Orkuskipti og átak í kolefnisbindingu

Ríkisstjórnin markar nú þá stefnu að nýskráning bíla sem ganga ...
Ríkisstjórnin markar nú þá stefnu að nýskráning bíla sem ganga einungis fyrir jarðefnaeldsneyti verði óheimil eftir árið 2030. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á næstu fimm árum verður 6,8 milljörðum króna varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum hér á landi, sem er margföldun miðað við undanfarin ár. Ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum er nú kynnt á blaðamannafundi í Austurbæjarskóla, sem hófst klukkan 14.

Markmið áætlunarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að aukinni kolefnisbindingu þannig að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamkomulagsins til 1930 og markmið ríkisstjórnarinnar um að ná kolefnishlutleysi árið 2040.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í fréttatilkynningu að vilji íslenskra stjórnvalda til að ná raunverulegum árangri í þessum efnum sé einbeittur.

„Ríkisstjórnin hefur tryggt stóraukið fjármagn til aðgerða í loftslagsmálum og kynnir nú megináherslur nýrrar aðgerðaáætlunar í þessum mikilvæga málaflokki. Framundan er svo samráð við bæði atvinnulíf, sveitarfélög og almenning um nánari útfærslur,“ segir Katrín.

Hröð orkuskipti og aukin kolefnisbinding

Alls er að finna 34 aðgerðir á ýmsum sviðum í áætluninni, en megináherslurnar eru tvær.

Í fyrsta lagi eru það orkuskipti í samgöngum, með sérstakri áherslu á rafvæðingu í vegasamgöngum. Þáttur í þessu er að ríkisstjórnin hyggst banna nýskráningu bíla sem einungis ganga fyrir jarðefnaeldneyti, bensíni og dísil, eftir árið 2030.

Í annan stað er um að ræða átak í kolefnisbindingu, þar sem skógrækt og landgræðsla munu gegna lykilhlutverki, auk þess sem markvisst verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.

Líkt við innleiðingu hitaveitunnar

Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar eru orkuskiptin í vegasamgöngun sögð sambærileg orkuskiptunum sem urðu með innleiðingu hitaveitunnar á sínum tíma, þegar Íslendingar hættu að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum með markvissu átaki og fóru þess í stað að nota innlenda, endurnýjanlega orku.

„Það er ljóst að næsta bylting okkar í loftslagsmálum verður orkuskipti í samgöngum, líkt og hitaveitan var á sínum tíma. Ísland hefur með þessu sett sér það markmið að vera meðal fyrstu ríkja heims til að ná fram fullum orkuskiptum, ekki bara í húshitun heldur einnig í vegasamgöngum. Við setjum markið hátt, þar sem framtíð komandi kynslóða er undir,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra í fréttatilkynningu.

Á næstu fimm árum er áætlað að verja 1,5 milljörðum króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða tengdra orkuskiptunum. Áfram verða veittar ívilnanir vegna á rafbíla og annarra visthæfra bíla og nýjum ívilnunum komið á vegna almenningsvagna, dráttarvéla og fleiri þyngri ökutækja.

Aðgerðaáætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins ...
Aðgerðaáætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og nái eigin markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá verða hvatar til að fjárfesta í ökutækjum sem losa lítinn koltvísýring efldir og kolefnisgjald verður áfram hækkað, auk þess sem almenningssamgöngur verða styrktar, í samræmi við samgönguáætlun.

Ríkisstjórnin markar þá stefnu, að fordæmi nágrannaríkja á borð við Noreg, Frakkland og Bretland, að banna nýskráningu bíla sem eingöngu ganga fyrir bensíni eða dísilolíu árið 2030, en tekið er fram að gætt verði sérstaklega að hugsanlegum undanþágum, til dæmis á stöðum þar sem „erfitt kann að vera að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu,“ að því er segir í fréttatilkynningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

4 milljarðar í kolefnisbindingu

Á næstu fimm árum er áætlað að fjórum milljörðum króna verði varið í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til þess að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi.

Áhersla verður lögð á að félagasamtök, bændur og aðrir vörslumenn lands, fái hlutverk í þessu átaki.

Aðgerðaáætlunin kveður á um ýmsar aðrar aðgerðir, sem tengdar eru úrgangsmálum, landbúnaði, sjávarútvegi, fræðslu og fleiru. Sérstökum Loftslagssjóði verður einnig komið á laggirnar, en hlutverk hans verður að halda utan um nýsköpunarverkefni vegna loftslagsmála.

