Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt

Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi segir að Ísland geti kennt ...
Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi segir að Ísland geti kennt umheiminum ýmislegt í ljósi reynslu sinnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. mbl.is/RAX

„Parísarsamkomulagið er bráðnauðsynlegt skref á leiðinni til sjálfbærari framtíðar. Það gæti hraðað þeim efnahagslegu og samfélagslegu umbreytingum sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi, á opnum fundi um Parísarsamkomulagið sem fram fór í Háskóla Íslands í dag.

Í desember verða liðin tvö ár frá því að Parísarsamkomulagið, sáttmáli um loftslagsmál, var undirritað. Í dag eiga 194 ríki, auk Evrópusambandsins, aðild að samningnum. Á fundinum í dag var farið yfir þann árangur sem hefur náðst frá því að samningurinn var undirritaður og hvað þarf að gera til að ná markmiðum hans. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók einnig til máls á fundinum. „Staðan núna er sú að Ísland og Noregur eiga í viðræðum við Evrópusambandið um hlutdeild landanna í heildarsamdrætti á þessu svæði. Það verður væntanlega komin niðurstaða á næsta ári,“ sagði ráðherra. Heildarsamdrátturinn miðast við reglur sem ESB hefur þegar sett sem gera löndum þess kleift að ganga lengra en markmiðið um að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 40% miðað við útblástur árið 1990.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðmundur segir að stór þáttur í að ná árangri í loftslagsmálum felist í að geta umbylt orkukerfinu í samgöngum „Við þurfum að fara úr þessu innflutta mengandi eldsneyti yfir í innlenda endurnýjanlegu orku, ekki ósvipað og við gerðum í hitaveituvæðingunni. Það er svo skýrt fordæmi.“

Minni losun þarf ekki að koma niður á efnahag

Mann sagði að Evrópusambandið standi við fyrirheit sín og muni leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á heimsvísu. Tíminn sé hins vegar naumur.

Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi.
Michael Mann, yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

„Með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 23% um leið og hagvöxtur jókst um 53%, á árunum 1990-2016, hefur ESB sýnt fram á að það er hægt að draga úr losun án þess að það komi niður á efnahag landa,“ sagði Mann á fundinum í dag. 

Fundur um vinnuáætlun Parísarsamkomulagsins fer fram í Póllandi í desember. Þar verður kveðið á um hvernig Parísarsamkomulaginu verður framfylgt. „Afar brýnt er að þar náist góð samstaða,“ sagði Mann. Guðmundur Ingi mun sitja fundinn, að minnsta kosti að hluta, fyrir Íslands hönd. 

Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrirtaksframtak

Mann sagði Ísland deila markmiðum ESB í loftslagsmálum og segir hann nýja aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um, sem kynnt var í september, vera fyrirtaksframtak, en í áætluninni er meðal annars stefnt að því að gera Ísland að kolefnislausu hagkerfi fyrir 2040.

„Vegna reynslu sinnar af endurnýjanlegum orkugjöfum getur Ísland kennt umheiminum ýmislegt. Við hlökkum til náinnar samvinnu með Íslandi, við að takast á við þessa risavöxnu áskorun vorra tíma,“ sagði Mann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

05:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

Í gær, 18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

Í gær, 16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

Í gær, 16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

Í gær, 16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...