Orkuskipti og átak í kolefnisbindingu

Ríkisstjórnin markar nú þá stefnu að nýskráning bíla sem ganga ...
Ríkisstjórnin markar nú þá stefnu að nýskráning bíla sem ganga einungis fyrir jarðefnaeldsneyti verði óheimil eftir árið 2030. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á næstu fimm árum verður 6,8 milljörðum króna varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum hér á landi, sem er margföldun miðað við undanfarin ár. Ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum er nú kynnt á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla, sem hófst klukkan 14.

Markmið áætlunarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamkomulagsins til 1930 og markmið ríkisstjórnarinnar um að ná kolefnishlutleysi árið 2040.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í fréttatilkynningu að vilji íslenskra stjórnvalda til að ná raunverulegum árangri í þessum efnum sé einbeittur.

„Ríkisstjórnin hefur tryggt stóraukið fjármagn til aðgerða í loftslagsmálum og kynnir nú megináherslur nýrrar aðgerðaáætlunar í þessum mikilvæga málaflokki. Framundan er svo samráð við bæði atvinnulíf, sveitarfélög og almenning um nánari útfærslur,“ segir Katrín.

Hröð orkuskipti og aukin kolefnisbinding

Alls er að finna 34 aðgerðir á ýmsum sviðum í áætluninni, en megináherslurnar eru tvær.

Í fyrsta lagi eru það orkuskipti í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum. Þáttur í þessu er að ríkisstjórnin hyggst banna nýskráningu bíla sem einungis ganga fyrir jarðefnaeldneyti, bensíni og dísil, eftir árið 2030.

Í annan stað er um að ræða átak í kolefnisbindingu, þar sem skógrækt og landgræðsla munu gegna lykilhlutverki, auk þess sem markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.

Líkt við innleiðingu hitaveitunnar

Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar eru orkuskiptin í vegasamgöngun sögð sambærileg orkuskiptunum sem urðu með innleiðingu hitaveitunnar á sínum tíma, þegar Íslendingar hættu að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum með markvissu átaki og fóru þess í stað að nota innlenda, endurnýjanlega orku.

„Það er ljóst að næsta bylting okkar í loftslagsmálum verður orkuskipti í samgöngum, líkt og hitaveitan var á sínum tíma. Ísland hefur með þessu sett sér það markmið að vera meðal fyrstu ríkja heims til að ná fram fullum orkuskiptum, ekki bara í húshitun heldur einnig í vegasamgöngum. Við setjum markið hátt, þar sem framtíð komandi kynslóða er undir,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra í fréttatilkynningu.

Á næstu fimm árum er áætlað að verja 1,5 milljörðum króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða tengdra orkuskiptunum. Áfram verða veittar ívilnanir vegna á rafbíla og annarra visthæfra bíla og nýjum ívilnunum komið á vegna almenningsvagna, dráttarvéla og fleiri þyngri ökutækja.

Aðgerðaáætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins ...
Aðgerðaáætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og nái eigin markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá verða hvatar til að fjárfesta í ökutækjum sem losa lítinn koltvísýring efldir og kolefnisgjald verður áfram hækkað, auk þess sem almenningssamgöngur verða styrktar, í samræmi við samgönguáætlun.

Ríkisstjórnin markar þá stefnu, að fordæmi nágrannaríkja á borð við Noreg, Frakkland og Bretland, að banna nýskráningu bíla sem eingöngu ganga fyrir bensíni eða dísilolíu árið 2030, en tekið er fram að gætt verði sérstaklega að hugsanlegum undanþágum, til dæmis á stöðum þar sem „erfitt kann að vera að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu,“ að því er segir í fréttatilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

4 milljarðar í kolefnisbindingu

Á næstu fimm árum er áætlað að fjórum milljörðum króna verði varið í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til þess að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi.

Áhersla verður lögð á að félagasamtök, bændur og aðrir vörslumenn lands, fái hlutverk í þessu átaki.

Aðgerðaáætlunin kveður á um ýmsar aðrar aðgerðir, sem tengdar eru úrgangsmálum, landbúnaði, sjávarútvegi, fræðslu og fleiru. Sérstökum Loftslagssjóði verður einnig komið á laggirnar, en hlutverk hans verður að halda utan um nýsköpunarverkefni vegna loftslagsmála.

