Orkuskipti og átak í kolefnisbindingu

Ríkisstjórnin markar nú þá stefnu að nýskráning bíla sem ganga ...
Ríkisstjórnin markar nú þá stefnu að nýskráning bíla sem ganga einungis fyrir jarðefnaeldsneyti verði óheimil eftir árið 2030. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á næstu fimm árum verður 6,8 milljörðum króna varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum hér á landi, sem er margföldun miðað við undanfarin ár. Ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum er nú kynnt á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla, sem hófst klukkan 14.

Markmið áætlunarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamkomulagsins til 1930 og markmið ríkisstjórnarinnar um að ná kolefnishlutleysi árið 2040.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í fréttatilkynningu að vilji íslenskra stjórnvalda til að ná raunverulegum árangri í þessum efnum sé einbeittur.

„Ríkisstjórnin hefur tryggt stóraukið fjármagn til aðgerða í loftslagsmálum og kynnir nú megináherslur nýrrar aðgerðaáætlunar í þessum mikilvæga málaflokki. Framundan er svo samráð við bæði atvinnulíf, sveitarfélög og almenning um nánari útfærslur,“ segir Katrín.

Hröð orkuskipti og aukin kolefnisbinding

Alls er að finna 34 aðgerðir á ýmsum sviðum í áætluninni, en megináherslurnar eru tvær.

Í fyrsta lagi eru það orkuskipti í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum. Þáttur í þessu er að ríkisstjórnin hyggst banna nýskráningu bíla sem einungis ganga fyrir jarðefnaeldneyti, bensíni og dísil, eftir árið 2030.

Í annan stað er um að ræða átak í kolefnisbindingu, þar sem skógrækt og landgræðsla munu gegna lykilhlutverki, auk þess sem markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.

Líkt við innleiðingu hitaveitunnar

Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar eru orkuskiptin í vegasamgöngun sögð sambærileg orkuskiptunum sem urðu með innleiðingu hitaveitunnar á sínum tíma, þegar Íslendingar hættu að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum með markvissu átaki og fóru þess í stað að nota innlenda, endurnýjanlega orku.

„Það er ljóst að næsta bylting okkar í loftslagsmálum verður orkuskipti í samgöngum, líkt og hitaveitan var á sínum tíma. Ísland hefur með þessu sett sér það markmið að vera meðal fyrstu ríkja heims til að ná fram fullum orkuskiptum, ekki bara í húshitun heldur einnig í vegasamgöngum. Við setjum markið hátt, þar sem framtíð komandi kynslóða er undir,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra í fréttatilkynningu.

Á næstu fimm árum er áætlað að verja 1,5 milljörðum króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða tengdra orkuskiptunum. Áfram verða veittar ívilnanir vegna á rafbíla og annarra visthæfra bíla og nýjum ívilnunum komið á vegna almenningsvagna, dráttarvéla og fleiri þyngri ökutækja.

Aðgerðaáætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins ...
Aðgerðaáætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og nái eigin markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá verða hvatar til að fjárfesta í ökutækjum sem losa lítinn koltvísýring efldir og kolefnisgjald verður áfram hækkað, auk þess sem almenningssamgöngur verða styrktar, í samræmi við samgönguáætlun.

Ríkisstjórnin markar þá stefnu, að fordæmi nágrannaríkja á borð við Noreg, Frakkland og Bretland, að banna nýskráningu bíla sem eingöngu ganga fyrir bensíni eða dísilolíu árið 2030, en tekið er fram að gætt verði sérstaklega að hugsanlegum undanþágum, til dæmis á stöðum þar sem „erfitt kann að vera að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu,“ að því er segir í fréttatilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

4 milljarðar í kolefnisbindingu

Á næstu fimm árum er áætlað að fjórum milljörðum króna verði varið í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til þess að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi.

Áhersla verður lögð á að félagasamtök, bændur og aðrir vörslumenn lands, fái hlutverk í þessu átaki.

Aðgerðaáætlunin kveður á um ýmsar aðrar aðgerðir, sem tengdar eru úrgangsmálum, landbúnaði, sjávarútvegi, fræðslu og fleiru. Sérstökum Loftslagssjóði verður einnig komið á laggirnar, en hlutverk hans verður að halda utan um nýsköpunarverkefni vegna loftslagsmála.

Áætlun ríkisstjórnarinnar verður sett í samráðsgátt Stjórnarráðsins til umsagnar og boðið verður til samráðs um mótun einstakra aðgerða með fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra. Sérstaklega er tekið fram að um fyrstu útgáfu áætlunarinnar sé að ræða og að önnur útgáfa muni líta dagsins ljós strax á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæđismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...