Vanvirðing gagnvart fortíðinni

Heiðursborgarar Reykjavíkur, Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir
Heiðursborgarar Reykjavíkur, Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir mbl.is/​Hari

Allir íslensku heiðursborgarar Reykjavíkur, Vigdís Finnbogadóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Friðrik Ólafsson og Erró, telja það óverjandi að reist verði hótel í Víkurgarði á einum elsta kirkjugarði Reykjavíkur og helgistað í höfuðborginni. Þau skrifuðu undir áskorun um að hætt verði við byggingu hótels í Víkurgarði. Erró var ekki staddur á landinu þegar Friðrik, Vigdís og Þorgerður afhentu borgarstjóra og formanni borgarráðs áskorunina.

„Það byggir engin hótel á helgum reit. Svoleiðis gera menn ekki. Ég er ekki mikið fyrir að gangrýna en þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í að skora á hið opinbera frá því að því að ég hætti í forsetaembættinu,“ segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti í viðtali við Morgunblaðið um ástæðu þess að hún stígur nú fram og skorar á hið opinbera í þessu tilfelli Reykjavíkurborg í ljósi þess hve málefnið er brýnt.

Vigdís segir að ef Reykjavikurborg vanti byggingarpláss undir hótel geti borgin leitað á náðir nágrannasveitarfélaganna. Vigdís segir að það sé eins og enginn staður fái að vera í friði í Reykjavík og það hryggi bæði yngri og eldri Reykvíkinga. Það sé búið að eyðileggja hina dásamlegu vídd sem var í kringum stjórnarráðið og Arnarhól og sýnina bæði norður og suður Lækjargötuna. 

Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í Víkurgarði eins ...
Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í Víkurgarði eins og hann lítur út í dag. mbl.is/​Hari

Inngrip í dýrmætar söguslóðir

Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák sem gegndi starfiskrifstofustjóra Alþingis í rúm 20 ár segir að hann hafi tekið ástfóstri viðumhverfi Alþingis og það sé sárt að horfa upp á það sem sé að gerast í Víkurgarði. Hann segir að Kirkjugarðurinn eigi fyrst og fremst að fá að halda sér í upphaflegri mynd og Það sé til háborinnar skammar hvernig búið sé að fara með hann.

„Allt þetta svæði milli Austurvallar og Aðalstrætis var í túnfæti býlisins sem fyrsti landnámsmaðurinn reisti sér undir brekkunni. Á þessu svæði eru dýrmætar söguslóðir og gróf inngrip af þessu tagi eiga ekki að eiga sér stað,“ segir Friðrik, sem hefur áður komið að mótmælum vegna fyrirhugaðra bygginga á Landssímareitnum þar sem heiðursborgararnir segja Víkurgarð liggja en forsvarsmenn Reykjavíkurborgar segja að þar séu bílastæði.

Friðrik segir að árið 1965 hafi verið komið í veg fyrir að bygging yrði reist á þessum sama stað. Það hafi verið Viðreisnarstjórn Bjarna Benediktssonar sem lagði bann við því að byggingin risi á þessum stað og það megi segja að það bann sé enn í gildi en borgaryfirvöld virðast lítið virða fyrri ákvarðanir.

Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði ...
Hluti af Víkurgarði árið 1912 eða 1913. Tekin í garði Peter Oluf Christensen, apótekara og konu hans Önnu Henriette Ljósmynd/Lyfjafræðisafnið

Austurvöllur hjarta Reykjavíkur

Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, segist hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera valin heiðursborgari Reykjavíkur á þessu ári. Hún hafi ekki verið almennilega inni í umræðunni en fylgst með henni sem almennur borgari. Í haust hafi hún komið í samstarf við hina heiðursborgarana og njóti góðs af vinnu frú Vigdísar og Friðriks.

„Framganga borgarinnar hefur sært mig. Ég og mín kynslóð höfum alltaf litið á svæðið í kringum Austurvöll sem hjarta Reykjavíkur. Þarna erum við minnt á sjálfstæði okkar og við berum virðingu fyrir þessum reit í kringum Alþingishúsið, Dómkirkjuna og styttuna af Jóni Sigurðssyni sem passar upp á allt saman,“ segir Þorgerður. Hún segir að það sé með ólíkindum að troða þurfi enn einu hótelinu á helgasta stað Reykjavíkur. Það sé vanvirðing og segi heilmikið til um þá tíma sem þjóðin lifi á nú. 

Vigdís segir það hvergi þekkjast að ganga svona hart að gömlum borgarkjarna eins og gert sé í  Reykjavík og Friðrik veltir því upp hvort þar ráði sjónarmið Mammons. Þorgerður bendir á að í aðra röndina segjast Íslendingar vera söguþjóð og vitna til forferðanna en ef fram fari sem horfi muni mikil sögufölsun verða í gangi. 

Að sögn Friðriks gerði borgin heiðursmannasamkomulag árið 1996 þar sem ákveðið var að  götumynd Kirkjustrætis fengi að halda sér. Samkomulagið var gert í kjölfar þess að Alþingi hætti við að reisa mikla byggingu við Kirkjustræti fyrir starfsemi Alþingis. Þess í stað var  ákveðið að varðveita gömlu húsin sem þar standa og endurgera þau. Að sögn er Friðrik ekki kunnugt um að því samkomulagi hafi verið rift. 

Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í viðtalið við ...
Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Þorgerður Ingólfsdóttir í viðtalið við Morgunblaðið í Vigdísarhúsi. Erró var fjarri góðu gamni. mbl.is/​Hari

Nauðsynlegt að staldra við

Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sem telur að Víkurgarður hafi ekki verið aflagður og heyri enn undir Dómkirkjuna hefur kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindarmála að sögn Friðriks, sem hræðist að úrskurðurinn dragist á langinn með hættu á að hótel rísi á meðan úrskurðarnefndin fjalli um málið. 

Öll eru heiðursborgararnir sammála því að lítil framsýni stýri för þegar kemur að skipulagsmálum í kringum Austurvöll. Þeim sem byggðu Reykjavík sé sýnd lítil virðing. Þeim sem hvíla í Víkurgarði og fortíðinni sé sýnd mikil vanvirðing. Það sé nauðsynlegt að staldra við og hugsa málin til enda. Vigdís segir að ef ekki sé hlustað á minningar um það sem var, til þess að varðveita til framtíðar þá sé illa fyrir okkur komið. Engan bilbug er að finna á baráttu heiðursborgaranna sem segjast ekki hætta fyrr en búið sé að vinna úr málinu á þann hátt sem réttast sé. 

Meira um málið má lesa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varað við erfiðum skilyrðum“

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursvilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »
Sólbaðsstofa Súper sól
Enduropna Sólbaðsstofu Súper sól í Hólmaseli 2, 109 Reykjavík. Nýir sól- og ko...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...