Áætlun ríkisstjórnarinnar verður sett í samráðsgátt Stjórnarráðsins til umsagnar og boðið verður til samráðs um mótun einstakra aðgerða með fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra. Sérstaklega er tekið fram að um fyrstu útgáfu áætlunarinnar sé að ræða og að önnur útgáfa muni líta dagsins ljós strax á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðahópurinn fundar í dag

10:31 Fundað verður í aðgerðahópi Starfsgreinasambandsins (SGS) í dag klukkan 14:00 að sögn Flosa Eiríkssonar, framkvæmdastjóra sambandsins, en SGS sleit viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í gær. Meira »

Engin „bráð hætta á ferð“

08:58 Bæði foreldrafélag Varmárskóla og fulltrúar Viðreisnar óskuðu eftir heildarúttekt á skólahúsnæði Varmárskóla á fundi bæjarstjórnar 14. mars. Erindinu var vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og mun sú umsögn berast bæjarráði svo fljótt sem auðið er. Meira »

Brotthvarf Japans hefur engin áhrif

08:47 Brotthvarf Japans úr Alþjóðahvalveiðiráðinu mun ekki hafa áhrif á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands um að stunda viðskipti með hvalaafurðir við Japan. Meira »

Vilja Íslandssléttbak að láni

08:18 Náttúruminjasafn Íslands hefur óskað eftir því að fá að láni til langs tíma beinagrind af Íslandssléttbak frá Dýrafræðisafni Danmerkur. Danir eiga tvær slíkar beinagrindur af fullorðnum dýrum sem voru veidd hér við land 1891 og 1904. Meira »

Stálu 6-8 milljónum úr spilakössum

08:12 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í spilakassa á veitingastað í umdæminu sem átti sér stað nýlega. Meira »

Útfararstofa flúði mygluhús

07:57 „Við fluttum út úr húsnæðinu 1. desember sl., en starfsmenn glímdu margir hverjir við veikindi og alvarleg einkenni vegna myglu í húsinu, sem er mjög illa farið,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna. Meira »

Hegningarhúsið stendur enn autt

07:37 Enn hefur ekkert verið ákveðið um hvernig Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg verður ráðstafað, en síðasti fanginn gekk þaðan út fyrir tæpum þremur árum. Meira »

Fremur hvasst á landinu

07:00 Suðvestanátt í dag, víða 10-15 m/s og bætir heldur í vind síðdegis. Skúrir eða él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Múr sundrar og skilur að fjölskyldur

07:00 „Að búa við múr sem sundrar og skilur að fjölskyldur hefur gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og ekki síst barna,“ segir Fathy Flefel, verkefnastjóri sálfræðiseturs palestínska Rauða hálfmánans. Meira »

Fast leiguverð í sjö ár

06:38 Alma er ný þjónusta á leigumarkaði þar sem leigjendum er gefinn kostur á leigu til allt að sjö ára á föstu leiguverði sem einungis er tengt vísitölu neysluverðs. Alma er í eigu Almenna leigufélagsins. Meira »

Fossvogsbúar kvarta undan útigangsmönnum

05:53 Íbúar í Fossvogshverfinu höfðu samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og kvörtuðu yfir erlendum útigangsmönnum á ferli í hverfinu. Meira »

Stolið úr búningsklefum

05:46 Dýrum úlpum, síma, greiðslukorti og fleiri hlutum var stolið úr búningsklefa í íþróttahúsi í hverfi 108 síðdegis í gær að sögn lögreglu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar er mögulega vitað hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Meira »

Vinnutíminn eldfimur

05:30 SGS og SA slitu kjaraviðræðum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir vinnutímamál orsök slitanna en Halldór Benjamín Þorbergson, formaður SA, segir kjarasamninga margbrotna og erfitt að taka einstaka hluti út úr. Meira »

Áhyggjur af aukinni umferð um Dalveg

05:30 Yfir eitt hundrað íbúar í Hjallahverfi í Kópavogi hafa ritað undir mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi við Dalveg, en þar á að rísa stór skrifstofubygging með 300 bílastæðum á mótum Breiðsholtsbrautar og Nýbýlavegar. Meira »

Vilja afturkalla reglugerð um hvalveiðar

05:30 Á aðalfundi Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, sem haldinn var á Húsavík um helgina, var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að afturkalla reglugerð sem gefin var út af sjávarútvegsráðherra í febrúar sl. Meira »

Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi

05:30 Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max-þotu. Meira »

Mótmælendur brutu skilmála borgarinnar

05:30 „Það er ekki fallegt um að litast á Austurvelli um þessar mundir. Grasið er eitt drullusvað og umgangur allur subbulegur. Þetta er svona eins og eftir slæma útihátíð,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Dómur MDE ný tegund óskapnaðar

05:30 „Að íhuguðu máli leyfi ég mér að efast um að afgreiðsla MDE [Mannréttindadómstóls Evrópu] sé réttarfarslegt gustukaverk, heldur tel ég að niðurstaðan sé ný tegund óskapnaðar, sem aðildarþjóðir hljóti að sameinast gegn í þeim tilgangi að verja fullveldi sitt.“ Meira »

Mótmælin farin að bitna á heilsunni

Í gær, 23:33 Hópur flóttamanna sem staðið hefur fyrir mótmælum við Alþingishúsið undanfarið ákvað í dag að færa mótmæli sín af Austurvellinum. Á Facebook-síðu mótmælenda er sagt að þetta sé gert vegna þess að veran við þinghúsið sé farin að bitna á heilsu mótmælenda. Meira »
Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alena...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...