Áætlun ríkisstjórnarinnar verður sett í samráðsgátt Stjórnarráðsins til umsagnar og boðið verður til samráðs um mótun einstakra aðgerða með fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra. Sérstaklega er tekið fram að um fyrstu útgáfu áætlunarinnar sé að ræða og að önnur útgáfa muni líta dagsins ljós strax á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »

Átta mánuði að svara um Helguvík

19:55 Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð. Meira »

Baka milljón kökur

19:36 Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið. Meira »

Samherji undirbýr skaðabótamál

18:45 Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Meira »

Harry Poter kom, sá og sigraði

18:36 Harry Poter er fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meistaratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin. Meira »

Undir áhrifum fíkniefna í banaslysi

18:21 Karlmaður sem lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut í október fyrir um tveimur árum var ekki í öryggisbelti og var undir áhrifum fíkniefna þegar slysið varð. Meira »

Börnin stjórnuðu þingi í Laugarnesskóla

17:57 Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur í dag, en yfirskrift átaks UNICEF vegna dagsins í ár er #börnfáorðið. Í tilefni þess var barnaþing haldið í Laugarnesskóla, sem er einn fyrsti Réttindaskóli UNICEF á landinu. Meira »

Ísland í aðalhlutverki í París

17:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sóttu ráðstefnuna Global Positive Forum í París í dag. Meira »

Handtekinn fyrir að reykja á salerni

17:29 Karlmaður sem var farþegi í flugvél WOW air frá Brussel var handtekinn við komuna á Keflavíkurflugvöll í dag.  Meira »

Fiskeldisfyrirtækin fá undanþágu

17:07 Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt fyrirtækjunum Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalaxi hf. tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi, með skilyrðum. Arctic Sea Farm hf. er þar með veitt heimild til að framleiða 600 tonn árlega og Fjarðalaxi hf. 3.400 tonn árlega af laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Meira »

Steinsteypa ekki nóg

17:07 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja mikilvægt að staðið verði við að fjölga leikskólarýmum enda stefnt að því að tryggja 12 mánaða börnum rými. Meira »

Sýknaður af nauðgunarákæru

16:48 Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á síðasta ári.  Meira »

Lítil loftgæði á Akureyri

16:36 Klukku­tíma­gildi svifryks við Strandgötu á Akureyri mælist nú 199 míkró­grömm á rúm­metra. „Þetta gerist gjarnan við þessi skilyrði sem eru núna; þurrar götur, stillt veður og frekar svalt í lofti,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, við mbl.is Meira »

Hækka frítekjumark veiðigjalda

16:34 Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að hækka frítekjumark til þess að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir, einnig leggur meirihlutinn til að nytjastofnar sem mynda lítið aflaverðmæti verði undanþegnir veiðigjöldum. Meira »

Rifu ræsið burt til að laga holuna

16:07 „Við rifum bara ræsið burt og setjum nýtt,“ segir yf­ir­verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. Mbl.is greindi frá því um helgina að stærðar hola hefði myndaðist í gamla Vaðlaheiðar­veg­in­um og hafði jörðin opnaðist með þeim hætti að hefði bíll keyrt þar ofan í hefði hann geta stór­skemm­st. Meira »

Hafrannsóknastofnun leitar að togara

16:04 Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hafa óskað eftir tilboðum í leigu á togara til að mæla stofna botnfiska á Íslandsmiðum. Að þessu sinni er óskað eftir einum togara á norðausturhorni landsins, en gert er ráð fyrir að leigan muni standa yfir í þrjár vikur í komandi marsmánuði. Meira »

Rannsókn lokið og vitna leitað

15:48 Rannsókn lögreglu á vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á föstudagskvöld er lokið og hefur hann verið afhentur tryggingarfélagi. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Meira »

„Ísland á að vera eign þjóðarinnar“

14:57 „Þetta kemur eins og blaut tuska í andlitið á manni,“ segir Jóna A. Imsland um kaup breska kaupsýslumannsins Jim Ratcliffe á jörðum á Norðausturlandi. Jóna stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að herða reglur um jarðakaup á Íslandi. Meira »

Í beinni: Er gætt að geðheilbrigði?

13:48 Öryrkjabandalag Íslands heldur í dag málþing þar sem farið er yfir stöðuna á stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem nú er á miðju tímabili. Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu. Meira »
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru kjörin fer...