Erlendir ferðamenn í sjálfheldu á sumardekkjum

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Björgunarsveitirnar Vopni og Jökull á Austurlandi komu í kvöld erlendum ferðamönnum til bjargar í Langadal þar sem þeir voru í sjálfheldu í mikilli hálku á sumardekkjum.

Vel gekk að aðstoða ferðamenninna, en að sögn lögreglunnar á Austurlandi var nokkuð um að ökumenn lentu í erfiðleikum á Austurlandi í dag vegna hálku.

Greint var frá því í dag að færð væri far­in að spill­ast víða um land og þurfti að loka Vík­ur­skarðinu og Öxi vegna ófærðar.

Þá var hálka eða hálkublettir Norðaust­ur­landi og eitt­hvað um élja­gang á flest­um leiðum í Mý­vatns­sveit. Eins var hálka og hálkublettir á á Fjarðar­heiði. Hálku­blett­ir á  Mjóa­fjarðar­heiði og snjóþekja á Breiðdals­heiði. Hálku­blett­ir eru á milli Djúpa­vogs og Hafn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert