkert nema tækifæri fram undan

14:59 „Við þurfum að móta okkur stefnu og gera áætlanir um hvernig við ætlum að mæta þeirri áskorun að vernda náttúru okkar en um leið að nýta hana landsmönnum til heilla,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum. Meira »

„Pakkaflóð á Alþingi“

14:57 „Á meðan þjóðin var upptekin við að greina dónatal á bar fór pakkaflóðið á Alþingi Íslendinga að mestu fyrir ofan garð og neðan en þar kennir ýmissa grasa,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sínum. Meira »

Lögreglan í beinni frá 16 til 04

14:35 „Tilgangurinn með löggutístinu er að gefa fólki innsýn í störf lögreglu og fá tilfinningu fyrir því hvað við erum að gera, hvernig lögreglan virkar og hvað verkefni okkar eru margvísleg,“ segir Þórir Ingvarsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Formaður VR pantar gul vesti

14:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur fólk til að mótmæla stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ragnar birti mynd á Facebook í dag af gulu vesti með áletrunum og spyr hvort hann eigi að panta fleiri. Meira »

Óttuðust viðbrögð samfélagsins

13:55 Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara. Meira »

Hlýtt og blautt veður um helgina

13:23 Áfram verður hlýtt og blautt víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Útlit er fyrir að kólna muni í veðri fyrir næstu helgi, helgina fyrir jól, og þá gæti snjóað. Meira »

Ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar

13:23 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana og birt myndir af henni á vefnum, meðal annars fáklæddri. Meira »

Róa stanslaust í heila viku

13:23 Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, fjórir karlar og þrjár konur, ætla að róa stanslaust í eina viku í verslun Under Armour í Kringlunni og safna fjármunum fyrir Frú Ragnheiði — skaðaminnkun. Leikar hefjast klukkan 17 í dag. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...