Biðjast afsökunar á frétt

Flugsýn. Eyjafjalla- og Mýrdalsjöklar, en Katla er austast í þessum …
Flugsýn. Eyjafjalla- og Mýrdalsjöklar, en Katla er austast í þessum klasa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sunday Times hefur birt afsökunarbeiðni á frétt blaðsins um mögulegt eldgos í Kötlu. Kemur fram í afsökunarbeiðninni að ekki hafi verið rétt haft eftir vísindamanninum, Evgenia Ilyinskaya, sem hefur rannsakað eldfjallið.

Ilyinskaya greinir frá afsökunarbeiðninni á Facebook en tekur fram að greinina sé enn að finna í netútgáfu Sunday Times en fyrirsögninni hafi verið breytt. Eins hafi það sem haft var eftir henni verið tekið út. 

Afsökunarbeiðni Sunday Times

mbl.is