Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt

Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi segir að Ísland geti kennt ...
Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi segir að Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt í ljósi reynslu sinnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. mbl.is/RAX

„Parísarsamkomulagið er bráðnauðsynlegt skref á leiðinni til sjálfbærari framtíðar. Það gæti hraðað þeim efnahagslegu og samfélagslegu umbreytingum sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi, á opnum fundi um Parísarsamkomulagið sem fram fór í Háskóla Íslands í dag.

Í desember verða liðin tvö ár frá því að Parísarsamkomulagið, sáttmáli um loftslagsmál, var undirritað. Í dag eiga 194 ríki, auk Evrópusambandsins, aðild að samningnum. Á fundinum í dag var farið yfir þann árangur sem hefur náðst frá því að samningurinn var undirritaður og hvað þarf að gera til að ná markmiðum hans. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók einnig til máls á fundinum. „Staðan núna er sú að Ísland og Noregur eiga í viðræðum við Evrópusambandið um hlutdeild landanna í heildarsamdrætti á þessu svæði. Það verður væntanlega komin niðurstaða á næsta ári,“ sagði ráðherra. Heildarsamdrátturinn miðast við reglur sem ESB hefur þegar sett sem gera löndum þess kleift að ganga lengra en markmiðið um að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við útblástur árið 1990.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðmundur segir að stór þáttur í að ná árangri í loftslagsmálum felist í að geta umbylt orkukerfinu í samgöngum „Við þurfum að fara úr þessu innflutta mengandi eldsneyti yfir í innlenda endurnýjanlegu orku, ekki ósvipað og við gerðum í hitaveituvæðingunni. Það er svo skýrt fordæmi.“

Minni losun þarf ekki að koma niður á efnahag

Mann sagði að Evrópusambandið standi við fyrirheit sín og muni leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á heimsvísu. Tíminn sé hins vegar naumur.

Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi.
Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

„Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 23% um leið og hagvöxtur jókst um 53%, á árunum 1990-2016, hefur ESB sýnt fram á að það er hægt að draga úr losun án þess að það komi niður á efnahag landa,“ sagði Mann á fundinum í dag. 

Fundur um vinnuáætlun Parísarsamkomulagsins fer fram í Póllandi í desember. Þar verður kveðið á um hvernig Parísarsamkomulaginu verður framfylgt. „Afar brýnt er að þar náist góð samstaða,“ sagði Mann. Guðmundur Ingi mun sitja fundinn, að minnsta kosti að hluta, fyrir Íslands hönd. 

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrirtaksframtak

Mann sagði Ísland deila markmiðum ESB í loftslagsmálum og segir hann nýja aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um, sem kynnt var í september, vera fyrirtaksframtak, en í áætluninni er meðal annars stefnt að því að gera Ísland að kolefnislausu hagkerfi fyrir 2040.

„Vegna reynslu sinnar af endurnýjanlegum orkugjöfum getur Ísland kennt umheiminum ýmislegt. Við hlökkum til náinnar samvinnu með Íslandi, við að takast á við þessa risavöxnu áskorun vorra tíma,“ sagði Mann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á útvarpið sér einhverja framtíð?

21:15 Framtíð útvarps var til umræðu á málþingi sem Ríkisútvarpið stóð fyrir í Efstaleiti síðdegis í dag. Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk neytir útvarpsefnis á undanförnum árum og hefðbundnir fjölmiðlar keppast við að bregðast við tækninýjungum eins og hlaðvarpinu. Meira »

Skoða eftirlit með Íslandspósti

20:38 Til skoðunar er hjá samgönguráðuneytinu hvort Póst- og fjarskiptastofnun hafi sinnt lögbundnu eftirliti sínu með fjárhagsstöðu Íslandspósts. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að ekki verði séð að stofnunin hafi kannað hvort fyrirtækið var rekstrarhæft áður en hún veitti því rekstrarleyfi. Meira »

Fígúrur Ladda eru ekki alveg mennskar

20:08 Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur Sigurðsson er engum líkur enda hefur listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en gengur og gerist í listasögunni. Meira »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...