Vanvirðing gagnvart fortíðinni

Heiðursborgarar Reykjavíkur, Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir
Heiðursborgarar Reykjavíkur, Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir mbl.is/​Hari

Allir íslensku heiðursborgarar Reykjavíkur, Vigdís Finnbogadóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Friðrik Ólafsson og Erró, telja það óverjandi að reist verði hótel í Víkurgarði á einum elsta kirkjugarði Reykjavíkur og helgistað í höfuðborginni. Þau skrifuðu undir áskorun um að hætt verði við byggingu hótels í Víkurgarði. Erró var ekki staddur á landinu þegar Friðrik, Vigdís og Þorgerður afhentu borgarstjóra og formanni borgarráðs áskorunina.

„Það byggir engin hótel á helgum reit. Svoleiðis gera menn ekki. Ég er ekki mikið fyrir að gangrýna en þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í að skora á hið opinbera frá því að því að ég hætti í forsetaembættinu,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti í viðtali við Morgunblaðið um ástæðu þess að hún stígur nú fram og skorar á hið opinbera í þessu tilfelli Reykjavíkurborg í ljósi þess hve málefnið er brýnt.

Vigdís segir að ef Reykjavikurborg vanti byggingarpláss undir hótel geti borgin leitað á náðir nágrannasveitarfélaganna. Vigdís segir að það sé eins og enginn staður fái að vera í friði í Reykjavík og það hryggi bæði yngri og eldri Reykvíkinga. Það sé búið að eyðileggja hina dásamlegu vídd sem var í kringum stjórnarráðið og Arnarhól og sýnina bæði norður og suður Lækjargötuna. 

Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í Víkurgarði eins ...
Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í Víkurgarði eins og hann lítur út í dag. mbl.is/​Hari

Inngrip í dýrmætar söguslóðir

Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák sem gegndi starfiskrifstofustjóra Alþingis í rúm 20 ár segir að hann hafi tekið ástfóstri viðumhverfi Alþingis og það sé sárt að horfa upp á það sem sé að gerast í Víkurgarði. Hann segir að Kirkjugarðurinn eigi fyrst og fremst að fá að halda sér í upphaflegri mynd og Það sé til háborinnar skammar hvernig búið sé að fara með hann.

„Allt þetta svæði milli Austurvallar og Aðalstrætis var í túnfæti býlisins sem fyrsti landnámsmaðurinn reisti sér undir brekkunni. Á þessu svæði eru dýrmætar söguslóðir og gróf inngrip af þessu tagi eiga ekki að eiga sér stað,“ segir Friðrik, sem hefur áður komið að mótmælum vegna fyrirhugaðra bygginga á Landssímareitnum þar sem heiðursborgararnir segja Víkurgarð liggja en forsvarsmenn Reykjavíkurborgar segja að þar séu bílastæði.

Friðrik segir að árið 1965 hafi verið komið í veg fyrir að bygging yrði reist á þessum sama stað. Það hafi verið Viðreisnarstjórn Bjarna Benediktssonar sem lagði bann við því að byggingin risi á þessum stað og það megi segja að það bann sé enn í gildi en borgaryfirvöld virðast lítið virða fyrri ákvarðanir.

Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði ...
Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði Peter Oluf Christensen, apótekara og konu hans Önnu Henriette Ljósmynd/Lyfjafræðisafnið

Austurvöllur hjarta Reykjavíkur

Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera valin heiðursborgari Reykjavíkur á þessu ári. Hún hafi ekki verið almennilega inni í umræðunni en fylgst með henni sem almennur borgari. Í haust hafi hún komið í samstarf við hina heiðursborgarana og njóti góðs af vinnu frú Vigdísar og Friðriks.

„Framganga borgarinnar hefur sært mig. Ég og mín kynslóð höfum alltaf litið á svæðið í kringum Austurvöll sem hjarta Reykjavíkur. Þarna erum við minnt á sjálfstæði okkar og við berum virðingu fyrir þessum reit í kringum Alþingishúsið, Dómkirkjuna og styttuna af Jóni Sigurðssyni sem passar upp á allt saman,“ segir Þorgerður. Hún segir að það sé með ólíkindum að troða þurfi enn einu hótelinu á helgasta stað Reykjavíkur. Það sé vanvirðing og segi heilmikið til um þá tíma sem þjóðin lifi á nú. 

Vigdís segir það hvergi þekkjast að ganga svona hart að gömlum borgarkjarna eins og gert sé í  Reykjavík og Friðrik veltir því upp hvort þar ráði sjónarmið Mammons. Þorgerður bendir á að í aðra röndina segjast Íslendingar vera söguþjóð og vitna til forferðanna en ef fram fari sem horfi muni mikil sögufölsun verða í gangi. 

Að sögn Friðriks gerði borgin heiðursmannasamkomulag árið 1996 þar sem ákveðið var að  götumynd Kirkjustrætis fengi að halda sér. Samkomulagið var gert í kjölfar þess að Alþingi hætti við að reisa mikla byggingu við Kirkjustræti fyrir starfsemi Alþingis. Þess í stað var  ákveðið að varðveita gömlu húsin sem þar standa og endurgera þau. Að sögn er Friðrik ekki kunnugt um að því samkomulagi hafi verið rift. 

Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í viðtalið við ...
Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í viðtalið við Morgunblaðið í Vigdísarhúsi. Erró var fjarri góðu gamni. mbl.is/​Hari

Nauðsynlegt að staldra við

Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sem telur að Víkurgarður hafi ekki verið aflagður og heyri enn undir Dómkirkjuna hefur kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindarmála að sögn Friðriks, sem hræðist að úrskurðurinn dragist á langinn með hættu á að hótel rísi á meðan úrskurðarnefndin fjalli um málið. 

Öll eru heiðursborgararnir sammála því að lítil framsýni stýri för þegar kemur að skipulagsmálum í kringum Austurvöll. Þeim sem byggðu Reykjavík sé sýnd lítil virðing. Þeim sem hvíla í Víkurgarði og fortíðinni sé sýnd mikil vanvirðing. Það sé nauðsynlegt að staldra við og hugsa málin til enda. Vigdís segir að ef ekki sé hlustað á minningar um það sem var, til þess að varðveita til framtíðar þá sé illa fyrir okkur komið. Engan bilbug er að finna á baráttu heiðursborgaranna sem segjast ekki hætta fyrr en búið sé að vinna úr málinu á þann hátt sem réttast sé. 

Meira um málið má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...